Arsenal mistókst að koma sér á toppinn Siggeir Ævarsson skrifar 19. október 2024 16:02 Justin Kluivert fagnar marki sínu í dag en hann skoraði úr vítaspyrnu sem gulltryggði sigurinn Vísir/Getty Arsenal gat tyllt sér tímabundið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í dag með sigri á Bournemouth en varð heldur betur ekki kápan úr því klæðinu. William Saliba fékk að líta rauða spjaldið á 30. mínútu fyrir nokkuð klaufalegt brot og léku gestirnir því manni færri tvo þriðju úr leiknum. Mörkin létu þó á sér standa en bæði lið fengu tækifæri til að ná forystunni í leiknum. Það var ekki fyrr en á 70. mínutu sem Ryan Christie braut ísinn fyrir heimamenn eftir stoðsendingu frá Justin Kluivert. Kluivert gulltryggði Bournemouth svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 70. mínútu og fyrsta tap Arsenal á leiktíðinni staðreynd. Arsenal er eftir leikinn í 3. sæti, með 17 stig líkt og Manchester City og stigi á eftir toppliði Liverpool, en bæði lið eiga leik til góða á Arsenal. Enski boltinn
Arsenal gat tyllt sér tímabundið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í dag með sigri á Bournemouth en varð heldur betur ekki kápan úr því klæðinu. William Saliba fékk að líta rauða spjaldið á 30. mínútu fyrir nokkuð klaufalegt brot og léku gestirnir því manni færri tvo þriðju úr leiknum. Mörkin létu þó á sér standa en bæði lið fengu tækifæri til að ná forystunni í leiknum. Það var ekki fyrr en á 70. mínutu sem Ryan Christie braut ísinn fyrir heimamenn eftir stoðsendingu frá Justin Kluivert. Kluivert gulltryggði Bournemouth svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 70. mínútu og fyrsta tap Arsenal á leiktíðinni staðreynd. Arsenal er eftir leikinn í 3. sæti, með 17 stig líkt og Manchester City og stigi á eftir toppliði Liverpool, en bæði lið eiga leik til góða á Arsenal.