Átti samtal við Höllu Hrund fyrir stjórnarslitin Rafn Ágúst Ragnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. október 2024 11:46 Formaðurinn vermir annað sæti framboðslista Framsóknar í Suðurkjördæmi og segir mikilvægt að hugsa út fyrir kassann þegar knappur tími er til kosninga. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist sjálfur hafa ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að Halla Hrund Logadóttir fengi oddvitasætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hann segir að þegar efnt sé til kosninga með stuttum fyrirvara þurfi að hafa hraðar hendur og þar sem Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið að mælast ásættanlega þurfi að horfa til djarfari lausna. Stuttur fyrirvari „Ég átti von á því að kosningar yrðu næsta vor eða jafnvel næsta haust en á hverjum tíma þarf stjórnmálaflokkur að horfa í kring um sig, hvar hann gæti styrkt sig, með hverjum hann gæti unnið. Við höfum auðvitað átt samtal meðal annars um orkumál og auðlindanýtingu, við Halla Hrund, og síðan núna í haust áður en að þetta var komið til hafði ég tekið samtal við hana um þessi mál,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Halla Hrund gengin til liðs við Framsókn og tekur sæti formannsins „En síðan þegar hlutirnir gerast með þessum hætti, það var á sunnudaginn fyrir sex dögum sem að formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra einhliða ákvað að slíta ríkisstjórninni og nú sex dögum síðar er þetta niðurstaðan,“ segir hann þá. Sigurður segist ekki vera hræddur um að detta sjálfur af þingi en formaðurinn hefur sjálfur ekki mælst inni á þingi sem kjördæmakjörinn þingmaður. „Ég er ekki hræddur. Kjósendur ráða en ég vildi með þessu búa til öflugan valkost og segja einfaldlega að ef formaðurinn þorir ekki að taka slaginn með sínu fólki þá er hann ekki mikill leiðtogi,“ segir Sigurður. Hvergi af baki dottinn Hann segir engan bilbug finna á sér og að hann stefni ekki að því að hætta í íslenskum stjórnmálum í bráð. „Ég er formaður flokksins og við höfum fulla trú á því að við getum snúið þessu tafli við á næstu vikum og komið út sem sigurvegarar kosninganna eins og við gerðum 2021 og verið mikilsvert afl í íslenskum stjórnmálum á næstu árum. Þar ætla ég að vera,“ segir Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Hann segir að þegar efnt sé til kosninga með stuttum fyrirvara þurfi að hafa hraðar hendur og þar sem Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið að mælast ásættanlega þurfi að horfa til djarfari lausna. Stuttur fyrirvari „Ég átti von á því að kosningar yrðu næsta vor eða jafnvel næsta haust en á hverjum tíma þarf stjórnmálaflokkur að horfa í kring um sig, hvar hann gæti styrkt sig, með hverjum hann gæti unnið. Við höfum auðvitað átt samtal meðal annars um orkumál og auðlindanýtingu, við Halla Hrund, og síðan núna í haust áður en að þetta var komið til hafði ég tekið samtal við hana um þessi mál,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Halla Hrund gengin til liðs við Framsókn og tekur sæti formannsins „En síðan þegar hlutirnir gerast með þessum hætti, það var á sunnudaginn fyrir sex dögum sem að formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra einhliða ákvað að slíta ríkisstjórninni og nú sex dögum síðar er þetta niðurstaðan,“ segir hann þá. Sigurður segist ekki vera hræddur um að detta sjálfur af þingi en formaðurinn hefur sjálfur ekki mælst inni á þingi sem kjördæmakjörinn þingmaður. „Ég er ekki hræddur. Kjósendur ráða en ég vildi með þessu búa til öflugan valkost og segja einfaldlega að ef formaðurinn þorir ekki að taka slaginn með sínu fólki þá er hann ekki mikill leiðtogi,“ segir Sigurður. Hvergi af baki dottinn Hann segir engan bilbug finna á sér og að hann stefni ekki að því að hætta í íslenskum stjórnmálum í bráð. „Ég er formaður flokksins og við höfum fulla trú á því að við getum snúið þessu tafli við á næstu vikum og komið út sem sigurvegarar kosninganna eins og við gerðum 2021 og verið mikilsvert afl í íslenskum stjórnmálum á næstu árum. Þar ætla ég að vera,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira