Þau skipa efstu sætin á listum Lýðræðisflokksins Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2024 09:01 Arnar Þór Jónsson leiðir lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hrafnhildur Sigurðardóttir eiginkona hans og jógakennari skipar annað sætið. Vísir/Einar Lýðræðisflokkurinn hefur kynnt þau sem munu skipa efstu sætin á listum flokksins í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Í tilkynningu frá flokknum segir að þessir frambjóðendur hafi það að leiðarljósi að vernda hagsmuni almennings gagnvart valdakerfinu, með megináherslu á að endurvekja sjálfsákvörðunarrétt, dreifingu valds og íslenskt fullveldi. „Lýðræðisflokkurinn var stofnaður með það markmið að auka einstaklingsfrelsi og draga úr miðstýringu ríkisvaldsins. Flokkurinn leggur áherslu á að tryggja borgurum rétt til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líf, sér í lagi á sviðum efnahags, atvinnumála og menningar. Með stefnu um hófsemi í ríkisútgjöldum og skattalækkanir stefnir flokkurinn að því að efla atvinnufrelsi og skapa ný tækifæri í íslensku efnahagslífi,“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur að eiginkona Arnars Þórs, Hrafnhildur Sigurðardóttir, skipar annað sæti í Suðvesturkjördæmi. Efstu þrír frambjóðendur í hverju kjördæmi eru eftirfarandi: Suðvesturkjördæmi: 1. Arnar Þór Jónsson, lögmaður 2. Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari 3. Magnús Gehringer, framkvæmdastjóri Reykjavíkurkjördæmi norður: 1. Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi 2. Hildur Þórðardóttir, rithöfundur 3. Þórarinn Guðbjörnsson, áhættustjóri Reykjavíkurkjördæmi suður: 1. Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður 2. Ívar Orri Ómarsson, verslunareigandi 3. Elinóra Inga Sigurðardóttir, frumkvöðull og hjúkrunarfræðingur Suðurkjördæmi: 1. Elvar Eyvindsson, bóndi 2. Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri 3. Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, söngkona Norðausturkjördæmi: 1. Gunnar Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri 2. Helga Dögg Sverrisdóttir, kennari og sjúkraliði 3. Bergvin Bessason, blikksmiður Norðvesturkjördæmi: 1. Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22 2. Ágústa Árnadóttir, snyrtifræðingur 3. Sigurður Bjarnason, kerfisfræðingur Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Í tilkynningu frá flokknum segir að þessir frambjóðendur hafi það að leiðarljósi að vernda hagsmuni almennings gagnvart valdakerfinu, með megináherslu á að endurvekja sjálfsákvörðunarrétt, dreifingu valds og íslenskt fullveldi. „Lýðræðisflokkurinn var stofnaður með það markmið að auka einstaklingsfrelsi og draga úr miðstýringu ríkisvaldsins. Flokkurinn leggur áherslu á að tryggja borgurum rétt til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líf, sér í lagi á sviðum efnahags, atvinnumála og menningar. Með stefnu um hófsemi í ríkisútgjöldum og skattalækkanir stefnir flokkurinn að því að efla atvinnufrelsi og skapa ný tækifæri í íslensku efnahagslífi,“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur að eiginkona Arnars Þórs, Hrafnhildur Sigurðardóttir, skipar annað sæti í Suðvesturkjördæmi. Efstu þrír frambjóðendur í hverju kjördæmi eru eftirfarandi: Suðvesturkjördæmi: 1. Arnar Þór Jónsson, lögmaður 2. Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari 3. Magnús Gehringer, framkvæmdastjóri Reykjavíkurkjördæmi norður: 1. Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi 2. Hildur Þórðardóttir, rithöfundur 3. Þórarinn Guðbjörnsson, áhættustjóri Reykjavíkurkjördæmi suður: 1. Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður 2. Ívar Orri Ómarsson, verslunareigandi 3. Elinóra Inga Sigurðardóttir, frumkvöðull og hjúkrunarfræðingur Suðurkjördæmi: 1. Elvar Eyvindsson, bóndi 2. Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri 3. Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, söngkona Norðausturkjördæmi: 1. Gunnar Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri 2. Helga Dögg Sverrisdóttir, kennari og sjúkraliði 3. Bergvin Bessason, blikksmiður Norðvesturkjördæmi: 1. Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22 2. Ágústa Árnadóttir, snyrtifræðingur 3. Sigurður Bjarnason, kerfisfræðingur
Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira