„Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. október 2024 07:03 Arnþór Ingi sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Vilhelm Gunnarsson Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum. Arnþór er búsettur í Garðabæ með eiginkonu sinni, Sóleyju Þorsteinsdóttur, og tveimur börnum þeirra. Saman reka þau skartgripaverslunina My letra sem opnaði nýverið við Silfursmára í Kópavogi. Hann segist hafa í nógu að snúast í tónlistinni og dreymir um að gefa út kántríplötu. ArnþórVísir/Vilhelm Gunnarsson Arnþór Ingi sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Arnþór Ingi Kristinsson. Aldur? 34 ára. Starf? Verslunareigandi og tónlistarmaður. Fjölskylduhagir? Giftur hinum eigandanum af my letra og saman eigum við tvö börn. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Rólegur, jákvæður, athyglissjúkur Hvað er á döfinni? Það styttist í jólatímabilið, svo það er nóg framundan þar, bæði í búðinni og tónlistinni. Svo erum við Bjarki Sigmundsson, vinur minn og tónlistarmaður, líka á leið aftur í studio að taka upp fleiri lög til þess að gefa út, ásamt því að vera þétt bókaðir út árið. Tónlistarmennirnir Arnþór og Bjarki Sigmundsson hafa í nógu að snúast og gigga út um allan bæ. Þín mesta gæfa í lífinu? Börnin mín tvö eru mín mesta gæfa í lífinu. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig fyrir mér sem tónlistarmann sem er búinn að gefa út kántrý plötu sem vann Grammy verðlaun. Svo verð ég að flakka um allan heim að sinna útibúum my letra sem verður búið að opna í öllum heimsálfum. Nei djók, verð samt vonandi búinn að gefa út kántrý plötu. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Að fara á Oasis tónleika er alveg eitthvað sem mig langar að upplifa. Svo á ég ennþá eftir að fara í brúðkaupsferð og upplifi það vonandi á næstunni. Ertu með einhvern bucket-lista? Er það þá ekki bara: 1. Gefa út kántrý plötu 2. Fara á Oasis tónleika 3. fara í brúðkaupsferð. Þetta er líklegast í öfugri röð hjá mér. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Ekki sjá eftir því í framtíðinni að hafa ekki reynt“. Þannig ég hef lifað eftir því að ég ætla frekar að sjá eftir því að hafa reynt að ná markmiðum mínum í stað þess að sjá eftir því að hafa aldrei látið reyna á það. Hvað hefur mótað þig mest? Að breyta um aðstæður og umhverfi hefur mótað mig mikið. Þá kynnist maður mikið af fólki, þarf að læra að bjarga sér og standa á eigin fótum, og þá býr maður til sín eigin tækifæri. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Það er ekkert betra en að fara í sund. Taka þá smá gufu, kalda og heita til skiptis, henda sér svo á kaf í kalda og rölta um laugina eftir á. Uppskrift að drauma sunnudegi? Fá að sofa út, taka svo golfhring í góðu veðri, eftir það að fara með fjölskyldunni í sund, svo að borða góðan mat um kvöldið, skella sér svo í sófann og kveikja á NFL. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Bílskúrinn, elska að vera í skúrnum að brasa eitthvað. Helst með eitthvað verkfæri við hönd og vera að laga eitthvað. Einhvern veginn þá gengur mér líka best að semja tónlist í skúrnum. Fallegasti staður á landinu? Það er eitthvað við Ólafsfjörð sem nær mér algjörlega. En í heiminum? Af þeim stöðum sem ég hef komið á, þá er margt fallegt í Colorado og þá sérstaklega fjöllin og svæðin þar í kring. Verð líka að segja Miklagljúfur og Antelope Canyon í Arizona. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Á það til að ýta á snooze, en fer svo fram úr að græja morgunmat fyrir krakkana og nesti fyrir daginn. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Smá símarúntur og svo sett á sleep mode og slekk ljósin. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Þetta kemur svolítið í bylgjum. Hugsaði mjög vel um heilsuna meðan ég var að spila fótbolta. Þá pældi maður mikið í næringu, svefni og hreyfingu. Núna reynir maður að hreyfa sig reglulega og borða hollt. Það tekst eiginlega bara stundum, en mjög gaman þegar það gengur vel. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl. Fannst svo spennandi hvernig ruslakallarnir hoppuðu af og á bílinn. En svo seinna meir dreymdi manni um að vera fótbolta- eða tónlistarmaður. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Það var fyrir fjórum vikum. Þá var ég að horfa á myndband sem var fullt af góðum og skemmtilegum minningum af tengdaömmu minni sem mér þótti ótrúlega vænt um. Ertu A eða B týpa? Ég er klárlega B- týpa sem neyðist stundum til að vera A- týpa því börnin mín eiga það til að vakna svolítið snemma. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég veit ekki hvort það sé leyndur hæfileiki, en konan mín er alltaf að tönnslast á því hvað ég sé sjúklega góður að setja í uppþvottavél. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Væri til í að geta verið ósýnilegur. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Miðvikudag 9:30?“ Ég og Dagur, einn virtasti blómasali landsins, að skipuleggja það að fara í badminton. Draumabíllinn þinn? Ég viðurkenni það að mig dreymir um að eiga pallbíl. Væri til í Ranger Raptor eða þá nýja Ford Lightning rafmagns pallbílinn. Leður- eða strigaskór? Strigaskór. Fyrsti kossinn? Það hefur sennilega verið árið 2002 eða 2003 í stigaganginum heima á Akranesi. Óttastu eitthvað? Já ég er alveg sjúklega lofthræddur. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég er svona tiltölulega nýbúinn að hámhorfa 5. seríur af Yellowstone og það er ekkert eðlilega gott sjónvarp. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Djammið með Gleðisveit Ingólfs er lag sem kemur mér alltaf í gír. Hin hliðin Tónlist Garðabær Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Arnþór er búsettur í Garðabæ með eiginkonu sinni, Sóleyju Þorsteinsdóttur, og tveimur börnum þeirra. Saman reka þau skartgripaverslunina My letra sem opnaði nýverið við Silfursmára í Kópavogi. Hann segist hafa í nógu að snúast í tónlistinni og dreymir um að gefa út kántríplötu. ArnþórVísir/Vilhelm Gunnarsson Arnþór Ingi sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Arnþór Ingi Kristinsson. Aldur? 34 ára. Starf? Verslunareigandi og tónlistarmaður. Fjölskylduhagir? Giftur hinum eigandanum af my letra og saman eigum við tvö börn. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Rólegur, jákvæður, athyglissjúkur Hvað er á döfinni? Það styttist í jólatímabilið, svo það er nóg framundan þar, bæði í búðinni og tónlistinni. Svo erum við Bjarki Sigmundsson, vinur minn og tónlistarmaður, líka á leið aftur í studio að taka upp fleiri lög til þess að gefa út, ásamt því að vera þétt bókaðir út árið. Tónlistarmennirnir Arnþór og Bjarki Sigmundsson hafa í nógu að snúast og gigga út um allan bæ. Þín mesta gæfa í lífinu? Börnin mín tvö eru mín mesta gæfa í lífinu. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig fyrir mér sem tónlistarmann sem er búinn að gefa út kántrý plötu sem vann Grammy verðlaun. Svo verð ég að flakka um allan heim að sinna útibúum my letra sem verður búið að opna í öllum heimsálfum. Nei djók, verð samt vonandi búinn að gefa út kántrý plötu. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Að fara á Oasis tónleika er alveg eitthvað sem mig langar að upplifa. Svo á ég ennþá eftir að fara í brúðkaupsferð og upplifi það vonandi á næstunni. Ertu með einhvern bucket-lista? Er það þá ekki bara: 1. Gefa út kántrý plötu 2. Fara á Oasis tónleika 3. fara í brúðkaupsferð. Þetta er líklegast í öfugri röð hjá mér. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Ekki sjá eftir því í framtíðinni að hafa ekki reynt“. Þannig ég hef lifað eftir því að ég ætla frekar að sjá eftir því að hafa reynt að ná markmiðum mínum í stað þess að sjá eftir því að hafa aldrei látið reyna á það. Hvað hefur mótað þig mest? Að breyta um aðstæður og umhverfi hefur mótað mig mikið. Þá kynnist maður mikið af fólki, þarf að læra að bjarga sér og standa á eigin fótum, og þá býr maður til sín eigin tækifæri. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Það er ekkert betra en að fara í sund. Taka þá smá gufu, kalda og heita til skiptis, henda sér svo á kaf í kalda og rölta um laugina eftir á. Uppskrift að drauma sunnudegi? Fá að sofa út, taka svo golfhring í góðu veðri, eftir það að fara með fjölskyldunni í sund, svo að borða góðan mat um kvöldið, skella sér svo í sófann og kveikja á NFL. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Bílskúrinn, elska að vera í skúrnum að brasa eitthvað. Helst með eitthvað verkfæri við hönd og vera að laga eitthvað. Einhvern veginn þá gengur mér líka best að semja tónlist í skúrnum. Fallegasti staður á landinu? Það er eitthvað við Ólafsfjörð sem nær mér algjörlega. En í heiminum? Af þeim stöðum sem ég hef komið á, þá er margt fallegt í Colorado og þá sérstaklega fjöllin og svæðin þar í kring. Verð líka að segja Miklagljúfur og Antelope Canyon í Arizona. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Á það til að ýta á snooze, en fer svo fram úr að græja morgunmat fyrir krakkana og nesti fyrir daginn. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Smá símarúntur og svo sett á sleep mode og slekk ljósin. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Þetta kemur svolítið í bylgjum. Hugsaði mjög vel um heilsuna meðan ég var að spila fótbolta. Þá pældi maður mikið í næringu, svefni og hreyfingu. Núna reynir maður að hreyfa sig reglulega og borða hollt. Það tekst eiginlega bara stundum, en mjög gaman þegar það gengur vel. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl. Fannst svo spennandi hvernig ruslakallarnir hoppuðu af og á bílinn. En svo seinna meir dreymdi manni um að vera fótbolta- eða tónlistarmaður. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Það var fyrir fjórum vikum. Þá var ég að horfa á myndband sem var fullt af góðum og skemmtilegum minningum af tengdaömmu minni sem mér þótti ótrúlega vænt um. Ertu A eða B týpa? Ég er klárlega B- týpa sem neyðist stundum til að vera A- týpa því börnin mín eiga það til að vakna svolítið snemma. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég veit ekki hvort það sé leyndur hæfileiki, en konan mín er alltaf að tönnslast á því hvað ég sé sjúklega góður að setja í uppþvottavél. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Væri til í að geta verið ósýnilegur. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Miðvikudag 9:30?“ Ég og Dagur, einn virtasti blómasali landsins, að skipuleggja það að fara í badminton. Draumabíllinn þinn? Ég viðurkenni það að mig dreymir um að eiga pallbíl. Væri til í Ranger Raptor eða þá nýja Ford Lightning rafmagns pallbílinn. Leður- eða strigaskór? Strigaskór. Fyrsti kossinn? Það hefur sennilega verið árið 2002 eða 2003 í stigaganginum heima á Akranesi. Óttastu eitthvað? Já ég er alveg sjúklega lofthræddur. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég er svona tiltölulega nýbúinn að hámhorfa 5. seríur af Yellowstone og það er ekkert eðlilega gott sjónvarp. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Djammið með Gleðisveit Ingólfs er lag sem kemur mér alltaf í gír.
Hin hliðin Tónlist Garðabær Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira