Stálu skartgripum að verðmæti 75 milljóna af Juventus parinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2024 13:01 Douglas Luiz og Alisha Lehmann fluttu sig um set frá Birmingham til Tórínó í sumar. instagram-síða alishu lehmann Þjófar létu greipar sópa á heimili Douglas Luiz og Alishu Lehmann, leikmanna Juventus, á laugardaginn. Þeir stálu skartgripum að verðmæti tæplega 75 milljóna króna. Þegar Luiz kom heim til sín eftir 1-0 sigur Juventus á Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni á laugardaginn sá hann að íbúðin var í rúst. Samkvæmt Gazzetta dello Sport höfðu innbrotsþjófarnir stolið ellefu úrum sem Luiz átti og demantshálsmenum sem Lehmann átti. Talið er að verðmæti alls þess sem var stolið sé um 75 milljónir íslenskra króna. Lehmann var á hóteli á laugardaginn en í gær mættu hún og stöllur hennar Inter á útivelli. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð í marki Inter. Luiz og Lehmann gengu bæði í raðir Juventus frá Aston Villa í sumar. Þótt þau spili fyrir sama liðið fær Luiz margfalt hærri laun en Lehmann. Sú svissneska vakti athygli á því í síðasta mánuði. „Ég er ekki stjarna, ég er bara venjuleg manneskja. Ég fer heim og elda, og geri allt það sem að aðrir gera. Eftir æfingar segi ég oft við Douglas hvað þetta sé ósanngjarnt. Við vinnum sömu vinnu en hann fær hundraðþúsund sinnum meira borgað en ég,“ sagði Lehmann. Luiz og Lehmann eru ekki fyrstu leikmenn Juventus sem hafa verið rændir á undanförnum árum. Ángel Di María, Moise Kean og Kaio Jorge lentu í því sama. Ítalski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Þegar Luiz kom heim til sín eftir 1-0 sigur Juventus á Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni á laugardaginn sá hann að íbúðin var í rúst. Samkvæmt Gazzetta dello Sport höfðu innbrotsþjófarnir stolið ellefu úrum sem Luiz átti og demantshálsmenum sem Lehmann átti. Talið er að verðmæti alls þess sem var stolið sé um 75 milljónir íslenskra króna. Lehmann var á hóteli á laugardaginn en í gær mættu hún og stöllur hennar Inter á útivelli. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð í marki Inter. Luiz og Lehmann gengu bæði í raðir Juventus frá Aston Villa í sumar. Þótt þau spili fyrir sama liðið fær Luiz margfalt hærri laun en Lehmann. Sú svissneska vakti athygli á því í síðasta mánuði. „Ég er ekki stjarna, ég er bara venjuleg manneskja. Ég fer heim og elda, og geri allt það sem að aðrir gera. Eftir æfingar segi ég oft við Douglas hvað þetta sé ósanngjarnt. Við vinnum sömu vinnu en hann fær hundraðþúsund sinnum meira borgað en ég,“ sagði Lehmann. Luiz og Lehmann eru ekki fyrstu leikmenn Juventus sem hafa verið rændir á undanförnum árum. Ángel Di María, Moise Kean og Kaio Jorge lentu í því sama.
Ítalski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira