Börkur Edvardsson hafði verið formaður knattspyrnudeildar um langt árabil eftir að hafa fyrst tekið sæti í stjórn deildarinnar fyrir 21 ári. Hann er nú hættur.
Í stað Barkar var Björn Steinar Jónsson kjörinn nýr formaður. Björn Steinar, sem er 39 ára gamall, kom nýr inn í stjórnina á haustfundi fyrir ári síðan og hefur gegnt stöðu varaformanns.
Björn Steinar hefur látið að sér kveða í atvinnulífinu og stofnaði ásamt fleirum saltframleiðslufyrirtækið Saltverk sem starfrækt hefur verið í meira en áratug. Þá er hann einnig meðeigandi veitingastaðarins Skál! á Njálsgötu.
Björn Steinar var á sínum tíma markvörður og lék fótbolta með Val upp alla yngri flokka.
- Ný stjórn knattspyrnudeildar Vals:
- Björn Steinar Jónsson, formaður
- Breki Logason
- Styrmir Þór Bragason
- Kristinn Ingi Lárusson
- Málfríður Erna Sigurðardóttir
- Ólafur Thors
- Erna Erlendsdóttir
- Varafólk:
- Hilmar Hilmarsson
- Baldur Bragason
- Baldur Þórólfsson
- Hugrún Sigurðardóttir
- Ingólfur Sigurðsson

Það skýrist á laugardaginn hvort að ný stjórn mun hafa úr einhverjum Evrópupeningum að moða en Valur þarf á stigi að halda gegn ÍA til að eiga ekki á hættu að missa Stjörnuna upp fyrir sig, í 3. sæti Bestu deildar karla.
Valur hafnaði í 2. sæti Bestu deildar kvenna nú í haust, eftir úrslitaleik við Breiðablik, en varð bikarmeistari. Valskonur spila því í undankeppni Evrópukeppni á næstu leiktíð og það gæti skilað verðlaunafé sem þó er mun lægra en í karlaboltanum.