Víkingar fá sextíu milljónir fyrir sigurinn Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 16:38 Víkingar fara tugum milljóna ríkari og með fullt sjálfstraust í úrslitaleikinn við Blika á sunnudaginn. vísir/Anton Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Víkingar lentu undir í fyrri hálfleik en Ari Sigurpálsson var fljótur að jafna metin og í seinni hálfleik skoruðu þeir Danijel Djuric og Gunnar Vatnhamar, og tryggðu fyrsta íslenska sigurinn í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik komst fyrst liða í aðalkeppnina í fyrra og gafst þá kostur á að bæta við sig verðlaunafé en náði hvorki að landa jafntefli né sigri. Í Sambandsdeildinni í ár, sem nú er öll ein deild en ekki riðlakeppni eins og áður, fást 400.000 evrur fyrir hvern sigur og 133.000 evrur fyrir jafntefli. Það jafngildir um 60 milljónum króna fyrir sigur og um 20 milljónum króna fyrir jafntefli. Víkingar höfðu áður tryggt sér samtals tæplega 4 milljónir evra, eða um 600 milljónir króna, í verðlaunafé með árangri sínum í Evrópu í ár. Gætu haldið áfram eftir áramót Leikurinn í dag var fyrsti heimaleikur Víkings í keppninni, eftir 4-0 tap gegn Omonia Nicosia á Kýpur í byrjun þessa mánaðar. Víkingar eiga enn eftir fjóra leiki til viðbótar, tvo á heimavelli og tvo á útivelli, og geta því enn bætt við sig tugum milljóna króna fram að jólum þegar deildakeppninni lýkur. Sigurinn í dag kemur Víkingum jafnframt í góða stöðu í baráttunni um að komast áfram í Sambandsdeildinni, í útslátarkeppnina eftir áramót. Öll 36 liðin eru saman í einni deild og komast átta efstu liðin beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Næsta verkefni Víkings er hins vegar úrslitaleikurinn við Breiðablik á sunnudaginn, um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Víkingar lentu undir í fyrri hálfleik en Ari Sigurpálsson var fljótur að jafna metin og í seinni hálfleik skoruðu þeir Danijel Djuric og Gunnar Vatnhamar, og tryggðu fyrsta íslenska sigurinn í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik komst fyrst liða í aðalkeppnina í fyrra og gafst þá kostur á að bæta við sig verðlaunafé en náði hvorki að landa jafntefli né sigri. Í Sambandsdeildinni í ár, sem nú er öll ein deild en ekki riðlakeppni eins og áður, fást 400.000 evrur fyrir hvern sigur og 133.000 evrur fyrir jafntefli. Það jafngildir um 60 milljónum króna fyrir sigur og um 20 milljónum króna fyrir jafntefli. Víkingar höfðu áður tryggt sér samtals tæplega 4 milljónir evra, eða um 600 milljónir króna, í verðlaunafé með árangri sínum í Evrópu í ár. Gætu haldið áfram eftir áramót Leikurinn í dag var fyrsti heimaleikur Víkings í keppninni, eftir 4-0 tap gegn Omonia Nicosia á Kýpur í byrjun þessa mánaðar. Víkingar eiga enn eftir fjóra leiki til viðbótar, tvo á heimavelli og tvo á útivelli, og geta því enn bætt við sig tugum milljóna króna fram að jólum þegar deildakeppninni lýkur. Sigurinn í dag kemur Víkingum jafnframt í góða stöðu í baráttunni um að komast áfram í Sambandsdeildinni, í útslátarkeppnina eftir áramót. Öll 36 liðin eru saman í einni deild og komast átta efstu liðin beint í 16-liða úrslit, en liðin í 9.-24. komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Næsta verkefni Víkings er hins vegar úrslitaleikurinn við Breiðablik á sunnudaginn, um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira