Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2024 07:10 Hiti verður á bilinu þrjú til átta stig í dag. Vísir/Vilhelm Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt og að vindur nái sér ekki á strik og verði á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu. Á vef Veðurstofunnar segir að það verði lengst af rigning eða súld á sunnanverðu landinu og hiti á bilinu þrjú til átta stig. Sums staðar verður snjókoma eða slydda norðantil framan af degi, en dálítil væta síðdegis og hlýnar þar einnig. „Snýst í norðan og norðvestan 10-18 á morgun, það bætir semsagt í vindinn og mestur verður hann væntanlega með norður- og austurströndinni. Á norðanverðu landinu má búast við snjókomu eða slyddu, sums staðar jafnvel talsverð ofankoma um tíma. Dálítil rigning eða slydda suðvestantil, en þurrt suðaustanlands. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, að 7 stigum á Suðausturlandi. Lægðin sem veldur veðrinu á morgun hefur síðan fjarlægst annað kvöld. Þá verður víða þurrt á landinu og frystir, auk þess útlit fyrir að það hafi lægt vestantil. Á föstudag er síðan sunnan hvassviðri eða stormur í kortunum með rigningu og hlýnandi veðri. Það má því segja að það sé nokkuð rysjótt tíð hjá okkur um þessar mundir, eins og ekki er óalgengt á þessum árstíma,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðvestan 8-15 m/s, hvassast við norður- og austurströndina. Snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu. Dálítil rigning eða slydda suðvestantil, en þurrt suðaustanlands. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, að 7 stigum á Suðausturlandi. Víða þurrt og vægt frost á landinu um kvöldið og hægur vindur um landið vestanvert. Á föstudag: Suðaustan 15-25 m/s og talsverð rigning, en úrkomuminna norðaustantil á landinu. Hlýnar, hiti 3 til 9 stig uppúr hádegi. Suðvestan 13-20 um kvöldið með skúrum sunnan- og vestanlands og kólnar heldur. Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Suðvestan 8-15 og skúrir eða slydduél, en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 1 til 5 stig. Norðlægari og kólnar seinnipartinn með éljum á norðanverðu landinu, en þurrt sunnantil. Á sunnudag: Ákveðin norðvestanátt með éljum á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan- og vestantil. Frost 0 til 5 stig. Lægir allvíða um kvöldið með þurru veðri og herðir á frosti. Á mánudag: Sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Á þriðjudag: Suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, en léttskýjað á austanverðu landinu. Veður Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að það verði lengst af rigning eða súld á sunnanverðu landinu og hiti á bilinu þrjú til átta stig. Sums staðar verður snjókoma eða slydda norðantil framan af degi, en dálítil væta síðdegis og hlýnar þar einnig. „Snýst í norðan og norðvestan 10-18 á morgun, það bætir semsagt í vindinn og mestur verður hann væntanlega með norður- og austurströndinni. Á norðanverðu landinu má búast við snjókomu eða slyddu, sums staðar jafnvel talsverð ofankoma um tíma. Dálítil rigning eða slydda suðvestantil, en þurrt suðaustanlands. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, að 7 stigum á Suðausturlandi. Lægðin sem veldur veðrinu á morgun hefur síðan fjarlægst annað kvöld. Þá verður víða þurrt á landinu og frystir, auk þess útlit fyrir að það hafi lægt vestantil. Á föstudag er síðan sunnan hvassviðri eða stormur í kortunum með rigningu og hlýnandi veðri. Það má því segja að það sé nokkuð rysjótt tíð hjá okkur um þessar mundir, eins og ekki er óalgengt á þessum árstíma,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðvestan 8-15 m/s, hvassast við norður- og austurströndina. Snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu. Dálítil rigning eða slydda suðvestantil, en þurrt suðaustanlands. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, að 7 stigum á Suðausturlandi. Víða þurrt og vægt frost á landinu um kvöldið og hægur vindur um landið vestanvert. Á föstudag: Suðaustan 15-25 m/s og talsverð rigning, en úrkomuminna norðaustantil á landinu. Hlýnar, hiti 3 til 9 stig uppúr hádegi. Suðvestan 13-20 um kvöldið með skúrum sunnan- og vestanlands og kólnar heldur. Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Suðvestan 8-15 og skúrir eða slydduél, en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 1 til 5 stig. Norðlægari og kólnar seinnipartinn með éljum á norðanverðu landinu, en þurrt sunnantil. Á sunnudag: Ákveðin norðvestanátt með éljum á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan- og vestantil. Frost 0 til 5 stig. Lægir allvíða um kvöldið með þurru veðri og herðir á frosti. Á mánudag: Sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Á þriðjudag: Suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, en léttskýjað á austanverðu landinu.
Veður Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Sjá meira