Stuðningslán upp á allt að 49 milljónir króna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 23:30 Markmið laganna eru að viðhalda atvinnustarfsemi í bænum eða aðstoða resktraraaðila við að byggja upp starfsemi annars staðar á landinu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um stuðningslán við atvinnurekendur í Grindavík. Markmið laganna eru að viðhalda atvinnustarfsemi í bænum eða aðstoða resktraraaðila við að byggja upp starfsemi annars staðar á landinu. Einstaklingar og fyrirtæki myndu eiga rétt á að fá allt að 49 milljóna króna lán eða því sem nemur allt að 20 prósentum tekna rekstraraðila á árinu 2022. Ríkissjóður ábyrgist 90 prósent af fjárhæðar lánsins og er hámarkslánstími 72 mánuðir. Vextir af lánunum fylgja stýrivöxtum Seðlabankans. Frumvarpið var birt á síðu Alþingis í kvöld. „Án þessara aðgerða er líklegt að mörg fyrirtæki þurfi að hætta starfsemi með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á atvinnulíf og samfélagið í heild. Markmið lagasetningarinnar er að veita tímabundna fjárhagslega aðstoð í formi stuðningslána til rekstraraðila til að tryggja áframhaldandi starfsemi og uppbyggingu á svæðinu, sem er nauðsynlegt fyrir efnahag og atvinnulíf í bænum. Aðgerðir sem ekki fela í sér lánveitingar eða aðra fjárhagslega aðstoð myndu líklega ekki nægja til að koma til móts við þessa bráðu þörf,“ segir í greinagerð laganna. Einnig er þar bent á að lög þessi eigi sér fordæmi í stuðningslánum sem voru veitt atvinnurekendum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Umfang þessara laga sé þó talsvert minna og því gert ráð fyrir því að umsýslan verði einfaldari. Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið aflaði frá Skattinum uppfylla 73 fyrirtæki í Grindavík skilyrðin fyrir láninu sem eru að fyrirtækið hafi haft rekstrartekjur sem námu 15 milljónum til 1500 milljóna króna á rekstarárinu 2022 og að það hafi orðið fyrir 40 prósenta tekjufalli á 60 daga samfelldu tímabili frá 10. nóvember 2023 til 10 október 2024. Gert er ráð fyrir því að meðallán muni nema tæpum 20 milljónum króna. Önnur skilyrði fyrir því að fá stuðningslán er að atvinnurekandi hafi ekki greitt út arð eða kaupauka, keypt eigin hlutabréf eða gert aðrar sambærilegar ráðstafanir frá 10. nóvember 2023 út þann tíma sem ábyrgðar ríkissjóðs nýtur við. Einnig að rekstraraðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld eða skatta sem komin voru á eindaga fyrir 10. nóvember 2023 Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Rekstur hins opinbera Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Einstaklingar og fyrirtæki myndu eiga rétt á að fá allt að 49 milljóna króna lán eða því sem nemur allt að 20 prósentum tekna rekstraraðila á árinu 2022. Ríkissjóður ábyrgist 90 prósent af fjárhæðar lánsins og er hámarkslánstími 72 mánuðir. Vextir af lánunum fylgja stýrivöxtum Seðlabankans. Frumvarpið var birt á síðu Alþingis í kvöld. „Án þessara aðgerða er líklegt að mörg fyrirtæki þurfi að hætta starfsemi með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á atvinnulíf og samfélagið í heild. Markmið lagasetningarinnar er að veita tímabundna fjárhagslega aðstoð í formi stuðningslána til rekstraraðila til að tryggja áframhaldandi starfsemi og uppbyggingu á svæðinu, sem er nauðsynlegt fyrir efnahag og atvinnulíf í bænum. Aðgerðir sem ekki fela í sér lánveitingar eða aðra fjárhagslega aðstoð myndu líklega ekki nægja til að koma til móts við þessa bráðu þörf,“ segir í greinagerð laganna. Einnig er þar bent á að lög þessi eigi sér fordæmi í stuðningslánum sem voru veitt atvinnurekendum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Umfang þessara laga sé þó talsvert minna og því gert ráð fyrir því að umsýslan verði einfaldari. Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið aflaði frá Skattinum uppfylla 73 fyrirtæki í Grindavík skilyrðin fyrir láninu sem eru að fyrirtækið hafi haft rekstrartekjur sem námu 15 milljónum til 1500 milljóna króna á rekstarárinu 2022 og að það hafi orðið fyrir 40 prósenta tekjufalli á 60 daga samfelldu tímabili frá 10. nóvember 2023 til 10 október 2024. Gert er ráð fyrir því að meðallán muni nema tæpum 20 milljónum króna. Önnur skilyrði fyrir því að fá stuðningslán er að atvinnurekandi hafi ekki greitt út arð eða kaupauka, keypt eigin hlutabréf eða gert aðrar sambærilegar ráðstafanir frá 10. nóvember 2023 út þann tíma sem ábyrgðar ríkissjóðs nýtur við. Einnig að rekstraraðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld eða skatta sem komin voru á eindaga fyrir 10. nóvember 2023
Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Rekstur hins opinbera Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira