Samþykktu listann í Kraganum: Jón skipar fimmta sætið Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 21:29 Jón Gunnarsson sóttist eftir 2. sæti en fékk það ekki. Hann var skipaður í fimmta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í staðinn. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón sóttist upprunalega eftir 2. sæti, því sama og hann skipaði í síðustu kosningum, en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður flokksins hafði betur í kosningu. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fundaði í kvöld og afgreiddi heildarlista fyrir komandi alþingiskosningar. Til viðbótar við þau fjögur sæti sem raðað var í síðastliðinn sunnudag var skipað í 5. - 28. sæti. Jón Gunnarsson alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti listans. Árni Helgason lögmaður skipar 6. sæti listans, Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi skipar 7. sætið og Viktor Pétur Finnsson formaður SUS og háskólanemi skipar 8. sætið. Óli Björn Kárason alþingismaður og fyrrverandi formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins skipar heiðurssæti listans. Jón sáttur og bjartsýnn Jón segist stefna á áframhaldandi þingsetu. Þetta gæti orðið baráttusæti en hann sé til í það. Hann segist hafa ákveðið að þiggja að skipa 5. sætið á listanum eftir nokkurra daga umhugsun og eftir að hafa fengið hvatningu víða að. „Ég er mjög sáttur og bjartsýnn fyrir hönd flokksins í komandi kosningum,” segir Jón og það verði barist fyrir því að ná allavega fimm sætum inn. „Við teljum okkur eiga fullt erindi. Reynsla mín og þekking nýtist vel á þessum góða lista.“ Jón sóttist eftir 2. sæti á listanum en þegar það gekk ekki sóttist hann ekki eftir 3. eða 4. sæti eins og hann hefði getað gert á fundi síðustu helgi. Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir voru skipaðar í þau sæti á fundinum. „Svo bara eftir nokkra daga og alla þá hvatningu sem ég hef fengið var ákveðið að stilla þessu upp svona og ég er mjög sáttur við það.“ Hann segist spenntur að halda áfram. „Ég væri ekki í þessu nema ég væri með ástríðu fyrir þessu og væri með trú á verkefnunum.“ Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í heild: Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Garðabæ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, Kópavogi Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður, Mosfellsbæ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, Hafnarfirði Jón Gunnarsson, alþingismaður, Kópavogi Árni Helgason, lögmaður, Seltjarnarnesi Ragnhildur Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Seltjarnarnesi Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS, háskólanemi, Hafnarfirði Sunna Sigurðardóttir, deildarstjóri, Garðabæ Jana Katrín Knútsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Mosfellsbæ Ragnhildur Sophusdóttir, forstöðumaður, Kópavogi Halla Sigrún Mathiesen, verkefnastjóri, Hafnarfirði Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur, Garðabæ Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri, Hafnarfirði Birgir Leifur Hafþórsson, fyrrv. atvinnukylfingur, Garðabæ Sigríður Marta Harðardóttir, eigandi Elley, Seltjarnarnesi Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri, Mosfellsbæ Þorvarður Hrafn Ásgeirsson, sagnfræðingur, Kópavogi Diana Björk Olsen, deildarstjóri, Hafnarfirði Vigdís Gunnarsdóttir, lögfræðingur/MBA, Garðabæ Bjarni Thedór Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, Garðabæ Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari, Hafnarfirði Birta Guðrún Helgadóttir, nemi, Kópavogi Bogi Jónsson, bæklunarskurðlæknir, Garðabæ Hólmar Már Gunnlaugsson, sjómaður, Grindavík Ingimar Sigurðsson, vátryggingaráðgjafi, Seltjarnarnesi Elísabet S. Ólafsdóttir, sáttamiðlari, Mosfellsbæ Óli Björn Kárason, alþingismaður, Seltjarnarnesi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Lygavaðall um Þórdísi og enginn sakni vinstrisins Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar nú á bloggsíðu sína sem aldrei fyrr og er afdráttarlaus í skoðunum. Björn rekur elstu bloggsíðu landsins. bjorn.is og virðist í ham. 21. október 2024 11:32 Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19 Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20. október 2024 18:35 „Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fundaði í kvöld og afgreiddi heildarlista fyrir komandi alþingiskosningar. Til viðbótar við þau fjögur sæti sem raðað var í síðastliðinn sunnudag var skipað í 5. - 28. sæti. Jón Gunnarsson alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra skipar 5. sæti listans. Árni Helgason lögmaður skipar 6. sæti listans, Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi skipar 7. sætið og Viktor Pétur Finnsson formaður SUS og háskólanemi skipar 8. sætið. Óli Björn Kárason alþingismaður og fyrrverandi formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins skipar heiðurssæti listans. Jón sáttur og bjartsýnn Jón segist stefna á áframhaldandi þingsetu. Þetta gæti orðið baráttusæti en hann sé til í það. Hann segist hafa ákveðið að þiggja að skipa 5. sætið á listanum eftir nokkurra daga umhugsun og eftir að hafa fengið hvatningu víða að. „Ég er mjög sáttur og bjartsýnn fyrir hönd flokksins í komandi kosningum,” segir Jón og það verði barist fyrir því að ná allavega fimm sætum inn. „Við teljum okkur eiga fullt erindi. Reynsla mín og þekking nýtist vel á þessum góða lista.“ Jón sóttist eftir 2. sæti á listanum en þegar það gekk ekki sóttist hann ekki eftir 3. eða 4. sæti eins og hann hefði getað gert á fundi síðustu helgi. Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir voru skipaðar í þau sæti á fundinum. „Svo bara eftir nokkra daga og alla þá hvatningu sem ég hef fengið var ákveðið að stilla þessu upp svona og ég er mjög sáttur við það.“ Hann segist spenntur að halda áfram. „Ég væri ekki í þessu nema ég væri með ástríðu fyrir þessu og væri með trú á verkefnunum.“ Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í heild: Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Garðabæ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, Kópavogi Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður, Mosfellsbæ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, Hafnarfirði Jón Gunnarsson, alþingismaður, Kópavogi Árni Helgason, lögmaður, Seltjarnarnesi Ragnhildur Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Seltjarnarnesi Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS, háskólanemi, Hafnarfirði Sunna Sigurðardóttir, deildarstjóri, Garðabæ Jana Katrín Knútsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Mosfellsbæ Ragnhildur Sophusdóttir, forstöðumaður, Kópavogi Halla Sigrún Mathiesen, verkefnastjóri, Hafnarfirði Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur, Garðabæ Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri, Hafnarfirði Birgir Leifur Hafþórsson, fyrrv. atvinnukylfingur, Garðabæ Sigríður Marta Harðardóttir, eigandi Elley, Seltjarnarnesi Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri, Mosfellsbæ Þorvarður Hrafn Ásgeirsson, sagnfræðingur, Kópavogi Diana Björk Olsen, deildarstjóri, Hafnarfirði Vigdís Gunnarsdóttir, lögfræðingur/MBA, Garðabæ Bjarni Thedór Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, Garðabæ Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari, Hafnarfirði Birta Guðrún Helgadóttir, nemi, Kópavogi Bogi Jónsson, bæklunarskurðlæknir, Garðabæ Hólmar Már Gunnlaugsson, sjómaður, Grindavík Ingimar Sigurðsson, vátryggingaráðgjafi, Seltjarnarnesi Elísabet S. Ólafsdóttir, sáttamiðlari, Mosfellsbæ Óli Björn Kárason, alþingismaður, Seltjarnarnesi
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Lygavaðall um Þórdísi og enginn sakni vinstrisins Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar nú á bloggsíðu sína sem aldrei fyrr og er afdráttarlaus í skoðunum. Björn rekur elstu bloggsíðu landsins. bjorn.is og virðist í ham. 21. október 2024 11:32 Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19 Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20. október 2024 18:35 „Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Lygavaðall um Þórdísi og enginn sakni vinstrisins Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar nú á bloggsíðu sína sem aldrei fyrr og er afdráttarlaus í skoðunum. Björn rekur elstu bloggsíðu landsins. bjorn.is og virðist í ham. 21. október 2024 11:32
Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. 21. október 2024 09:19
Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 20. október 2024 18:35
„Ég lagði allt undir“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi. 20. október 2024 18:12