Með áfallastreitu eftir heimsóknir á Litla Hraun Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 26. október 2024 08:02 Guðrún Ósk Vísir/Vilhelm Guðrún Ósk var á sínum tíma í sambandi með manni sem afplánaði dóm á Litla Hrauni og á Hólmsheiði. Á dögunum birti hún röð myndskeiða á TikTok þar sem hún tjáði sig hispurslaust um stöðuna í fangelsismálum hér á landi, út frá reynslu sinni sem aðstandandi fanga en hún hefur sterkar skoðarnir þegar kemur að endurhæfingu innan fangelsisveggjanna. Áfallastreita eftir heimsóknir Árið 2017 var Guðrún Ósk á erfiðum stað í lífinu; hún var nýkomin úr meðferð og var að eigin sögn viðkvæm og með brotna sjálfsmynd. Í gegnum facebook kynntist hún manni sem á þeim tíma var að afplána eftirstöðvar fimm ára fangelsisdóms og sat inni á Litla Hrauni. Þau byrjuðu saman og hún heimsótti hann reglulega í fangelsið næstu tvö árin, bæði á Litla Hraun og seinna meir á Hólmsheiði. Í einni heimsókninni varð Guðrún ófrísk af yngsta syni sínum, sem í dag er fimm ára gamall. Í heimsóknunum upplifði Guðrún að eigin sögn slíka niðurlægingu að það situr ennþá í henni í dag. „Þegar þú kemur þarna inn þarftu að setja allt dótið þitt í læstan skáp og fara í gegnum málmleitartæki og svo eru alltaf verðir þarna með fíkniefnahund. Og svo er alltaf leitað á föngunum sjálfum eftir heimsóknirnar. Ég er ekki með nákvæma tölu, en ég myndi segja að í um það bil annað hvert skipti sem ég heimsótti hann var ég „strippuð.“ Ég var tekin afsíðis, inn í lítið herbergi, ásamt tveimur kvenkyns vörðum. Ég þurfti að fara úr öllum fötunum og beygja mig fram og það var allt skoðað. Það fannst aldrei neitt á mér. Það kom fyrir oftar en einu sinni að ég var beðin um að smygla inn efnum en ég sagði alltaf nei. En samt var ég tekin inn í þetta herbergi, aftur og aftur. Það kom meira að segja fyrir að það var leitað á mér þrátt fyrir að heimsóknin væri glerheimsókn og engin snerting, og það var meira að segja líka leitað á mér á meðan ég var ólétt.“ Í eitt skipti, þegar barnsfaðir Guðrúnar var kominn inn á Hólmsheiði heimsótti hún hann þangað og var með sjö mánaða gamlan son þeirra með sér. „Þegar við komum inn tóku á móti okkur verðir og sonur okkar varð strax smeykur og órólegur þannig að ég tók hann í fangið. Kvenkyns vörður kom og nánast hrifsaði hann úr fanginu á mér, án þess að segja nokkuð. Það var farið með okkur inn í lítið og kuldalegt herbergi. Sonur minn var lagður ofan á borð, eins og hver annar hlutur, og tekinn úr öllum fötunum og bleyjunni. Og það var leitað á mér líka, eins og alltaf. Ég hafði áður komið með son minn í heimsókn á Litla Hraun þegar barnsfaðir minn var þar, og þá hafði sonur minn verið tekinn úr jakkanum og þreifað aðeins á honum, en ekkert í líkingu við þetta. Af því að barnsfaðir minn var í öryggisgæslu á þessum tíma þá fór heimsóknin fram í herbergi þar sem verðir sátu hinum megin við gler og fylgdust með öllu. Strákurinn minn var ómögulegur, hann var skíthræddur og grét allan tímann og ég var sjálf í algjöru sjokki eftir þetta allt saman. Þetta endaði á því að ég fór fyrr heim með hann, ég gat ekki hugsað mér að vera þarna lengur. Ég ákvað að þetta yrði í seinasta skiptið sem ég kæmi með son minn í heimsókn á þennan stað. Ég gat ekki hugsað mér að koma með barnið mitt þangað aftur.“ @gudrunosk48 Að vera aðstandendi fanga og heimsóknir í fangelsi. #fangelsismál #ísland #gerumbetur #bættkerfi #dómsmálaráðherra #fangelsismálastjóri #iceland #íslensktiktok #fyrirþigsíða #fyrirþig #fyrirsiðunaþina #stöndumsaman ♬ original sound - Guðrún Ósk Kvíðavaldandi að sjá Litla Hraun Guðrún segist enn í dag vera að kljást við áfallastreitu í tengslum við þá niðurlægingu sem hún upplifði við heimsóknirnar í fangelsið. Hún hefur meðal annars sótt meðferð hjá sálfræðingi til að vinna úr þeirri reynslu. Heimsóknir í fangelsið reyndust Guðrúnu þungbærar og niðurlægjandi.Vísir/Vilhelm „Ég varð fyrir kynferðisofbeldi þegar ég var yngri, oftar en einu sinni. Þú getur rétt svo ímyndað þér hvað það er gífurlega „triggerandi“ að þurfa að afklæðast fyrir framan ókunnuga manneskju og vera algjörlega á hennar valdi. Þetta situr í mér, og mun líklega alltaf gera það. Ég hef fengið að heyra það frá öðrum að það sé ekki eðlilegt að ég hafi verið tekin svona oft og leitað á mér og ég hugsanlega hefði ég getað farið lengra með þetta og farið í mál en ég kaus að gera það ekki; ég vildi leggja þetta til hliðar. Ég talaði ekki um þetta við neinn og ég sá það ekki fyrr en seinna hvað þetta var að hafa mikil áhrif á mig, miklu meira en ég gerði mér grein fyrir. Stundum þegar ég er að keyra og sé lögreglubíl fæ ég hnút í magann og fer alveg í kerfi og hugsa með mér: „Hvað ef löggan stoppar mig og lætur mig blása, verð ég þá tekin úr öllu fötunum líka?“ Alveg sama þó ég sé ekki með neitt. Þetta er hræðsla við löggur sem ég hafði ekki áður. Miðjudóttir mín býr hjá afa sínum og ömmu í Flóahreppi og þar af leiðandi þarf ég reglulega að keyra fram hjá Litla Hrauni. Í hvert sinn sem ég sé þennan stað þyrmir yfir mig; ég svitna og stífna upp og fyllist af kvíða. Og ég tengi það alltaf við þessa reynslu, það sem ég gekk í gegnum við þessa öryggisleit.“ Heimsóknaraðstaðan á Litla Hrauni og á Hólmsheiði var sögn Guðrúnar niðurdrepandi. „Á Litla Hrauni var heimsóknarherbergið gamalt og lúið og þrungið fúkkalykt. Síðan var þessu reyndar breytt og gert aðeins meira svona „Ikealegt.“ Á Hólmsheiði er einhverskonar fjölskylduherbergi með sófa og borði og einhverjum leikföngum. Svo er Barnakot, en ég fór að vísu aldrei þangað inn. En mín skoðun er alveg tvímælalaust sú að börn eiga aldrei að þurfa að koma inn í fangelsi. Ég skil ekki hvers vegna það er ekki hægt að nýta einhverja aðra aðstöðu utan fangelsanna, til dæmis Mánaberg í Breiðholti sem er á vegum Barnaverndar. Það er fullt af öðrum möguleikum í boði sem eru miklu skárri.“ @gudrunosk48 Fangelsismál #fangelsismál #ísland #gerumbetur #bættkerfi #dómsmálaráðherra #fangelsismálastjóri #iceland #íslensktiktok #fyrirþigsíða #fyrirþig #stöndumsaman ♬ original sound - Guðrún Ósk Hent út klukkan átta um morgnuninn Það slitnaði upp úr sambandi Guðrúnar og barnsföður hennar fljótlega eftir að hann losnaði af Hólmsheiði. Í dag eru þau ekki í neinum samskiptum og sonur þeirra þekkir ekki pabba sinn. Barnsfaðir Guðrúnar hefur undanfarin ár flakkað inn og út úr fangelsi og hefur aldrei tekist að verða nýtur samfélagsþegn. Guðrún segist skilja vel hvers vegna. „Þú getur ekki hent manni inni í fangelsi í einhver ár og hent honum svo aftur út á götu. Barnsföður mínum var hent út á slaginu átta um morguninn daginn sem hann losnaði. Hann hafði engan stað til að fara á. Það var ekkert sem tók við honum, það var ekkert sem greip hann. Það var ekkert búið að vinna með hann. Af því að hann er fíkill og var með agabrot á bakinu þá gat hann ekki farið inn á Vernd. Hann kom út og vissi ekkert hvert hann ætti að snúa sér eða hvernig hann ætti að fúnkera í samfélaginu.“ Frelsisvipting er refsing eins og sér Guðrún er með sterkar skoðanir þegar kemur að úrbótum í málefnum fanga, og eins þegar kemur að umræðunni um betrunarvist og refsivist, hvort eigi að vega þyngra. „Ég er fylgjandi refsistefnu, svo lengi sem betrunarstefna er til staðar líka. En refsistefnan er í raun sú að viðkomandi er sviptur frelsinu. Frelsisviptingin eins og sér er refsing. Það segir sig sjálft að frelsisvipting hefur gífurleg áhrif á manneskju, og breytir henni til frambúðar. Guðrún segir fyrst og fremst þörf á endurhæfingarstefnu innan veggja fangelsanna.Vísir/Vilhelm Það sem skiptir máli er það sem á sér stað innan fangelsisveggjanna. Það þarf að innleiða einhverskonar endurhæfingarkerfi, bæði þegar kemur að menntun og eins þegar kemur að því að fúnkera úti í samfélaginu. Ég man eftir því að í einni heimsókninni á Litla Hrauni leit ég út um gluggann, yfir á útivistarsvæðið þar sem fanganir höfðust við og höfðu ekkert að gera annað en að labba hring eftir hring um svæðið. Mér skildist á barnsföður mínum að stundum færu þeir í fótbolta, en margir af föngunum voru svo þunglyndir að þeir gerðu ekkert nema að hanga inni í klefa allan daginn og horfa á sjónvarpið, eða í tölvunni. Eðlilega, þar sem þunglyndi er helsta einkenni frelsisviptingar. Það var ömurlegt að horfa upp á þetta.“ Engin eftirfylgni Guðrún nefnir sem dæmi starfsendurhæfingarúrræðið Grettistak, þar sem markmiðið er að styðja fólk til sjálfshjálpar með þátttöku í námi eða atvinnu, en úrræðið er eingöngu ætlað þeim sem hafa lokið meðferð. „Það er eitthvað sem mætti hiklaust innleiða inn í fangelsin. Ég veit um mörg dæmi um einstaklinga sem hafa farið í það prógramm og náð ótrúlegum árangri. Eins með Virk, sem ég hef sjálft nýtt mér í gegnum tíðina. Þar eru allskyns úrræði, námskeið og meðferðir sem eiga alveg tvímælalaust heima inni í fangelsunum. Það myndi líka breyta miklu ef að þessi prógrömm mynda vera skylda fyrir fangana, þeir eiga ekki að hafa val um að taka þátt í þessu starfi, það á að skylda þá í að gera það. Þegar þú ferð í meðferð, eins og á Vogi þá færðu afhent prógramm, dagskrá fyrir hvern dag og þarft að mæta á hina og þessa fundi og hópastarf. Af hverju er þetta ekki eins inni í fangelsunum? Á Vogi er skylda að mæta í þessi prógrömm því annars færðu ekki að komast áfram í áframhaldandi meðferð. Og eins þegar kemur að eftirfylgni eftir afplánun. Af því að þú þarft aðhald og eftirlit eftir að þú losnar úr fangelsi og kemur aftur út í samfélagið. Í tilfelli barnsföðurs míns var það ekki þannig. Það er að vísu úrræði á vegum Rauða Krossins, Aðstoð eftir afplánun, þar sem sjálfboðaliðar aðstoða einstaklinga sem hafa lokið afplánun varðandi hina og þessa hluti. Barnsfaðir minn vann með einum slíkum sjálfboðaliða, konu, og endaði á því að sofa hjá henni. Og ég hef heyrt um fleiri konur sem hafa verið látnir fara úr þessu verkefni af sömu ástæðum,“ segir Guðrún jafnframt. Oddur Freyr Þorsteinsson, kynningar og fjölmiðlafulltrúi Rauða Krossins á Íslandi vísar ummælum Guðrúnar Óskar hins vegar alfarið á bug. Í skriflegri yfirlýsingu til Vísis segir Oddur að enginn sjálfboðaliði í verkefninu Aðstoð eftir afplánun hafi orðið uppvíst að þeirri háttsemi að sofa hjá skjólstæðingi sínum. „Rauði krossinn á Íslandi leggur mikla áherslu á fagmennsku bæði starfsfólks og sjálfboðaliða sinna og allir sjálfboðaliðar fá viðeigandi þjálfun áður en þeir hefja störf, meðal annars um siðareglurnar. Auk þess hefur félagið öfluga ferla til að tryggja að bæði starfsfólk og sjálfboðaliðar fylgi siðareglum í öllu sínu starfi, sem meðal annars banna kynferðisleg sambönd milli sjálfboðaliða og skjólstæðinga. Komi upp grunur um slíkt er það umsvifalaust rannsakað í kjölinn og reynist grunurinn á rökum reistur er viðkomandi starfsmanni eða sjálfboðaliða vikið úr starfi.“ Guðrún segir þörf á úrbótum þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu innan fangelsisveggjanna. „Á þeim tíma þegar barnsfaðir minn sat inni var enginn geðlæknir til staðar. Þeir fengu kanski sálfræðiviðtöl á tveggja mánaða fresti, annars ekkert. Það er ömurlegt að vita af öllum sjálfsvígum sem hafa átt sér stað í fangelsunum undanfarin ár. Það er sárt að hugsa um þetta vegna þess að flestallir fangar eru með stór áföll á bakinu sem þeir hafa aldrei unnið úr vegna þess að þeir hafa ekki fengið tækifæri til þess. Margir koma frá brotnum heimilum sem hafa ekki sinnt þeim nægilega vel og barnavernd augljóslega hefur þá sömuleiðis brugðist þeim, augljóslega. Barnsfaðir minn er dæmi um þetta. Hann fékk ömurleg spil á hendi strax í byrjun; hann ólst upp við hræðilegar heimilisaðstæður, neyslu og heimilisofbeldi. Hann hefði ekki endað á þessum stað ef barnavernd hefði gripið inn í málin strax þegar hann var ungur og hann hefði fengið þau verkfæri sem hann þurfti á að halda til að fóta sig í lífinu.“ Guðrún brennur fyrir málefnum fanga og vill beita sér fyrir réttindum þeirra, og aðstandenda.Vísir/Vilhelm Ætlar að hafa hátt Guðrún útskrifaðist með stúdentspróf frá Keili seinasta sumar og hefur sett stefnuna á félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri eftir áramót. Hún ætlar að fara í nám í afbrotafræði og taka masterinn. Áhuginn á faginu er sprottin beint upp úr hennar eigin reynslu. Guðrún bendir á að umræðan um fangelsismál sé nátengd umræðunni sem hefur verið í gangi undanfarna daga, í tengslum við atburðina á Stuðlum. Hún birti aðra röð myndskeiða á TikTok nýverið þar sem hún tjáði sig um þau mál. @gudrunosk48 ‼️‼️TRIGGERWARNING‼️‼️ Krefjumst breytinga, þetta er nógu slæmt nu þegar, en það er ekki of seint að gera breytingar! #stuðlar #burtmeðásmund #burtmeðdómsmálaráðherra #útmeðþessaríkistjórn #alþingiskosningar2024 #fyrirþigsíða #íslensktiktok #fyrirþig #ÁSMUNDIERSKÍTSAMAUMBÖRNIN #fyrirsiðunaþina ♬ original sound - Guðrún Ósk Í kjölfarið fékk hún sendar margar reynslusögur frá ungmennum sem hafa dvalið á Stuðlum. „Það er ekki ásættanlegt að nota Stuðla sem einhverskonar unglingageymslu. Það þarf að innleiða endurhæfingaprógrömm inn á báða staði, taka til í starfsmannamálum, bæta geð - og heilbrigðisstarfsmönnum þarna inn. Eiga Stuðlar eigi að vera unglingafangelsi, meðferð eða gæsluvarðhaldsúrlausn? Að mínu mati ættu Stuðlar að vera meðferðastöð í samstarfi við SÁÁ. Unglingar sem hafa brotið af sér, sem hafa náð sakhæfisaldri en eru ekki orðnir 18 ára, þeir eiga heima annars staðar. En á þeim stað þarf að vera sama endurhæfingaprógram, allt miðað við aldur, greiningar og stöðu manneskjunnar. Það þarf að aðskilja þetta tvennt.“ Hún gekk nýverið til liðs við Unga Sósíalista og vill beita sér fyrir málefnum fanga og aðstandenda; hóps sem er jaðarsettur og verður ósjaldan fyrir barðinu á fordómum og óvæginni umræðu. „Ég brenn fyrir þessu málefni. Og ég ætla að halda áfram að hafa hátt og tala um hlutina. Af því að ég veit að það er hægt að koma á breytingum, ég veit að það eru lausnir og möguleikar.“ Fangelsismál TikTok Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Áfallastreita eftir heimsóknir Árið 2017 var Guðrún Ósk á erfiðum stað í lífinu; hún var nýkomin úr meðferð og var að eigin sögn viðkvæm og með brotna sjálfsmynd. Í gegnum facebook kynntist hún manni sem á þeim tíma var að afplána eftirstöðvar fimm ára fangelsisdóms og sat inni á Litla Hrauni. Þau byrjuðu saman og hún heimsótti hann reglulega í fangelsið næstu tvö árin, bæði á Litla Hraun og seinna meir á Hólmsheiði. Í einni heimsókninni varð Guðrún ófrísk af yngsta syni sínum, sem í dag er fimm ára gamall. Í heimsóknunum upplifði Guðrún að eigin sögn slíka niðurlægingu að það situr ennþá í henni í dag. „Þegar þú kemur þarna inn þarftu að setja allt dótið þitt í læstan skáp og fara í gegnum málmleitartæki og svo eru alltaf verðir þarna með fíkniefnahund. Og svo er alltaf leitað á föngunum sjálfum eftir heimsóknirnar. Ég er ekki með nákvæma tölu, en ég myndi segja að í um það bil annað hvert skipti sem ég heimsótti hann var ég „strippuð.“ Ég var tekin afsíðis, inn í lítið herbergi, ásamt tveimur kvenkyns vörðum. Ég þurfti að fara úr öllum fötunum og beygja mig fram og það var allt skoðað. Það fannst aldrei neitt á mér. Það kom fyrir oftar en einu sinni að ég var beðin um að smygla inn efnum en ég sagði alltaf nei. En samt var ég tekin inn í þetta herbergi, aftur og aftur. Það kom meira að segja fyrir að það var leitað á mér þrátt fyrir að heimsóknin væri glerheimsókn og engin snerting, og það var meira að segja líka leitað á mér á meðan ég var ólétt.“ Í eitt skipti, þegar barnsfaðir Guðrúnar var kominn inn á Hólmsheiði heimsótti hún hann þangað og var með sjö mánaða gamlan son þeirra með sér. „Þegar við komum inn tóku á móti okkur verðir og sonur okkar varð strax smeykur og órólegur þannig að ég tók hann í fangið. Kvenkyns vörður kom og nánast hrifsaði hann úr fanginu á mér, án þess að segja nokkuð. Það var farið með okkur inn í lítið og kuldalegt herbergi. Sonur minn var lagður ofan á borð, eins og hver annar hlutur, og tekinn úr öllum fötunum og bleyjunni. Og það var leitað á mér líka, eins og alltaf. Ég hafði áður komið með son minn í heimsókn á Litla Hraun þegar barnsfaðir minn var þar, og þá hafði sonur minn verið tekinn úr jakkanum og þreifað aðeins á honum, en ekkert í líkingu við þetta. Af því að barnsfaðir minn var í öryggisgæslu á þessum tíma þá fór heimsóknin fram í herbergi þar sem verðir sátu hinum megin við gler og fylgdust með öllu. Strákurinn minn var ómögulegur, hann var skíthræddur og grét allan tímann og ég var sjálf í algjöru sjokki eftir þetta allt saman. Þetta endaði á því að ég fór fyrr heim með hann, ég gat ekki hugsað mér að vera þarna lengur. Ég ákvað að þetta yrði í seinasta skiptið sem ég kæmi með son minn í heimsókn á þennan stað. Ég gat ekki hugsað mér að koma með barnið mitt þangað aftur.“ @gudrunosk48 Að vera aðstandendi fanga og heimsóknir í fangelsi. #fangelsismál #ísland #gerumbetur #bættkerfi #dómsmálaráðherra #fangelsismálastjóri #iceland #íslensktiktok #fyrirþigsíða #fyrirþig #fyrirsiðunaþina #stöndumsaman ♬ original sound - Guðrún Ósk Kvíðavaldandi að sjá Litla Hraun Guðrún segist enn í dag vera að kljást við áfallastreitu í tengslum við þá niðurlægingu sem hún upplifði við heimsóknirnar í fangelsið. Hún hefur meðal annars sótt meðferð hjá sálfræðingi til að vinna úr þeirri reynslu. Heimsóknir í fangelsið reyndust Guðrúnu þungbærar og niðurlægjandi.Vísir/Vilhelm „Ég varð fyrir kynferðisofbeldi þegar ég var yngri, oftar en einu sinni. Þú getur rétt svo ímyndað þér hvað það er gífurlega „triggerandi“ að þurfa að afklæðast fyrir framan ókunnuga manneskju og vera algjörlega á hennar valdi. Þetta situr í mér, og mun líklega alltaf gera það. Ég hef fengið að heyra það frá öðrum að það sé ekki eðlilegt að ég hafi verið tekin svona oft og leitað á mér og ég hugsanlega hefði ég getað farið lengra með þetta og farið í mál en ég kaus að gera það ekki; ég vildi leggja þetta til hliðar. Ég talaði ekki um þetta við neinn og ég sá það ekki fyrr en seinna hvað þetta var að hafa mikil áhrif á mig, miklu meira en ég gerði mér grein fyrir. Stundum þegar ég er að keyra og sé lögreglubíl fæ ég hnút í magann og fer alveg í kerfi og hugsa með mér: „Hvað ef löggan stoppar mig og lætur mig blása, verð ég þá tekin úr öllu fötunum líka?“ Alveg sama þó ég sé ekki með neitt. Þetta er hræðsla við löggur sem ég hafði ekki áður. Miðjudóttir mín býr hjá afa sínum og ömmu í Flóahreppi og þar af leiðandi þarf ég reglulega að keyra fram hjá Litla Hrauni. Í hvert sinn sem ég sé þennan stað þyrmir yfir mig; ég svitna og stífna upp og fyllist af kvíða. Og ég tengi það alltaf við þessa reynslu, það sem ég gekk í gegnum við þessa öryggisleit.“ Heimsóknaraðstaðan á Litla Hrauni og á Hólmsheiði var sögn Guðrúnar niðurdrepandi. „Á Litla Hrauni var heimsóknarherbergið gamalt og lúið og þrungið fúkkalykt. Síðan var þessu reyndar breytt og gert aðeins meira svona „Ikealegt.“ Á Hólmsheiði er einhverskonar fjölskylduherbergi með sófa og borði og einhverjum leikföngum. Svo er Barnakot, en ég fór að vísu aldrei þangað inn. En mín skoðun er alveg tvímælalaust sú að börn eiga aldrei að þurfa að koma inn í fangelsi. Ég skil ekki hvers vegna það er ekki hægt að nýta einhverja aðra aðstöðu utan fangelsanna, til dæmis Mánaberg í Breiðholti sem er á vegum Barnaverndar. Það er fullt af öðrum möguleikum í boði sem eru miklu skárri.“ @gudrunosk48 Fangelsismál #fangelsismál #ísland #gerumbetur #bættkerfi #dómsmálaráðherra #fangelsismálastjóri #iceland #íslensktiktok #fyrirþigsíða #fyrirþig #stöndumsaman ♬ original sound - Guðrún Ósk Hent út klukkan átta um morgnuninn Það slitnaði upp úr sambandi Guðrúnar og barnsföður hennar fljótlega eftir að hann losnaði af Hólmsheiði. Í dag eru þau ekki í neinum samskiptum og sonur þeirra þekkir ekki pabba sinn. Barnsfaðir Guðrúnar hefur undanfarin ár flakkað inn og út úr fangelsi og hefur aldrei tekist að verða nýtur samfélagsþegn. Guðrún segist skilja vel hvers vegna. „Þú getur ekki hent manni inni í fangelsi í einhver ár og hent honum svo aftur út á götu. Barnsföður mínum var hent út á slaginu átta um morguninn daginn sem hann losnaði. Hann hafði engan stað til að fara á. Það var ekkert sem tók við honum, það var ekkert sem greip hann. Það var ekkert búið að vinna með hann. Af því að hann er fíkill og var með agabrot á bakinu þá gat hann ekki farið inn á Vernd. Hann kom út og vissi ekkert hvert hann ætti að snúa sér eða hvernig hann ætti að fúnkera í samfélaginu.“ Frelsisvipting er refsing eins og sér Guðrún er með sterkar skoðanir þegar kemur að úrbótum í málefnum fanga, og eins þegar kemur að umræðunni um betrunarvist og refsivist, hvort eigi að vega þyngra. „Ég er fylgjandi refsistefnu, svo lengi sem betrunarstefna er til staðar líka. En refsistefnan er í raun sú að viðkomandi er sviptur frelsinu. Frelsisviptingin eins og sér er refsing. Það segir sig sjálft að frelsisvipting hefur gífurleg áhrif á manneskju, og breytir henni til frambúðar. Guðrún segir fyrst og fremst þörf á endurhæfingarstefnu innan veggja fangelsanna.Vísir/Vilhelm Það sem skiptir máli er það sem á sér stað innan fangelsisveggjanna. Það þarf að innleiða einhverskonar endurhæfingarkerfi, bæði þegar kemur að menntun og eins þegar kemur að því að fúnkera úti í samfélaginu. Ég man eftir því að í einni heimsókninni á Litla Hrauni leit ég út um gluggann, yfir á útivistarsvæðið þar sem fanganir höfðust við og höfðu ekkert að gera annað en að labba hring eftir hring um svæðið. Mér skildist á barnsföður mínum að stundum færu þeir í fótbolta, en margir af föngunum voru svo þunglyndir að þeir gerðu ekkert nema að hanga inni í klefa allan daginn og horfa á sjónvarpið, eða í tölvunni. Eðlilega, þar sem þunglyndi er helsta einkenni frelsisviptingar. Það var ömurlegt að horfa upp á þetta.“ Engin eftirfylgni Guðrún nefnir sem dæmi starfsendurhæfingarúrræðið Grettistak, þar sem markmiðið er að styðja fólk til sjálfshjálpar með þátttöku í námi eða atvinnu, en úrræðið er eingöngu ætlað þeim sem hafa lokið meðferð. „Það er eitthvað sem mætti hiklaust innleiða inn í fangelsin. Ég veit um mörg dæmi um einstaklinga sem hafa farið í það prógramm og náð ótrúlegum árangri. Eins með Virk, sem ég hef sjálft nýtt mér í gegnum tíðina. Þar eru allskyns úrræði, námskeið og meðferðir sem eiga alveg tvímælalaust heima inni í fangelsunum. Það myndi líka breyta miklu ef að þessi prógrömm mynda vera skylda fyrir fangana, þeir eiga ekki að hafa val um að taka þátt í þessu starfi, það á að skylda þá í að gera það. Þegar þú ferð í meðferð, eins og á Vogi þá færðu afhent prógramm, dagskrá fyrir hvern dag og þarft að mæta á hina og þessa fundi og hópastarf. Af hverju er þetta ekki eins inni í fangelsunum? Á Vogi er skylda að mæta í þessi prógrömm því annars færðu ekki að komast áfram í áframhaldandi meðferð. Og eins þegar kemur að eftirfylgni eftir afplánun. Af því að þú þarft aðhald og eftirlit eftir að þú losnar úr fangelsi og kemur aftur út í samfélagið. Í tilfelli barnsföðurs míns var það ekki þannig. Það er að vísu úrræði á vegum Rauða Krossins, Aðstoð eftir afplánun, þar sem sjálfboðaliðar aðstoða einstaklinga sem hafa lokið afplánun varðandi hina og þessa hluti. Barnsfaðir minn vann með einum slíkum sjálfboðaliða, konu, og endaði á því að sofa hjá henni. Og ég hef heyrt um fleiri konur sem hafa verið látnir fara úr þessu verkefni af sömu ástæðum,“ segir Guðrún jafnframt. Oddur Freyr Þorsteinsson, kynningar og fjölmiðlafulltrúi Rauða Krossins á Íslandi vísar ummælum Guðrúnar Óskar hins vegar alfarið á bug. Í skriflegri yfirlýsingu til Vísis segir Oddur að enginn sjálfboðaliði í verkefninu Aðstoð eftir afplánun hafi orðið uppvíst að þeirri háttsemi að sofa hjá skjólstæðingi sínum. „Rauði krossinn á Íslandi leggur mikla áherslu á fagmennsku bæði starfsfólks og sjálfboðaliða sinna og allir sjálfboðaliðar fá viðeigandi þjálfun áður en þeir hefja störf, meðal annars um siðareglurnar. Auk þess hefur félagið öfluga ferla til að tryggja að bæði starfsfólk og sjálfboðaliðar fylgi siðareglum í öllu sínu starfi, sem meðal annars banna kynferðisleg sambönd milli sjálfboðaliða og skjólstæðinga. Komi upp grunur um slíkt er það umsvifalaust rannsakað í kjölinn og reynist grunurinn á rökum reistur er viðkomandi starfsmanni eða sjálfboðaliða vikið úr starfi.“ Guðrún segir þörf á úrbótum þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu innan fangelsisveggjanna. „Á þeim tíma þegar barnsfaðir minn sat inni var enginn geðlæknir til staðar. Þeir fengu kanski sálfræðiviðtöl á tveggja mánaða fresti, annars ekkert. Það er ömurlegt að vita af öllum sjálfsvígum sem hafa átt sér stað í fangelsunum undanfarin ár. Það er sárt að hugsa um þetta vegna þess að flestallir fangar eru með stór áföll á bakinu sem þeir hafa aldrei unnið úr vegna þess að þeir hafa ekki fengið tækifæri til þess. Margir koma frá brotnum heimilum sem hafa ekki sinnt þeim nægilega vel og barnavernd augljóslega hefur þá sömuleiðis brugðist þeim, augljóslega. Barnsfaðir minn er dæmi um þetta. Hann fékk ömurleg spil á hendi strax í byrjun; hann ólst upp við hræðilegar heimilisaðstæður, neyslu og heimilisofbeldi. Hann hefði ekki endað á þessum stað ef barnavernd hefði gripið inn í málin strax þegar hann var ungur og hann hefði fengið þau verkfæri sem hann þurfti á að halda til að fóta sig í lífinu.“ Guðrún brennur fyrir málefnum fanga og vill beita sér fyrir réttindum þeirra, og aðstandenda.Vísir/Vilhelm Ætlar að hafa hátt Guðrún útskrifaðist með stúdentspróf frá Keili seinasta sumar og hefur sett stefnuna á félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri eftir áramót. Hún ætlar að fara í nám í afbrotafræði og taka masterinn. Áhuginn á faginu er sprottin beint upp úr hennar eigin reynslu. Guðrún bendir á að umræðan um fangelsismál sé nátengd umræðunni sem hefur verið í gangi undanfarna daga, í tengslum við atburðina á Stuðlum. Hún birti aðra röð myndskeiða á TikTok nýverið þar sem hún tjáði sig um þau mál. @gudrunosk48 ‼️‼️TRIGGERWARNING‼️‼️ Krefjumst breytinga, þetta er nógu slæmt nu þegar, en það er ekki of seint að gera breytingar! #stuðlar #burtmeðásmund #burtmeðdómsmálaráðherra #útmeðþessaríkistjórn #alþingiskosningar2024 #fyrirþigsíða #íslensktiktok #fyrirþig #ÁSMUNDIERSKÍTSAMAUMBÖRNIN #fyrirsiðunaþina ♬ original sound - Guðrún Ósk Í kjölfarið fékk hún sendar margar reynslusögur frá ungmennum sem hafa dvalið á Stuðlum. „Það er ekki ásættanlegt að nota Stuðla sem einhverskonar unglingageymslu. Það þarf að innleiða endurhæfingaprógrömm inn á báða staði, taka til í starfsmannamálum, bæta geð - og heilbrigðisstarfsmönnum þarna inn. Eiga Stuðlar eigi að vera unglingafangelsi, meðferð eða gæsluvarðhaldsúrlausn? Að mínu mati ættu Stuðlar að vera meðferðastöð í samstarfi við SÁÁ. Unglingar sem hafa brotið af sér, sem hafa náð sakhæfisaldri en eru ekki orðnir 18 ára, þeir eiga heima annars staðar. En á þeim stað þarf að vera sama endurhæfingaprógram, allt miðað við aldur, greiningar og stöðu manneskjunnar. Það þarf að aðskilja þetta tvennt.“ Hún gekk nýverið til liðs við Unga Sósíalista og vill beita sér fyrir málefnum fanga og aðstandenda; hóps sem er jaðarsettur og verður ósjaldan fyrir barðinu á fordómum og óvæginni umræðu. „Ég brenn fyrir þessu málefni. Og ég ætla að halda áfram að hafa hátt og tala um hlutina. Af því að ég veit að það er hægt að koma á breytingum, ég veit að það eru lausnir og möguleikar.“
Fangelsismál TikTok Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira