Grindavík eins og „Tsjernobyl án kommúnisma“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. október 2024 20:00 Bradley Peterson og Corey Bartlett, ferðamenn frá Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Vísir/Einar Grindavíkurbær var opnaður fyrir almenningi klukkan sex í morgun. Bandarískir ferðamenn líkja bænum við Tsjernobyl án kommúnisma en formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur viðurkennir að mistök hafi verið gerð við vinnslu bæklings með mikilvægum upplýsingum um öryggisatriði. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar en tók þó fram að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin. „Upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er auðvitað eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Skortur á skiltum kom þeim á óvart Þó nokkrir lögðu leið sína í bæinn í dag en bandarískir ferðamenn sögðu að þeir hafi verið hvattir til að heimsækja Grindavík af starfsmönnum Bláa lónsins og fararstjóra í Reykjavík. Þeir Bradley Peterson og Corey Bartlett, ferðamenn frá Minnesota-ríki í Bandaríkjunum, tóku undir orð Úlfars og sögðu skort á upplýsingum koma sér á óvart. „Okkur var sagt að Grindavík væri opin í dag og að við ættum að keyra um bæinn og skoða hann,“ sagði Bartlett. „Það kom mér meira á óvart að við mættum keyra þarna í gegn án nokkurra viðvarana eða skilta um að hætta væri kannski á ferðum,“ bætti Peterson við. Sorglegt að bærinn sé orðinn að draugabæ Bartlett tók þá fram að honum finnist það sorglegt að sjá jafn flott bæjarfélag og Grindavík breytast í draugabæ. Peterson sagði það vera óhugnanlegt. „Þegar við ókum inn í bæinn ræddum við um að þetta líktist Tsjernobyl. Hræðilegir atburðir áttu sér stað og svo hurfu allir,“ sagði Bartlett. „Já, Tsjernobyl án kommúnisma“ bætti Peterson kíminn við. Skilti væntanleg Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, sagði að skilti við bæinn væru væntanleg og tók fram að skiltum við hættulegustu svæðin inn í bænum hafi verið forgangsraðað og komin upp. „Síðan er Vegagerðin að undirbúa að setja upp skilti inn í bæinn sem gefa til kynna bæði á íslensku og ensku að þetta sé hættusvæði. Þar fyrir utan erum við síðan með í vinnslu sérstök upplýsingaskilti sem við setjum upp fljótlega.“ Texti sem á ekki við rök að styðjast Nefndin gaf út bækling með öryggisatriðum á föstudaginn í tilefni þess að bærinn væri opnaður. Þar er tekið fram að líkur á gosi nærri bænum hafi minnkað umtalsvert á síðustu mánuðum. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands sagði þessa staðhæfingu koma honum á óvart. Þá er einnig tekið fram að drónar séu bannaðir á svæðinu sem að lögreglustjórinn á Suðurnesjum staðfesti að sé ekki rétt. „Það er þarna texti sem hefur farið inn sem á ekki við rök að styðjast, það verður lagað og verður tekið út úr þessum texta.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar en tók þó fram að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin. „Upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er auðvitað eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Skortur á skiltum kom þeim á óvart Þó nokkrir lögðu leið sína í bæinn í dag en bandarískir ferðamenn sögðu að þeir hafi verið hvattir til að heimsækja Grindavík af starfsmönnum Bláa lónsins og fararstjóra í Reykjavík. Þeir Bradley Peterson og Corey Bartlett, ferðamenn frá Minnesota-ríki í Bandaríkjunum, tóku undir orð Úlfars og sögðu skort á upplýsingum koma sér á óvart. „Okkur var sagt að Grindavík væri opin í dag og að við ættum að keyra um bæinn og skoða hann,“ sagði Bartlett. „Það kom mér meira á óvart að við mættum keyra þarna í gegn án nokkurra viðvarana eða skilta um að hætta væri kannski á ferðum,“ bætti Peterson við. Sorglegt að bærinn sé orðinn að draugabæ Bartlett tók þá fram að honum finnist það sorglegt að sjá jafn flott bæjarfélag og Grindavík breytast í draugabæ. Peterson sagði það vera óhugnanlegt. „Þegar við ókum inn í bæinn ræddum við um að þetta líktist Tsjernobyl. Hræðilegir atburðir áttu sér stað og svo hurfu allir,“ sagði Bartlett. „Já, Tsjernobyl án kommúnisma“ bætti Peterson kíminn við. Skilti væntanleg Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, sagði að skilti við bæinn væru væntanleg og tók fram að skiltum við hættulegustu svæðin inn í bænum hafi verið forgangsraðað og komin upp. „Síðan er Vegagerðin að undirbúa að setja upp skilti inn í bæinn sem gefa til kynna bæði á íslensku og ensku að þetta sé hættusvæði. Þar fyrir utan erum við síðan með í vinnslu sérstök upplýsingaskilti sem við setjum upp fljótlega.“ Texti sem á ekki við rök að styðjast Nefndin gaf út bækling með öryggisatriðum á föstudaginn í tilefni þess að bærinn væri opnaður. Þar er tekið fram að líkur á gosi nærri bænum hafi minnkað umtalsvert á síðustu mánuðum. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands sagði þessa staðhæfingu koma honum á óvart. Þá er einnig tekið fram að drónar séu bannaðir á svæðinu sem að lögreglustjórinn á Suðurnesjum staðfesti að sé ekki rétt. „Það er þarna texti sem hefur farið inn sem á ekki við rök að styðjast, það verður lagað og verður tekið út úr þessum texta.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Sjá meira