Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2024 20:01 Birta Sif, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir gjaldtökuna skiljanlega en hefði viljað fara aðra leið. bjarni einarsson Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. Þing kom saman á ný í morgun í fyrsta sinn eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar tók til starfa. Bandormurinn svokallaði var til umræðu og gerði fjármálaráðherra grein fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til. Litlar umræður fóru fram í þingsal enda er stefnt á að keyra fjárlög í gegn fyrir kosningar. Ráðherra leggur meðal annars til að gjald verði lagt á nikótínvörur og rafrettur en vörurnar hafa hingað til verið unganþegnar þeirri gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Í greinargerð með frumvarpinu segir að notkun barna og unglinga á nikótínpúðum hafi aukist og því nauðsynlegt að grípa til úrræða. Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir fyrirhugaða gjaldtöku skiljanlega en er ósátt við nálgunina. Ráðherra leggur nefnilega til að tuttugu króna gjald verði lagt á hvert gramm af heildarþyngd nikótínvöru og virðist gjaldið óháð styrkleika vörunnar. Dósin sem sést í sjónvarpsfréttinni hækkar um 300 krónur nái breytingin fram að ganga. Það gerir líka sambærileg dós sem sést í myndskeiðinu enda jafn þung en með mun sterkara nikótínmagn. „Við viljum að það sé frekar horft til nágrannalanda okkar, Danmerkur, Bretlands og Svíþjóðar þar sem miðað er við gjaldtöku eftir nikótínmagni,“ segir Birta Sif Arnardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda. Líklegra til að styðja við lýðheilsumarkmið Þannig væri heppilegra að hafa þrepaskyld gjald eftir styrkleika enda styðji það við lýðheilsusjónarmið að lægra gjald sé sett á þær vörur sem innihalda vægara nikótínmagn. „Við teljum að það sé réttari nálgun en að fara eftir þyngd. Við erum með hér á landi nánast nikótínlausar vörur og upp í það sterkasta og því finnst okkur röng nálgun að það eigi að leggja eitt gjald á allar vörurnar.“ Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Nikótínpúðar Rafrettur Tengdar fréttir Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16. október 2024 12:36 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Þing kom saman á ný í morgun í fyrsta sinn eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar tók til starfa. Bandormurinn svokallaði var til umræðu og gerði fjármálaráðherra grein fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til. Litlar umræður fóru fram í þingsal enda er stefnt á að keyra fjárlög í gegn fyrir kosningar. Ráðherra leggur meðal annars til að gjald verði lagt á nikótínvörur og rafrettur en vörurnar hafa hingað til verið unganþegnar þeirri gjaldtöku sem lögð er á áfengi og tóbak. Í greinargerð með frumvarpinu segir að notkun barna og unglinga á nikótínpúðum hafi aukist og því nauðsynlegt að grípa til úrræða. Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir fyrirhugaða gjaldtöku skiljanlega en er ósátt við nálgunina. Ráðherra leggur nefnilega til að tuttugu króna gjald verði lagt á hvert gramm af heildarþyngd nikótínvöru og virðist gjaldið óháð styrkleika vörunnar. Dósin sem sést í sjónvarpsfréttinni hækkar um 300 krónur nái breytingin fram að ganga. Það gerir líka sambærileg dós sem sést í myndskeiðinu enda jafn þung en með mun sterkara nikótínmagn. „Við viljum að það sé frekar horft til nágrannalanda okkar, Danmerkur, Bretlands og Svíþjóðar þar sem miðað er við gjaldtöku eftir nikótínmagni,“ segir Birta Sif Arnardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda. Líklegra til að styðja við lýðheilsumarkmið Þannig væri heppilegra að hafa þrepaskyld gjald eftir styrkleika enda styðji það við lýðheilsusjónarmið að lægra gjald sé sett á þær vörur sem innihalda vægara nikótínmagn. „Við teljum að það sé réttari nálgun en að fara eftir þyngd. Við erum með hér á landi nánast nikótínlausar vörur og upp í það sterkasta og því finnst okkur röng nálgun að það eigi að leggja eitt gjald á allar vörurnar.“
Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Nikótínpúðar Rafrettur Tengdar fréttir Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08 Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16. október 2024 12:36 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. 24. október 2024 11:08
Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 16. október 2024 12:36