Ræddu við tíu en fáir kannast við símtal Valur Páll Eiríksson skrifar 18. október 2024 12:31 Eddie Hower (t.h.) heyrði ekki frá enska knattspyrnusambandinu. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Eddie Howe og Sean Dyche segjast hvorugur hafa fengið símtal frá enska knattspyrnusambandinu vegna landsliðsþjálfarastarfs Englands. Sambandið kveðst hafa rætt við tíu aðila áður en það réði Thomas Tuchel til starfa. Tuchel var ráðinn í vikunni sem nýr þjálfari enska karlalandsliðsins og tekur hann við keflinu af Gareth Southgate sem sagði upp eftir EM í sumar. Lee Carsley hefur stýrt liðinu tímabundið og mun klára Þjóðadeildina áður en Tuchel tekur við taumunum um áramótin. Enska knattspyrnusambandið gaf út að það hefði rætt við tíu þjálfara varðandi möguleikann á að taka við liðinu en tveir enskir þjálfarar segjast ekki hafa fengið símtal. Dyche sá Howe fyrir sér sem vænlegan kost og vildi Englending í starfið.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Sean Dyche, þjálfari Everton, var spurður út í málið á blaðamannafundi í vikunni og segist ekki hafa fengið símtal. Hann segir best að Englendingur stýri liðinu en styður þó við bakið á Tuchel. „Ég held að flestir hafi viljað enskan þjálfara, það er almenn skoðun á meðal fólk innan fótboltans sem ég hef rætt við, og almenningur sammælist því, að því er virðist,“ segir Dyche sem hélt að Eddie Howe, þjálfari Newcastle, væri vænlegur kostur. „Það var rætt um hann, réttilega. Hann er maður sem ég sá fyrir mér sem næsta þjálfara Englands.“ Eddie Howe var vissulega sterklega orðaður við stöðuna en kveðst ekki hafa heyrt frá sambandinu. Ég fór ekki í viðtal vegna starfsins. Það var enginn frá enska knattspyrnusambandinu sem hafði samband við mig, sagði Howe á blaðamannafundi fyrir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Neville um Tuchel: „Ákveðin vonbrigði“ Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englands, segist fyrir ákveðnum vonbrigðum að Thomas Tuchel hafi verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins. Hann sé þó góður kostur í starfið. 16. október 2024 16:31 Tuchel kornið sem fyllir mæli Gary Martin: „Núna er ég Íslendingur“ Fótboltamaðurinn Gary Martin er ekki parsáttur við ráðningu enska knattspyrnusambandsins á Þjóðverjanum Thomas Tuchel. Hann segist nú vera Íslendingur. 16. október 2024 14:45 Tuchel búinn að skrifa undir og risastór bónus í boði Thomas Tuchel verður næsti landsliðsþjálfari Englendinga og byrjar í nýju starfi í janúar. Hann hefur skrifað undir samning við enska knattspyrnusambandið. 16. október 2024 06:31 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Tuchel var ráðinn í vikunni sem nýr þjálfari enska karlalandsliðsins og tekur hann við keflinu af Gareth Southgate sem sagði upp eftir EM í sumar. Lee Carsley hefur stýrt liðinu tímabundið og mun klára Þjóðadeildina áður en Tuchel tekur við taumunum um áramótin. Enska knattspyrnusambandið gaf út að það hefði rætt við tíu þjálfara varðandi möguleikann á að taka við liðinu en tveir enskir þjálfarar segjast ekki hafa fengið símtal. Dyche sá Howe fyrir sér sem vænlegan kost og vildi Englending í starfið.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Sean Dyche, þjálfari Everton, var spurður út í málið á blaðamannafundi í vikunni og segist ekki hafa fengið símtal. Hann segir best að Englendingur stýri liðinu en styður þó við bakið á Tuchel. „Ég held að flestir hafi viljað enskan þjálfara, það er almenn skoðun á meðal fólk innan fótboltans sem ég hef rætt við, og almenningur sammælist því, að því er virðist,“ segir Dyche sem hélt að Eddie Howe, þjálfari Newcastle, væri vænlegur kostur. „Það var rætt um hann, réttilega. Hann er maður sem ég sá fyrir mér sem næsta þjálfara Englands.“ Eddie Howe var vissulega sterklega orðaður við stöðuna en kveðst ekki hafa heyrt frá sambandinu. Ég fór ekki í viðtal vegna starfsins. Það var enginn frá enska knattspyrnusambandinu sem hafði samband við mig, sagði Howe á blaðamannafundi fyrir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Neville um Tuchel: „Ákveðin vonbrigði“ Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englands, segist fyrir ákveðnum vonbrigðum að Thomas Tuchel hafi verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins. Hann sé þó góður kostur í starfið. 16. október 2024 16:31 Tuchel kornið sem fyllir mæli Gary Martin: „Núna er ég Íslendingur“ Fótboltamaðurinn Gary Martin er ekki parsáttur við ráðningu enska knattspyrnusambandsins á Þjóðverjanum Thomas Tuchel. Hann segist nú vera Íslendingur. 16. október 2024 14:45 Tuchel búinn að skrifa undir og risastór bónus í boði Thomas Tuchel verður næsti landsliðsþjálfari Englendinga og byrjar í nýju starfi í janúar. Hann hefur skrifað undir samning við enska knattspyrnusambandið. 16. október 2024 06:31 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Neville um Tuchel: „Ákveðin vonbrigði“ Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englands, segist fyrir ákveðnum vonbrigðum að Thomas Tuchel hafi verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins. Hann sé þó góður kostur í starfið. 16. október 2024 16:31
Tuchel kornið sem fyllir mæli Gary Martin: „Núna er ég Íslendingur“ Fótboltamaðurinn Gary Martin er ekki parsáttur við ráðningu enska knattspyrnusambandsins á Þjóðverjanum Thomas Tuchel. Hann segist nú vera Íslendingur. 16. október 2024 14:45
Tuchel búinn að skrifa undir og risastór bónus í boði Thomas Tuchel verður næsti landsliðsþjálfari Englendinga og byrjar í nýju starfi í janúar. Hann hefur skrifað undir samning við enska knattspyrnusambandið. 16. október 2024 06:31