Jamil um fjarveru Finns: „Við styðjum Finn og vonandi kemur hann aftur sem fyrst“ Andri Már Eggertsson skrifar 17. október 2024 22:22 Jamil Abiad stýrði Val í fjarveru Finns Freys Stefánssonar Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Álftanesi 100-103. Heimamenn voru sex stigum yfir þegar átján sekúndur voru eftir en köstuðu sigrinum frá sér. Jamil Abiad, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn. „Það var frábært að vinna þennan leik sérstaklega í framlengingu geng vel þjálfuðu liði. Strákarnir hafa lagt hart að sér og miðað við hvernig tímabilið hefur farið af stað var þetta stór sigur fyrir okkur,“ sagði Jamil ánægður eftir sigur kvöldsins. Eftir þriðja leikhluta voru heimamenn ellefu stigum yfir 67-56 en að mati Jamil breyttust hlutirnir þegar vörn Vals datt í gang. „Þetta gerðist allt eftir að vörnin datt í gang. Við höfum lagt mikið upp úr varnarleik síðustu ár og við höfum haldið liðum niðri á varnarleik og það er það sem hefur unnið titla fyrir okkur. Við fórum aftur í ræturnar og náðum að stöðva þá og það var það sem kom okkur inn í leikinn aftur.“ Taiwo Badmus, leikmaður Vals, var stigahæstur með 35 stig. Eftir því sem leið á leikinn fór hann að taka meira til sín og Jamil var ánægður með hann. „Við reynum að koma okkar leikmönnum í þær stöður sem þeim líður vel í. Taiwo er einn besti leikmaður deildarinnar á opnum velli og hann gerði vel.“ Finnur Freyr Stefánsson hefur ekki verið á hliðarlínunni í síðustu tveimur leikjum þar sem hann er í veikindaleyfi og Jamil vildi lítið tjá sig hvenær Finnur myndi snúa aftur. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vil ræða í augnablikinu. Hann er að glíma við annað núna og við styðjum hann í því og vonandi kemur hann aftur sem fyrst.“ Í fjarveru Finns er Jamil aðalþjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá Val. Aðspurður hvort það væri erfitt sagðist Jamil vera þakklátur fyrir tækifærið. „Ég er að nýta tækifærið. Það er klárlega mikil vinna en ég er með fólk í kringum mig sem hjálpar til sem er það eina sem ég bið um.“ Að lokum var Jamil spurður út í leikmannamál og hver væri að taka ákvarðanir í fjarveru Finns varðandi hvort það ætti að senda Sherif Ali Kenny, Bandaríkjamann Vals, heim eða bæta við leikmönnum. „Við höldum öllum leikmönnum sem eru hjá okkur og við treystum þeim. Við munum gera breytingar ef þörf er á þegar að rétti tíminn gefst,“ sagði Jamil Abiad að lokum. Valur Bónus-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Sjá meira
„Það var frábært að vinna þennan leik sérstaklega í framlengingu geng vel þjálfuðu liði. Strákarnir hafa lagt hart að sér og miðað við hvernig tímabilið hefur farið af stað var þetta stór sigur fyrir okkur,“ sagði Jamil ánægður eftir sigur kvöldsins. Eftir þriðja leikhluta voru heimamenn ellefu stigum yfir 67-56 en að mati Jamil breyttust hlutirnir þegar vörn Vals datt í gang. „Þetta gerðist allt eftir að vörnin datt í gang. Við höfum lagt mikið upp úr varnarleik síðustu ár og við höfum haldið liðum niðri á varnarleik og það er það sem hefur unnið titla fyrir okkur. Við fórum aftur í ræturnar og náðum að stöðva þá og það var það sem kom okkur inn í leikinn aftur.“ Taiwo Badmus, leikmaður Vals, var stigahæstur með 35 stig. Eftir því sem leið á leikinn fór hann að taka meira til sín og Jamil var ánægður með hann. „Við reynum að koma okkar leikmönnum í þær stöður sem þeim líður vel í. Taiwo er einn besti leikmaður deildarinnar á opnum velli og hann gerði vel.“ Finnur Freyr Stefánsson hefur ekki verið á hliðarlínunni í síðustu tveimur leikjum þar sem hann er í veikindaleyfi og Jamil vildi lítið tjá sig hvenær Finnur myndi snúa aftur. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vil ræða í augnablikinu. Hann er að glíma við annað núna og við styðjum hann í því og vonandi kemur hann aftur sem fyrst.“ Í fjarveru Finns er Jamil aðalþjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá Val. Aðspurður hvort það væri erfitt sagðist Jamil vera þakklátur fyrir tækifærið. „Ég er að nýta tækifærið. Það er klárlega mikil vinna en ég er með fólk í kringum mig sem hjálpar til sem er það eina sem ég bið um.“ Að lokum var Jamil spurður út í leikmannamál og hver væri að taka ákvarðanir í fjarveru Finns varðandi hvort það ætti að senda Sherif Ali Kenny, Bandaríkjamann Vals, heim eða bæta við leikmönnum. „Við höldum öllum leikmönnum sem eru hjá okkur og við treystum þeim. Við munum gera breytingar ef þörf er á þegar að rétti tíminn gefst,“ sagði Jamil Abiad að lokum.
Valur Bónus-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Sjá meira