HM í bakgarðshlaupum: Mari hleypur með rifinn liðþófa | „Veit ekki hvað bíður mín“ Aron Guðmundsson skrifar 19. október 2024 08:02 Ofurhlauparinn Mari Järsk er ein af fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum sem hefst klukkan 12:00 í dag. Hulda Margrét Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í dag og Ísland sendir vaska sveit til leiks. Þeirra á meðal er stuðpinninn Mari Järsk sem lætur rifu í liðþófa ekki standa í vegi fyrir þátttöku sinni á mótinu. Fimmtán fulltrúar Íslands hefja keppni á heimsmeistaramótinu í Elliðaárdalnum klukkan tólf í dag og verður sýnt frá hlaupinu í beinni útsendingu á Vísi. Rúmlega sextíu lönd senda lið til leiks á mótið, hvert lið mun hlaupa í heimalandi sínu. Allt snýst þetta um hvaða land og hlaupari ná að tóra lengst í því að klára rétt rúmlega 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma á hverjum klukkutíma en ræst verður út í hringina á heila tímanum. Íslandsmethafinn Mari Järsk er ein af fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti helgarinnar. Hún er klár í slaginn en mætir þó meidd til leiks. „Ég er ótrúlega vel stemmd fyrir þessu en er vel meidd líka. Er að glíma við mikil meiðsli. Ég er sem sagt með rifinn liðþófa en ætla samt að reyna níðast á mér og sjá hversu langt ég næ að komast á meðan að ég glími við þessi ömurlegu meiðsli. Ég er samt ótrúlega vel stemmd. Svo snýst þetta bara um það hversu góð ég verð í því að trekkja mig í gagn fyrir hvern hring. Það kemur í ljós. Ég get ekki ímyndað mér hvað mín bíður. Fólk er að spyrja mig hversu langt ég ætla. Ég bara get ekki vitað hversu langt ég kemst. Ég gæti verið dottin út eftir hundrað kílómetra. Ég bara hef ekki hugmynd. En mér finnst ég samt eiga það skilið að vera hérna og fá að vera með.“ Líkt og reynslan hefur sýnt okkur getur keppni staðið yfir í nokkra sólarhringa og mun landsliðsfólk Íslands fá að hreiðra um sig í Elliðaárstöð og þar er Mari búin að gera allt klárt. Fatnaður, rétt næring, bætiefni. Allt skipulagt eftir kúnstarinnar reglum og meira að segja verðlaun þegar ákveðnum áfanga er náð í hlaupinu. Þetta heimsmeistaramót hefur hið minnsta tvíþætta merkingu fyrir hlauparana. Því ekki snýst þetta bara um að íslenska landsliðið nái að hlaupa eins marga hringi og það getur. Því það er einnig gulrót fyrir þann hlaupara sem að hleypur flesta hringi. Þeir hlauparar sem hlaupa flesta hringi fyrir sitt landslið munu tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum sem fer fram í október á næsta ári. „Þetta er ógeðslega flókið fyrir okkur en á sama tíma get ég sjálf sagt frá minni reynslu frá þessu fyrirkomulagi. Ég keppti á þessu móti fyrir tveimur árum síðan og þá leið mér ekki eins og mér líður núna. Við erum með frábært lið. Allir þessir hlauparar eru vinir mínir. Mér þykir ógeðslega vænt um þetta fólk og ég hlakka til að fara hlaupa með þeim. Ég er alveg viss um að við verðum öll hérna saman í því að reyna að koma okkur öllum sem lengst. Sem lið trúi ég því að við getum komist lengra en áður hefur verið gert. Það er þó spurning hvort að við náum að slá Íslandsmetið. Það er mjög löng vegalengd sem við verðum að hlaupa til að slá það.“ Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst klukkan tólf í dag. Þá hefur íslenska landsliðið keppni í Elliðaárdalnum og sýnt verður beint frá keppninni á Vísi. Bakgarðshlaup Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Fimmtán fulltrúar Íslands hefja keppni á heimsmeistaramótinu í Elliðaárdalnum klukkan tólf í dag og verður sýnt frá hlaupinu í beinni útsendingu á Vísi. Rúmlega sextíu lönd senda lið til leiks á mótið, hvert lið mun hlaupa í heimalandi sínu. Allt snýst þetta um hvaða land og hlaupari ná að tóra lengst í því að klára rétt rúmlega 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma á hverjum klukkutíma en ræst verður út í hringina á heila tímanum. Íslandsmethafinn Mari Järsk er ein af fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti helgarinnar. Hún er klár í slaginn en mætir þó meidd til leiks. „Ég er ótrúlega vel stemmd fyrir þessu en er vel meidd líka. Er að glíma við mikil meiðsli. Ég er sem sagt með rifinn liðþófa en ætla samt að reyna níðast á mér og sjá hversu langt ég næ að komast á meðan að ég glími við þessi ömurlegu meiðsli. Ég er samt ótrúlega vel stemmd. Svo snýst þetta bara um það hversu góð ég verð í því að trekkja mig í gagn fyrir hvern hring. Það kemur í ljós. Ég get ekki ímyndað mér hvað mín bíður. Fólk er að spyrja mig hversu langt ég ætla. Ég bara get ekki vitað hversu langt ég kemst. Ég gæti verið dottin út eftir hundrað kílómetra. Ég bara hef ekki hugmynd. En mér finnst ég samt eiga það skilið að vera hérna og fá að vera með.“ Líkt og reynslan hefur sýnt okkur getur keppni staðið yfir í nokkra sólarhringa og mun landsliðsfólk Íslands fá að hreiðra um sig í Elliðaárstöð og þar er Mari búin að gera allt klárt. Fatnaður, rétt næring, bætiefni. Allt skipulagt eftir kúnstarinnar reglum og meira að segja verðlaun þegar ákveðnum áfanga er náð í hlaupinu. Þetta heimsmeistaramót hefur hið minnsta tvíþætta merkingu fyrir hlauparana. Því ekki snýst þetta bara um að íslenska landsliðið nái að hlaupa eins marga hringi og það getur. Því það er einnig gulrót fyrir þann hlaupara sem að hleypur flesta hringi. Þeir hlauparar sem hlaupa flesta hringi fyrir sitt landslið munu tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum sem fer fram í október á næsta ári. „Þetta er ógeðslega flókið fyrir okkur en á sama tíma get ég sjálf sagt frá minni reynslu frá þessu fyrirkomulagi. Ég keppti á þessu móti fyrir tveimur árum síðan og þá leið mér ekki eins og mér líður núna. Við erum með frábært lið. Allir þessir hlauparar eru vinir mínir. Mér þykir ógeðslega vænt um þetta fólk og ég hlakka til að fara hlaupa með þeim. Ég er alveg viss um að við verðum öll hérna saman í því að reyna að koma okkur öllum sem lengst. Sem lið trúi ég því að við getum komist lengra en áður hefur verið gert. Það er þó spurning hvort að við náum að slá Íslandsmetið. Það er mjög löng vegalengd sem við verðum að hlaupa til að slá það.“ Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst klukkan tólf í dag. Þá hefur íslenska landsliðið keppni í Elliðaárdalnum og sýnt verður beint frá keppninni á Vísi.
Bakgarðshlaup Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira