Þorleifur bakgarðshlaupari sofnaði á hlaupum í miðri braut Aron Guðmundsson skrifar 23. október 2024 10:02 Þorleifur og Marlena á harða spretti í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdalnum sportmyndir.is/Guðmundur Freyr Jónsson Þorleifur Þorleifsson sigraði Íslandshluta HM landsliða í bakgarðshlaupum aðfaranótt síðastliðins þriðjudags á nýju Íslandsmeti. Alls hljóp Þorleifur rúma 415 kílómetra eða 62 hringi, lengst af vakandi en nokkra metra tók hann sofandi. Sextíu og þrjú landslið skráðu sig til leiks á þetta HM landsliða í bakgarðshlaupum og var Þorleifur einn af fimmtán fulltrúum Íslands á mótinu. Íslenska landsliðið hljóp í Elliðaárdalnum fyrir nýafstaðið bakgarðshlaup stóð Íslandsmetið í 57 hringjum og var sett af Mari Jarsk en þau Þorleifur, Andri Guðmundsson, Elísa Kristinsdóttir og Marlena Radzizewska slógu met Mari saman en svo fóru þau hvert af öðru að heltast úr lestinni. Eins og gefur augaleið fylgir því gríðarlega mikið álag að ná svona langt í bakgarðshlaupi þar sem að keppendur þurfa að klára rúmlega 6,7 kílómetra hring á innan við klukkustund á hverri klukkustund þar sem að ræst er út í hvern hring á heila tímanum. Þorleifur stefndi á að ná langt í nýafstöðnu hlaupi. Ná aftur titlinum Íslandsmethafi. Titil sem hann hafði fyrr á árinu áður en Mari sló þáverandi Íslandsmet hans í maí síðastliðnum. „Þú verður að hafa trú á verkefninu. Þetta er einhvers staðar á bilinu 80-120% andlegt verkefni. Ef maður er að fara miða við fyrstu hringina þá er maður alveg klár á því að maður er aldrei að fara ná Íslandsmetinu. Þá er maður orðinn þreyttur og hauslaus. Þetta er upp og niður ferðalag. Einn hringinn hefur maður enga trúi en svo kemur annar hringur og þá hefur með fulla trú. Þetta snýst bara um að halda áfram og á meðan að skrokkurinn er í lagi þá heldur maður áfram. Ég mætti inn í hlaupið núna mjög vel undirbúinn. Hafði trú á því að ég gæti sett nýtt Íslandsmet. Ég var bara ákveðinn í því að fara bara sem lengst og standa einn eftir.“ „Haltu í mig, ég ætla að reyna sofna smá“ Það gengur á ýmsu á meðan á hlaupinu stendur og þegar að langt var liðið á það var þreytan orðin svo mikil hjá Þorleifi að hann sofnaði á hlaupum. „Þetta gerðist í nótt númer tvö í hlaupinu. Þá erum við að hlaupa næturbrautina og erum á leiðinni til baka og ætli það séu ekki eitthvað um tveir kílómetrar eftir af þeim hring þegar að ég finn sterkt fyrir því að ég er orðinn rosalega þreyttur. Það hefur komið fyrir í þessum hlaupum að fólk sofnar á hlaupum og endar úti í skurði en þegar að maður er að hlaupa á góðu malbiki, eins og var raunin á þessum næturhringjum, þá geturðu lokað augunum. Svo fann ég bara að ég sofnaði í pínu stund. Á þeim tímapunkti sé ég Marlenu rétt á undan mér og ég hleyp til hennar. Set handlegginn utan um hana og segi við hana: „ég er alveg að sofna hérna, haltu í mig og ég ætla aðeins að reyna sofna smá.“ Marlena og Þorleifur náðu að vinna vel saman í nýafstöðnu bakgarðshlaupi og bættu bæði sitt persónulega met.sportmyndir.is/Guðmundur Freyr Jónsson Marlena sýndi Þorleifi fullan skilning og hjálpaði honum með það að geta lygnt aftur augunum á hlaupum og smá stund. „Ég veit ekki hvort að við hlupum svona saman í þrjár sekúndur eða þrjátíu sekúndur. En ég allavegna næ að festa svefn og svo vakna ég. Þá finn ég sterkt fyrir því að þurfa komast í mark til þess að geta lagt mig fyrir næsta hring. Á þeim tímapunkti fæ ég bara einhvern þvílíkan kraft og hleyp þessa síðustu tvo kílómetra á cirka 5:00 pace-i. Til samanburðar erum við eiginlega aldrei að hlaupa kílómeter á undir 6:00 í pace-i. Ég fer inn og beint upp á nuddbekk sem við höfðum í aðstöðunni. Lagðist þar á koddann og steinsofnaði í tíu mínútur.“ Brot úr viðtalinu við Þorleif sem sýnt var í Sportpakkanum í gærkvöldi má sjá hér fyrir neðan: Bakgarðshlaup Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Sextíu og þrjú landslið skráðu sig til leiks á þetta HM landsliða í bakgarðshlaupum og var Þorleifur einn af fimmtán fulltrúum Íslands á mótinu. Íslenska landsliðið hljóp í Elliðaárdalnum fyrir nýafstaðið bakgarðshlaup stóð Íslandsmetið í 57 hringjum og var sett af Mari Jarsk en þau Þorleifur, Andri Guðmundsson, Elísa Kristinsdóttir og Marlena Radzizewska slógu met Mari saman en svo fóru þau hvert af öðru að heltast úr lestinni. Eins og gefur augaleið fylgir því gríðarlega mikið álag að ná svona langt í bakgarðshlaupi þar sem að keppendur þurfa að klára rúmlega 6,7 kílómetra hring á innan við klukkustund á hverri klukkustund þar sem að ræst er út í hvern hring á heila tímanum. Þorleifur stefndi á að ná langt í nýafstöðnu hlaupi. Ná aftur titlinum Íslandsmethafi. Titil sem hann hafði fyrr á árinu áður en Mari sló þáverandi Íslandsmet hans í maí síðastliðnum. „Þú verður að hafa trú á verkefninu. Þetta er einhvers staðar á bilinu 80-120% andlegt verkefni. Ef maður er að fara miða við fyrstu hringina þá er maður alveg klár á því að maður er aldrei að fara ná Íslandsmetinu. Þá er maður orðinn þreyttur og hauslaus. Þetta er upp og niður ferðalag. Einn hringinn hefur maður enga trúi en svo kemur annar hringur og þá hefur með fulla trú. Þetta snýst bara um að halda áfram og á meðan að skrokkurinn er í lagi þá heldur maður áfram. Ég mætti inn í hlaupið núna mjög vel undirbúinn. Hafði trú á því að ég gæti sett nýtt Íslandsmet. Ég var bara ákveðinn í því að fara bara sem lengst og standa einn eftir.“ „Haltu í mig, ég ætla að reyna sofna smá“ Það gengur á ýmsu á meðan á hlaupinu stendur og þegar að langt var liðið á það var þreytan orðin svo mikil hjá Þorleifi að hann sofnaði á hlaupum. „Þetta gerðist í nótt númer tvö í hlaupinu. Þá erum við að hlaupa næturbrautina og erum á leiðinni til baka og ætli það séu ekki eitthvað um tveir kílómetrar eftir af þeim hring þegar að ég finn sterkt fyrir því að ég er orðinn rosalega þreyttur. Það hefur komið fyrir í þessum hlaupum að fólk sofnar á hlaupum og endar úti í skurði en þegar að maður er að hlaupa á góðu malbiki, eins og var raunin á þessum næturhringjum, þá geturðu lokað augunum. Svo fann ég bara að ég sofnaði í pínu stund. Á þeim tímapunkti sé ég Marlenu rétt á undan mér og ég hleyp til hennar. Set handlegginn utan um hana og segi við hana: „ég er alveg að sofna hérna, haltu í mig og ég ætla aðeins að reyna sofna smá.“ Marlena og Þorleifur náðu að vinna vel saman í nýafstöðnu bakgarðshlaupi og bættu bæði sitt persónulega met.sportmyndir.is/Guðmundur Freyr Jónsson Marlena sýndi Þorleifi fullan skilning og hjálpaði honum með það að geta lygnt aftur augunum á hlaupum og smá stund. „Ég veit ekki hvort að við hlupum svona saman í þrjár sekúndur eða þrjátíu sekúndur. En ég allavegna næ að festa svefn og svo vakna ég. Þá finn ég sterkt fyrir því að þurfa komast í mark til þess að geta lagt mig fyrir næsta hring. Á þeim tímapunkti fæ ég bara einhvern þvílíkan kraft og hleyp þessa síðustu tvo kílómetra á cirka 5:00 pace-i. Til samanburðar erum við eiginlega aldrei að hlaupa kílómeter á undir 6:00 í pace-i. Ég fer inn og beint upp á nuddbekk sem við höfðum í aðstöðunni. Lagðist þar á koddann og steinsofnaði í tíu mínútur.“ Brot úr viðtalinu við Þorleif sem sýnt var í Sportpakkanum í gærkvöldi má sjá hér fyrir neðan:
Bakgarðshlaup Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira