Átti samtal við Höllu Hrund fyrir stjórnarslitin Rafn Ágúst Ragnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. október 2024 11:46 Formaðurinn vermir annað sæti framboðslista Framsóknar í Suðurkjördæmi og segir mikilvægt að hugsa út fyrir kassann þegar knappur tími er til kosninga. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist sjálfur hafa ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að Halla Hrund Logadóttir fengi oddvitasætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hann segir að þegar efnt sé til kosninga með stuttum fyrirvara þurfi að hafa hraðar hendur og þar sem Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið að mælast ásættanlega þurfi að horfa til djarfari lausna. Stuttur fyrirvari „Ég átti von á því að kosningar yrðu næsta vor eða jafnvel næsta haust en á hverjum tíma þarf stjórnmálaflokkur að horfa í kring um sig, hvar hann gæti styrkt sig, með hverjum hann gæti unnið. Við höfum auðvitað átt samtal meðal annars um orkumál og auðlindanýtingu, við Halla Hrund, og síðan núna í haust áður en að þetta var komið til hafði ég tekið samtal við hana um þessi mál,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Halla Hrund gengin til liðs við Framsókn og tekur sæti formannsins „En síðan þegar hlutirnir gerast með þessum hætti, það var á sunnudaginn fyrir sex dögum sem að formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra einhliða ákvað að slíta ríkisstjórninni og nú sex dögum síðar er þetta niðurstaðan,“ segir hann þá. Sigurður segist ekki vera hræddur um að detta sjálfur af þingi en formaðurinn hefur sjálfur ekki mælst inni á þingi sem kjördæmakjörinn þingmaður. „Ég er ekki hræddur. Kjósendur ráða en ég vildi með þessu búa til öflugan valkost og segja einfaldlega að ef formaðurinn þorir ekki að taka slaginn með sínu fólki þá er hann ekki mikill leiðtogi,“ segir Sigurður. Hvergi af baki dottinn Hann segir engan bilbug finna á sér og að hann stefni ekki að því að hætta í íslenskum stjórnmálum í bráð. „Ég er formaður flokksins og við höfum fulla trú á því að við getum snúið þessu tafli við á næstu vikum og komið út sem sigurvegarar kosninganna eins og við gerðum 2021 og verið mikilsvert afl í íslenskum stjórnmálum á næstu árum. Þar ætla ég að vera,“ segir Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Hann segir að þegar efnt sé til kosninga með stuttum fyrirvara þurfi að hafa hraðar hendur og þar sem Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið að mælast ásættanlega þurfi að horfa til djarfari lausna. Stuttur fyrirvari „Ég átti von á því að kosningar yrðu næsta vor eða jafnvel næsta haust en á hverjum tíma þarf stjórnmálaflokkur að horfa í kring um sig, hvar hann gæti styrkt sig, með hverjum hann gæti unnið. Við höfum auðvitað átt samtal meðal annars um orkumál og auðlindanýtingu, við Halla Hrund, og síðan núna í haust áður en að þetta var komið til hafði ég tekið samtal við hana um þessi mál,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Halla Hrund gengin til liðs við Framsókn og tekur sæti formannsins „En síðan þegar hlutirnir gerast með þessum hætti, það var á sunnudaginn fyrir sex dögum sem að formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra einhliða ákvað að slíta ríkisstjórninni og nú sex dögum síðar er þetta niðurstaðan,“ segir hann þá. Sigurður segist ekki vera hræddur um að detta sjálfur af þingi en formaðurinn hefur sjálfur ekki mælst inni á þingi sem kjördæmakjörinn þingmaður. „Ég er ekki hræddur. Kjósendur ráða en ég vildi með þessu búa til öflugan valkost og segja einfaldlega að ef formaðurinn þorir ekki að taka slaginn með sínu fólki þá er hann ekki mikill leiðtogi,“ segir Sigurður. Hvergi af baki dottinn Hann segir engan bilbug finna á sér og að hann stefni ekki að því að hætta í íslenskum stjórnmálum í bráð. „Ég er formaður flokksins og við höfum fulla trú á því að við getum snúið þessu tafli við á næstu vikum og komið út sem sigurvegarar kosninganna eins og við gerðum 2021 og verið mikilsvert afl í íslenskum stjórnmálum á næstu árum. Þar ætla ég að vera,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira