Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2024 16:01 Kikka segir þau vilja bjóða fram í öllum kjördæmum. Nái þau ekki inn á þing ætli þau að veita þeim flokkum aðhald sem þar eru. Samsett Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. „Það er framhaldsaðalfundur á Valkyrjunni í dag klukkan 17 en við verðum í Kringlunni á milli 12 og 17 að safna meðmælum fyrir nafninu Græningjar,“ segir Kikka Sigurðardóttir eigandi Valkyrjunnar og einn stofnenda samtakanna. Hún segir helstu málefni flokksins vera loftslagsmál, náttúruvernd, jafnrétti og mannréttindi. Þá muni þau einnig leggja áherslu á sjálfbærni, dýravernd og að girða fyrir spillingu. Þá vilja þau að öll mál sem varði alla þjóðina fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auk þess vilja þau skoða möguleikann á borgaralaunum og að kerfi samfélagsins sem aðeins þjóni hluta þess verði endurskoðuð. Vilja fólk á öllum aldri „Þetta er allt í vinnslu og við viljum endilega sjá fólk á öllum aldri á framhaldsaðalfundinum, en kannski helst ungt fólk. Við erum í miðri hringiðu akkúrat núna,“ segir Kikka. Þessi stefnumál hafa mörg verið tengd Vinstri grænum? „Einhver þeirra, en alls ekki öll. Vinstri græn eru bara alls ekki búin að vera að standa sig í ríkisstjórn og gátu ekki eini sinni fylgt eftir sinni eigin loftslagsstefnu. Þau fóru inn í einhvern annan heim og gleymdu grænu málunum,“ segir Kikka. Hún segir að það sé hennar von að þau komist á þing en ef það takist ekki séu þau þá allavega orðin af í umræðunni. Flokkarnir verði eflaust allir með græna stefnu en þau muni passa að flokkarnir fylgi þessum stefnum eftir. Stofna fyrst flokkinn og fara svo í meðmælasöfnun Hún segir þau nú vinna að því að safna 300 undirskriftum til að formlega stofna stjórnmálaflokkinn og þegar það er komið á skrá þá verði opnuð fyrir þau gátt inn á island.is þar sem aðrir flokkar safna meðmælum. „Það er hægt að koma í Valkyrjuna eða hitta okkur í Kringlunni,“ segir Kikka en sjálf ætlar hún að vera við Hagkaup að safna undirskriftum. Hún segir unnið að því að móta stefnu flokksins en það verði gert á næstu vikum. Sjálf ætlar hún að fara á lista fyrir flokkinn en það eigi eftir að koma í ljós hverjir muni leiða listana. „Það verða auðvitað hæfustu einstaklingarnir sem leiða. Við höfum tíu og hálfan dag til stefnu,“ segir hún og að þau ætli að vinna hratt næstu daga. Hún segist ekki eiga von á því að það verði erfitt að fylla listana. Það séu margir sem hafi orðið fyrir vonbrigðum með umhverfismálin innan núverandi flokka. Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
„Það er framhaldsaðalfundur á Valkyrjunni í dag klukkan 17 en við verðum í Kringlunni á milli 12 og 17 að safna meðmælum fyrir nafninu Græningjar,“ segir Kikka Sigurðardóttir eigandi Valkyrjunnar og einn stofnenda samtakanna. Hún segir helstu málefni flokksins vera loftslagsmál, náttúruvernd, jafnrétti og mannréttindi. Þá muni þau einnig leggja áherslu á sjálfbærni, dýravernd og að girða fyrir spillingu. Þá vilja þau að öll mál sem varði alla þjóðina fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auk þess vilja þau skoða möguleikann á borgaralaunum og að kerfi samfélagsins sem aðeins þjóni hluta þess verði endurskoðuð. Vilja fólk á öllum aldri „Þetta er allt í vinnslu og við viljum endilega sjá fólk á öllum aldri á framhaldsaðalfundinum, en kannski helst ungt fólk. Við erum í miðri hringiðu akkúrat núna,“ segir Kikka. Þessi stefnumál hafa mörg verið tengd Vinstri grænum? „Einhver þeirra, en alls ekki öll. Vinstri græn eru bara alls ekki búin að vera að standa sig í ríkisstjórn og gátu ekki eini sinni fylgt eftir sinni eigin loftslagsstefnu. Þau fóru inn í einhvern annan heim og gleymdu grænu málunum,“ segir Kikka. Hún segir að það sé hennar von að þau komist á þing en ef það takist ekki séu þau þá allavega orðin af í umræðunni. Flokkarnir verði eflaust allir með græna stefnu en þau muni passa að flokkarnir fylgi þessum stefnum eftir. Stofna fyrst flokkinn og fara svo í meðmælasöfnun Hún segir þau nú vinna að því að safna 300 undirskriftum til að formlega stofna stjórnmálaflokkinn og þegar það er komið á skrá þá verði opnuð fyrir þau gátt inn á island.is þar sem aðrir flokkar safna meðmælum. „Það er hægt að koma í Valkyrjuna eða hitta okkur í Kringlunni,“ segir Kikka en sjálf ætlar hún að vera við Hagkaup að safna undirskriftum. Hún segir unnið að því að móta stefnu flokksins en það verði gert á næstu vikum. Sjálf ætlar hún að fara á lista fyrir flokkinn en það eigi eftir að koma í ljós hverjir muni leiða listana. „Það verða auðvitað hæfustu einstaklingarnir sem leiða. Við höfum tíu og hálfan dag til stefnu,“ segir hún og að þau ætli að vinna hratt næstu daga. Hún segist ekki eiga von á því að það verði erfitt að fylla listana. Það séu margir sem hafi orðið fyrir vonbrigðum með umhverfismálin innan núverandi flokka.
Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira