Aldrei fleiri manndráp á einu ári: „Þetta er uggvænleg þróun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. október 2024 20:32 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við HÍ. Vísir/Arnar Maður sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát móður sinnar hefur áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn foreldrum sínum. Aldrei hafa fleiri manndrápsmál komið upp á einu ári. Afbrotafræðingur segir þróunina uggvænlega og tilefni til að styðja betur við fólk sem stendur höllum fæti í samfélaginu. Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á andláti móður hans sem fannst látin í íbúð í Breiðholti í vikunni hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu losnaði hann úr fangelsi í haust að lokinni afplánun. Þá hefur komið fram að árið 2006 hafi maðurinn stungið föður sinn í bakið, en verið sýknaður vegna ósakhæfis. Andlát konunnar sem er á sjötugsaldri er áttunda manndrápsmálið á þessu ári. „Ef við skoðum tímabilið frá 2000 til 2020 þá erum við með svona rúmlega tvö, tvö og hálft manndráp á ári að jafnaði. En ef við skoðum aðeins tímann frá 2020 til 2024 þá erum við með svona allt að því eða tæplega fjögur manndráp á ári að jafnaði. Svo ef við skoðum aðeins þetta ár sem er ekki einu sinni liðið að þá erum við með átta manndráp í ár og við höfum ekki séð álíka fjölda hjá okkur af málum af þessu tagi bara frá upphafi,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Harðari refsingar ekki lausnin Eðli málanna hafi þó ekki mikið breyst á tímabilinu. Gerendur og fórnarlömb séu langoftast karlmenn og gjarnan tengsl þeirra á milli. Þá eigi gerendur það gjarnan sameiginlegt að glíma við einhvers konar erfiðleika í eigin lífi eða standa höllum fæti. Af þeim málum sem upp hafa komið í ár eru þó konur og stúlkur fórnarlömb í meirihluta, og alls þrjú börn. Sveiflur geta þó verið milli ára hvað þetta varðar. „Það er einungis fjöldinn og að mörgu leiti þessi uggvænlega þróun sem við höfum séð allra síðustu ár sem stingur í augun,“ segir Helgi. Hann telur þróunina ekki endilega kalla á endurskoðun refsiramma. „Það er ekki það sem menn eru að hugsa á verknaðarstundu, hvort refsingin er eitt ár, þrjú ár eða fimm ár. Ég held að við þurfum að leita eftir breiðari úrræðum til að takast á við þennan vanda varðandi að draga úr tíðninni, að líta dálítið á þennan hóp sem að einhverju leyti stendur höllum fæti í okkar samfélagi,“ segir Helgi. Lögreglumál Félagsmál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á andláti móður hans sem fannst látin í íbúð í Breiðholti í vikunni hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu losnaði hann úr fangelsi í haust að lokinni afplánun. Þá hefur komið fram að árið 2006 hafi maðurinn stungið föður sinn í bakið, en verið sýknaður vegna ósakhæfis. Andlát konunnar sem er á sjötugsaldri er áttunda manndrápsmálið á þessu ári. „Ef við skoðum tímabilið frá 2000 til 2020 þá erum við með svona rúmlega tvö, tvö og hálft manndráp á ári að jafnaði. En ef við skoðum aðeins tímann frá 2020 til 2024 þá erum við með svona allt að því eða tæplega fjögur manndráp á ári að jafnaði. Svo ef við skoðum aðeins þetta ár sem er ekki einu sinni liðið að þá erum við með átta manndráp í ár og við höfum ekki séð álíka fjölda hjá okkur af málum af þessu tagi bara frá upphafi,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Harðari refsingar ekki lausnin Eðli málanna hafi þó ekki mikið breyst á tímabilinu. Gerendur og fórnarlömb séu langoftast karlmenn og gjarnan tengsl þeirra á milli. Þá eigi gerendur það gjarnan sameiginlegt að glíma við einhvers konar erfiðleika í eigin lífi eða standa höllum fæti. Af þeim málum sem upp hafa komið í ár eru þó konur og stúlkur fórnarlömb í meirihluta, og alls þrjú börn. Sveiflur geta þó verið milli ára hvað þetta varðar. „Það er einungis fjöldinn og að mörgu leiti þessi uggvænlega þróun sem við höfum séð allra síðustu ár sem stingur í augun,“ segir Helgi. Hann telur þróunina ekki endilega kalla á endurskoðun refsiramma. „Það er ekki það sem menn eru að hugsa á verknaðarstundu, hvort refsingin er eitt ár, þrjú ár eða fimm ár. Ég held að við þurfum að leita eftir breiðari úrræðum til að takast á við þennan vanda varðandi að draga úr tíðninni, að líta dálítið á þennan hóp sem að einhverju leyti stendur höllum fæti í okkar samfélagi,“ segir Helgi.
Lögreglumál Félagsmál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira