Lýsir stjórnlausum rasisma: „Hvort verður það líkamlegt ofbeldi eða svívirðingar?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. október 2024 20:18 Navid hóf störf sem leigubílstjóri fyrir um þremur árum siðan og fannst hann þá njóta virðingar í samfélaginu. Hann segir breytingu hafa orðið þar á fyrir nokkrum mánuðum og nú séu svívirðingar og rasismi sem daglegt brauð. Aðsend/Samsett Leigubílstjóri, sem er innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir fólskulegri árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu í samfélaginu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann hræddur og kvíðinn fyrir hverja vakt. Navid Nouri er af afgönskum ættum en hann fæddist með stöðu flóttamanns í Íran. Hann lýsir æsku sinni í Íran sem afar átakanlegri en fyrir þrettán árum flúði hann til Íslands og hér hefur hann náð að búa sér gott líf með Nönnu Hlín, eiginkonu sinni, og sonum þeirra tveimur. Hann hóf störf sem leigubílstjóri fyrir þremur árum og fannst hann þá njóta virðingar í samfélaginu. Navid tilheyrir tólf manna vinhópi sem allir eru leigubílstjórar og flestir af erlendum uppruna. Þeir merkja skarpa breytingu á viðmóti í sinn garð og segja rasisma hafa náð yfirhöndinni. „Við erum hræddir. Þegar við mætum til vinnu vitum við ekki hvað muni gerast, hvort verður það líkamlegt ofbeldi eða svívirðingar. Það gerist að minnsta kosti fjórum sinnum eða fimm sinnum á kvöldi um helgar.“ Navid keyrði til dæmis tvær konur fyrir nokkrum mánuðum. Hann fann samstundis breytt viðmót þegar hann sagði annarri þeirra hverrar þjóðar hann væri. „Hún sagði strax: Hvern andskotann ertu að gera hérna, helvítis hryðjuverkamaðurinn þinn? Rétt si-svona. Svona lagað gerist oft núna.“ Hann biðlar til fólks að láta sig það varða verði það vitni að ofbeldi og rasisma. Kollegi hans lenti í ömurlegri lífsreynslu eftir að farþegi komst að því að hann væri frá miðausturlöndum. „Á leiðinni tók þessi maður upp hníf og potaði í hann aftan frá og sagði: heyrðu ég er Íslendingur, ég er víkingur. Við viljum ekki hafa þig hérna.“ Navid varð fyrir þungu áfalli í byrjun október þegar farþegi réðist á hann þegar hann bað um greiðslu fyrir akstrinum. Farþeginn brást ókvæða við, rauk út og sparkaði í bílinn. „Og svo rak hann höfuðið inn í bílinn og hrækti á mig. Ég fór út og spurði af hverju hann hefði hrækt á mig og hann kýldi mig samstundis í nefið svo mér blæddi. Ég skil þetta ekki. Ég er bara að vinna. Ég á fjölskyldu hérna og ég á fjölskyldu í Afganistan sem ég verð að styðja. Þetta er ekki auðvelt fyrir mig.“ Navid sagðist hafa átt erfitt með að segja syni sínum hvað hefði komið fyrir. Hann óttaðist hvaða áhrif það hefði á hann að heyra að hann hefði verið kýldur fyrir að vera ekki talinn Íslendingur. „Þegar sonur minn spyr hvað hafi komið fyrir, hvað á ég að segja honum? Hvernig get ég útskýrt þetta fyrir honum?“ Hvernig hefur líf þitt verið eftir árásina? „Ég mætti ekki í vinnuna í þrjá daga. Ég var hræddur. En að lokum varð ég að fara í vinnuna en í hvert skipti sem ég fer í vinnuna er ég hræddur. Hvað mun gerast í kvöld?“ Kynþáttafordómar Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19. október 2024 18:09 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Navid Nouri er af afgönskum ættum en hann fæddist með stöðu flóttamanns í Íran. Hann lýsir æsku sinni í Íran sem afar átakanlegri en fyrir þrettán árum flúði hann til Íslands og hér hefur hann náð að búa sér gott líf með Nönnu Hlín, eiginkonu sinni, og sonum þeirra tveimur. Hann hóf störf sem leigubílstjóri fyrir þremur árum og fannst hann þá njóta virðingar í samfélaginu. Navid tilheyrir tólf manna vinhópi sem allir eru leigubílstjórar og flestir af erlendum uppruna. Þeir merkja skarpa breytingu á viðmóti í sinn garð og segja rasisma hafa náð yfirhöndinni. „Við erum hræddir. Þegar við mætum til vinnu vitum við ekki hvað muni gerast, hvort verður það líkamlegt ofbeldi eða svívirðingar. Það gerist að minnsta kosti fjórum sinnum eða fimm sinnum á kvöldi um helgar.“ Navid keyrði til dæmis tvær konur fyrir nokkrum mánuðum. Hann fann samstundis breytt viðmót þegar hann sagði annarri þeirra hverrar þjóðar hann væri. „Hún sagði strax: Hvern andskotann ertu að gera hérna, helvítis hryðjuverkamaðurinn þinn? Rétt si-svona. Svona lagað gerist oft núna.“ Hann biðlar til fólks að láta sig það varða verði það vitni að ofbeldi og rasisma. Kollegi hans lenti í ömurlegri lífsreynslu eftir að farþegi komst að því að hann væri frá miðausturlöndum. „Á leiðinni tók þessi maður upp hníf og potaði í hann aftan frá og sagði: heyrðu ég er Íslendingur, ég er víkingur. Við viljum ekki hafa þig hérna.“ Navid varð fyrir þungu áfalli í byrjun október þegar farþegi réðist á hann þegar hann bað um greiðslu fyrir akstrinum. Farþeginn brást ókvæða við, rauk út og sparkaði í bílinn. „Og svo rak hann höfuðið inn í bílinn og hrækti á mig. Ég fór út og spurði af hverju hann hefði hrækt á mig og hann kýldi mig samstundis í nefið svo mér blæddi. Ég skil þetta ekki. Ég er bara að vinna. Ég á fjölskyldu hérna og ég á fjölskyldu í Afganistan sem ég verð að styðja. Þetta er ekki auðvelt fyrir mig.“ Navid sagðist hafa átt erfitt með að segja syni sínum hvað hefði komið fyrir. Hann óttaðist hvaða áhrif það hefði á hann að heyra að hann hefði verið kýldur fyrir að vera ekki talinn Íslendingur. „Þegar sonur minn spyr hvað hafi komið fyrir, hvað á ég að segja honum? Hvernig get ég útskýrt þetta fyrir honum?“ Hvernig hefur líf þitt verið eftir árásina? „Ég mætti ekki í vinnuna í þrjá daga. Ég var hræddur. En að lokum varð ég að fara í vinnuna en í hvert skipti sem ég fer í vinnuna er ég hræddur. Hvað mun gerast í kvöld?“
Kynþáttafordómar Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19. október 2024 18:09 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19. október 2024 18:09