Fá að leita í innrituðum farangri farþega að þeim fjarstöddum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2024 06:46 Ef leitað er í farangri farþega að þeim fjarstöddum skal engu að síður tilkynna að leitin hafi farið fram. Nýtt frumvarp fjármálaráðherra kveður á um að tollgæslu verði heimilt að leita í innrituðum farangri farþega og áhafnar að eigandanum fjarstöddum. Mun þetta aðeins verða heimilt þegar „það leiðir til óhóflegra tafa eða annarra erfiðleika að [eigandinn] sé viðstaddur leitina“. Þá segir að upplýsa eigi viðkomandi um að tollskoðun hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur. Frumvarpið fjallar um fjölda breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld en í skýringum er umrædd breyting útskýrð nánar. Þar segir meðal annars að óhóflegar tafir séu tafir sem gætu valdið því að viðkomandi missir af flugi eða að tafir yrðu gagnvart flugfélagi en „aðrir erfiðleikar“ séu meðal annars að ekki takist að hafa uppi á viðkomandi t.d. á háannatíma eða vegna annarra aðstæðna. „Tollgæslu ber að beita þessari heimild sinni til leitar af varúð og upplýsa viðkomandi um að leit hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur leitina. Ein leið til þess er að setja kvittun í farangur þar sem fram kemur að leit hafi farið fram og að lagaheimild sé fyrir leitinni,“ segir enn fremur í skýringunum. Munu geta valið röntgenmynd frekar en líkamsleit Í frumvarpinu er einnig lagt til að heimilt verði að nota „lágskammta röntgenskanna við líkamsleit, að fengnu samþykki viðkomandi. Ekki er um að ræða skanna sem teknir hafa verið í notkun á sumum flugvöllum og sýna útlínur líkamans og það sem leynist undir fatnaði, heldur tæki sem tekur einfaldar röntgenmyndir af beinagrind og innri rýmum líkamans. „Um er að ræða tæki sem verður staðsett í sérstöku stjórnherbergi á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegi gengur í gegnum hlið með röntgengeislun. Áætluð geislun sem farþegi yrði fyrir við gegnumlýsingu er 0,25 micro Sivert. Aðeins búkur yrði skannaður,“ segir í skýringum. Tækið yrði notað til að framkvæma „nákvæma leit“, sem hingað til hefur falið það í sér að farþeginn hefur þurft að afklæðast. „Með framangreindri tillögu er ætlunin að heimila nýja eftirlitsaðferð með notkun búnaðar við nákvæma leit sem ætla má að feli í sér minna inngrip í persónufrelsi einstaklinga. Með samþykki er átt við að notkun röntgenskannans byggist á frjálsri þátttöku farþegans. Farþegi getur ávallt neitað að fara í röntgenskannan og í kjölfarið myndi hefðbundið tolleftirlit halda áfram eins og þurfa þykir.“ Persónuvernd Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Mun þetta aðeins verða heimilt þegar „það leiðir til óhóflegra tafa eða annarra erfiðleika að [eigandinn] sé viðstaddur leitina“. Þá segir að upplýsa eigi viðkomandi um að tollskoðun hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur. Frumvarpið fjallar um fjölda breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld en í skýringum er umrædd breyting útskýrð nánar. Þar segir meðal annars að óhóflegar tafir séu tafir sem gætu valdið því að viðkomandi missir af flugi eða að tafir yrðu gagnvart flugfélagi en „aðrir erfiðleikar“ séu meðal annars að ekki takist að hafa uppi á viðkomandi t.d. á háannatíma eða vegna annarra aðstæðna. „Tollgæslu ber að beita þessari heimild sinni til leitar af varúð og upplýsa viðkomandi um að leit hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur leitina. Ein leið til þess er að setja kvittun í farangur þar sem fram kemur að leit hafi farið fram og að lagaheimild sé fyrir leitinni,“ segir enn fremur í skýringunum. Munu geta valið röntgenmynd frekar en líkamsleit Í frumvarpinu er einnig lagt til að heimilt verði að nota „lágskammta röntgenskanna við líkamsleit, að fengnu samþykki viðkomandi. Ekki er um að ræða skanna sem teknir hafa verið í notkun á sumum flugvöllum og sýna útlínur líkamans og það sem leynist undir fatnaði, heldur tæki sem tekur einfaldar röntgenmyndir af beinagrind og innri rýmum líkamans. „Um er að ræða tæki sem verður staðsett í sérstöku stjórnherbergi á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegi gengur í gegnum hlið með röntgengeislun. Áætluð geislun sem farþegi yrði fyrir við gegnumlýsingu er 0,25 micro Sivert. Aðeins búkur yrði skannaður,“ segir í skýringum. Tækið yrði notað til að framkvæma „nákvæma leit“, sem hingað til hefur falið það í sér að farþeginn hefur þurft að afklæðast. „Með framangreindri tillögu er ætlunin að heimila nýja eftirlitsaðferð með notkun búnaðar við nákvæma leit sem ætla má að feli í sér minna inngrip í persónufrelsi einstaklinga. Með samþykki er átt við að notkun röntgenskannans byggist á frjálsri þátttöku farþegans. Farþegi getur ávallt neitað að fara í röntgenskannan og í kjölfarið myndi hefðbundið tolleftirlit halda áfram eins og þurfa þykir.“
Persónuvernd Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira