Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Árni Sæberg skrifar 24. október 2024 10:48 Eldur Smári og Ugla Stefanía eru ekki sammála um margt. Vísir Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. Lýðræðisflokkurinn kynnti í morgun þau sem munu skipa efstu sætin á listum flokksins í komandi þingkosningum. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Gagnrýninn á Samtökin '78 Sá síðastnefndi á listanum, Eldur Smári, sem einnig hefur gengið undir nafninu Eldur Deville, hefur vakið talsverða athygli undanfarin ár fyrir innlegg hans í umræðuna um málefni hinsegin fólks. Hann leiðir Samtökin 22, sem hafa það yfirlýsta markmið að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra. Hann hefur gagnrýnt Samtökin '78 harðlega fyrir fræðslustarfsemi samtakanna og skipulagt mótmæli á Austurvelli, þar sem nokkrir komu saman og mótmæltu til að mynda kynleiðréttingum barna. Uppfært: Upphaflega stóð að yfirlýst markmið Samtakanna 22 væri að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra en ekki trans fólks. Það segir Eldur ekki rétt, í tölvubréfi til blaðamanns. „Hinsvegar er alveg rétt að við höfum gagnrýnt fræðslustarfsemi Samtakanna ´78 og vissulega mótmælum við hástöfum þegar börn verða fórnarlömb tilraunastarfsemi og ógagnreyndra meðferða í heilbrigðiskerfinu. Það er borgaraleg skylda sérhvers manns.“ Trans kona í sama kjördæmi Þetta vekur helst athygli nú þar sem annar oddviti í Norðvesturkjördæmi er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, trans kona og einn öflugasti málsvari trans fólks á Íslandi og reyndar þótt víðar væri leitað. Lýðræðisflokkurinn Píratar Hinsegin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Málefni trans fólks Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn kynnti í morgun þau sem munu skipa efstu sætin á listum flokksins í komandi þingkosningum. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Gagnrýninn á Samtökin '78 Sá síðastnefndi á listanum, Eldur Smári, sem einnig hefur gengið undir nafninu Eldur Deville, hefur vakið talsverða athygli undanfarin ár fyrir innlegg hans í umræðuna um málefni hinsegin fólks. Hann leiðir Samtökin 22, sem hafa það yfirlýsta markmið að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra. Hann hefur gagnrýnt Samtökin '78 harðlega fyrir fræðslustarfsemi samtakanna og skipulagt mótmæli á Austurvelli, þar sem nokkrir komu saman og mótmæltu til að mynda kynleiðréttingum barna. Uppfært: Upphaflega stóð að yfirlýst markmið Samtakanna 22 væri að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra en ekki trans fólks. Það segir Eldur ekki rétt, í tölvubréfi til blaðamanns. „Hinsvegar er alveg rétt að við höfum gagnrýnt fræðslustarfsemi Samtakanna ´78 og vissulega mótmælum við hástöfum þegar börn verða fórnarlömb tilraunastarfsemi og ógagnreyndra meðferða í heilbrigðiskerfinu. Það er borgaraleg skylda sérhvers manns.“ Trans kona í sama kjördæmi Þetta vekur helst athygli nú þar sem annar oddviti í Norðvesturkjördæmi er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, trans kona og einn öflugasti málsvari trans fólks á Íslandi og reyndar þótt víðar væri leitað.
Lýðræðisflokkurinn Píratar Hinsegin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Málefni trans fólks Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira