Þrjú mörk á sjö mínútum í sann­færandi sigri Spurs

Heung-Min Son fagnar hér marki sínu og fjórða marki Tottenham í leiknum.
Heung-Min Son fagnar hér marki sínu og fjórða marki Tottenham í leiknum. Getty/Chloe Knott

Tottenham lenti undir í fyrri hálfleik en svaraði því með fjórum mörkum og öruggum 4-1 sigri á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í hádegisleiknum í dag.

Eftir þennan sigur er Tottenham komið upp í sjötta sæti deildarinnar en það gæti breyst um helgina þegar hin liðin spila sína leiki. West Ham er eins og er í fjórtánda sæti.

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, tók James Maddison af velli í hálfleik þrátt fyrir að hann hefði lagt upp mark liðsins. Það hafði frábær áhrif því liðið gerði út um leikinn með þremur mörkum á sjö mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks.

Mohammed Kudus skoraði mark West Ham og var besti maður leiksins í leiknum. Hann missti hins vegar algjörlega stjórn á sér í lokin og fékk þá að líta rauða spjaldið. Hann gæti verið á leiðinni í langt bann.

Tottenham var mun betra liðið í fyrri hálfleiknum en það var samt West Ham komst yfir á 19. mínútu.

Jarrod Bowen gerði mjög með því að komast upp að endamörkum og gefa boltann út í vítateiginn þar sem Mohammed Kudus kom á ferðinni og skoraði með góðu skoti.

Tottenham var samt í stórsókn nær allan hálfleikinn og þeir náðu loksins að koma boltanum í markið sautján mínútum síðar.

Svíinn Dejan Kulusevski skoraði þá með skoti utarlega úr teignum. Hann fékk boltann eftir að James Maddison keyrði með boltann upp völlinn og gaf á hann. Skotið fór af Areola í markinu og í stöngina og inn.

Þetta var tíunda skot Tottenham í leiknum og liðið fékk einnig tólf hornspyrnu í hálfleiknum. Staðan í hálfleik var samt áður bara 1-1.

Skotin fóru hins vegar að fara inn i seinni hálfleik.

Yves Bissouma kom Tottenham yfir þegar hann fékk boltann frá Destiny Udogie og skoraði úr góðu færi. Næsta mark var sjálfsmark sem skrifast á endanum á Alphonse Aréola í marki West Ham.

Son Heung-min komst síðan á blað þegar hann skoraði fjórða markið á 60. mínútu.

Eftir þetta var sigurinn í öruggum höndum heimamanna í Tottenham.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira