Hefur sett saman um 100 módelbíla í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2024 21:06 50 af 100 bílunum, sem Daði hefur sett saman í gegnum árin. Allir þessir bílar verða til sýnis á sýningunni á sunnudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það allra skemmtilegasta sem fimmtugur málarameistari í Hveragerði gerir er að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Bronco, Land Rover og Scania vörubílar eru í mestu uppáhaldi hjá bílaáhugamanninum. Hér eru við að tala um Daða Sævar Sólmundarson, sem er forfallinn bílaáhugamaður þegar kemur að því að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Daði kaupir bílana í pörtum en það er þá hans hlutverk að setja þá saman eftir kúnstarinnar reglum, mála þá og láta þá líta, sem allra best út. „Hérna eru Broncoarnir, hérna er 1974 óbreyttur og hérna er annar sem er búið að klippa úr brettunum á aðeins breyttur eins og þeir voru ansi margir. Svo er ég hérna með 1966 módelið með hvítum stuðurum og sex sílentra vél og orðin snubbóttari en hinir,” segir Daði þegar hann sýnir nokkra af bílunum. Og Daði á að sjálfsögðu líka Wolkswagen bjöllu. „Þetta er mjög skemmtilegt módel, mikið af smáatriðum í henni. Það er allt, hangarnir og blómavasinn eru í mælaborðinu eins og var í þeim upphaflegu bílunum.” Daði Sævar með eina af Scaníunum, sem hann hefur sett saman, bíll, sem er í miklu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Daði hefur alltaf verið mikil Land Rover maður og hefur sett þá nokkra þannig saman. „Þetta er Land Rover 1964, bensín með númerinu X 318 en afi minn átti þennan. Og hérna er ég með til dæmis Willys jeppa, sem ég byggði yfir upp á gamla mátann eins og gert var í gamla daga,” segir Daði. Daði hefur líka sett saman fullt af amerískum köggum þar sem árgerðirnar eru frá 1967 til 1973. Og svo eru það Skaníurnar, sem Daði hefur mikið dálæti á. „Ég er Scaniukarl ef það kemur að vörubílum, þá er það Scania og ekkert annað þó ég sé eins mikill Benskarl og ég er samt þá er það Scanian, sem snertir mig meira þegar kemur að vörubílum,” segir Daði. Bílarnir eru ótrúlega flottir og vel gerðir hjá Daða Sævari.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sonurinn er stoltur af bílaáhugamáli pabba síns. „Mér finnst þetta bara mjög flott en ég hef kannski ekkert mestan áhuga í heimi á þessu en það er alltaf gott að eiga áhugamál,” segir Hallgrímur, sem er nemandi við Menntaskólann að Laugarvatni. Það stendur mikið til sunnudaginn 20. október hjá IPMS samtökunum, sem íslenska módelsamtökin eru hluti af en þau verða með öll flottustu módel landsins til sýnis fyrir almenning í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi þann dag. Módelsýningin fer fram sunnudaginn 20. október í Kíwanishúsi Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a (gul gata) í Kópavogi. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en allur ágóði rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru.Aðsend Hveragerði Bílar Föndur Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Hér eru við að tala um Daða Sævar Sólmundarson, sem er forfallinn bílaáhugamaður þegar kemur að því að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Daði kaupir bílana í pörtum en það er þá hans hlutverk að setja þá saman eftir kúnstarinnar reglum, mála þá og láta þá líta, sem allra best út. „Hérna eru Broncoarnir, hérna er 1974 óbreyttur og hérna er annar sem er búið að klippa úr brettunum á aðeins breyttur eins og þeir voru ansi margir. Svo er ég hérna með 1966 módelið með hvítum stuðurum og sex sílentra vél og orðin snubbóttari en hinir,” segir Daði þegar hann sýnir nokkra af bílunum. Og Daði á að sjálfsögðu líka Wolkswagen bjöllu. „Þetta er mjög skemmtilegt módel, mikið af smáatriðum í henni. Það er allt, hangarnir og blómavasinn eru í mælaborðinu eins og var í þeim upphaflegu bílunum.” Daði Sævar með eina af Scaníunum, sem hann hefur sett saman, bíll, sem er í miklu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Daði hefur alltaf verið mikil Land Rover maður og hefur sett þá nokkra þannig saman. „Þetta er Land Rover 1964, bensín með númerinu X 318 en afi minn átti þennan. Og hérna er ég með til dæmis Willys jeppa, sem ég byggði yfir upp á gamla mátann eins og gert var í gamla daga,” segir Daði. Daði hefur líka sett saman fullt af amerískum köggum þar sem árgerðirnar eru frá 1967 til 1973. Og svo eru það Skaníurnar, sem Daði hefur mikið dálæti á. „Ég er Scaniukarl ef það kemur að vörubílum, þá er það Scania og ekkert annað þó ég sé eins mikill Benskarl og ég er samt þá er það Scanian, sem snertir mig meira þegar kemur að vörubílum,” segir Daði. Bílarnir eru ótrúlega flottir og vel gerðir hjá Daða Sævari.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sonurinn er stoltur af bílaáhugamáli pabba síns. „Mér finnst þetta bara mjög flott en ég hef kannski ekkert mestan áhuga í heimi á þessu en það er alltaf gott að eiga áhugamál,” segir Hallgrímur, sem er nemandi við Menntaskólann að Laugarvatni. Það stendur mikið til sunnudaginn 20. október hjá IPMS samtökunum, sem íslenska módelsamtökin eru hluti af en þau verða með öll flottustu módel landsins til sýnis fyrir almenning í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi þann dag. Módelsýningin fer fram sunnudaginn 20. október í Kíwanishúsi Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a (gul gata) í Kópavogi. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en allur ágóði rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru.Aðsend
Hveragerði Bílar Föndur Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent