Mál umdeilda skákborðsins ætlar engan endi að taka Jón Þór Stefánsson skrifar 17. október 2024 22:11 Bobby Fischer og Boris Spasskí ganga frá sviði Laugardalshallar árið 1972. Til hliðar má sjá tvö skákborð. Það efra er nánast örugglega það borð sem þeir tefldu 3. skákina á og svo skákir 7-21. Hin myndin er af borði Siegels. Landsréttur hefur sent mál sem varðar eftirlíkingu af skákborði sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu þegar þeir tefldu í einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972 aftur í hérað. Bandaríkjamaður að nafni Noah Siegel keypti taflborið af Páli G. Jónssyni í nóvember 2012. Þá taldi hann sig vera að kaupa borð sem var notað í einvígi aldarinnar, en í ljós kom að um eftirlíkingu var að ræða. Um er að ræða eitt skákborð, tvö hliðarborð, eitt sett af Staunton-skákmönnum, eina Garde-skákklukku og eitt áritað tréborð sem Siegel keypti á 185 þúsund Bandaríkjadali, sem þá hefur jafngilt um 24 milljónum króna. Fram hefur komið að borðið hafi verið selt vegna slæms fjárhags Skáksambands Íslands, en ágóðinn átti meðal annars að renna til þess. Hann krafðist þess að samningnum yrði rift og hann myndi fá endurgreiddar tæplega 190 þúsund dollara, en þá hafði flutningskostnaði hafi verið bætt við kaupverðið. Í góðri trú eða ekki Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Siegel hefði ekki tekist að sýna fram á að Páll hefði ekki verið í góðri trú með að um væri að ræða borðið sem teflt var á í einvíginu þegar þeir sömdu um kaupin. Vísir fjallaði ítarlega um málið og dóm Héraðsdóms í júní á síðasta ári. Þá umfjöllun má finna hér. Hér má sjá borðið sem Noah Siegel keyptiVísir/Vilhelm Vék ekki að ákveðnum málsástæðum Málatilbúnaður Siegel gekk út á að hann hefði keypt borðið einmitt vegna þess að hann taldi að það hefði verið notað í einvígi Spasskí og Fischer, nánar tiltekið frá sjöundu skákinni upp í þá 21. Hann sagði Pál hafa, gegn betri vitund, veitt sér rangar upplýsingar. Þá vísaði Siegel til ógildingarreglna samningsréttar sem að hans mati leiða til þess að samningurinn teljist ógildur. Héraðsdómur vék ekkert að þessum málsástæðum. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af dómnum hvers vegna væri talið óþarft að leysa úr þeim og því sendi hann málið aftur í hérað. Dómsmál Einvígi aldarinnar Skák Bandaríkin Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Bandaríkjamaður að nafni Noah Siegel keypti taflborið af Páli G. Jónssyni í nóvember 2012. Þá taldi hann sig vera að kaupa borð sem var notað í einvígi aldarinnar, en í ljós kom að um eftirlíkingu var að ræða. Um er að ræða eitt skákborð, tvö hliðarborð, eitt sett af Staunton-skákmönnum, eina Garde-skákklukku og eitt áritað tréborð sem Siegel keypti á 185 þúsund Bandaríkjadali, sem þá hefur jafngilt um 24 milljónum króna. Fram hefur komið að borðið hafi verið selt vegna slæms fjárhags Skáksambands Íslands, en ágóðinn átti meðal annars að renna til þess. Hann krafðist þess að samningnum yrði rift og hann myndi fá endurgreiddar tæplega 190 þúsund dollara, en þá hafði flutningskostnaði hafi verið bætt við kaupverðið. Í góðri trú eða ekki Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Siegel hefði ekki tekist að sýna fram á að Páll hefði ekki verið í góðri trú með að um væri að ræða borðið sem teflt var á í einvíginu þegar þeir sömdu um kaupin. Vísir fjallaði ítarlega um málið og dóm Héraðsdóms í júní á síðasta ári. Þá umfjöllun má finna hér. Hér má sjá borðið sem Noah Siegel keyptiVísir/Vilhelm Vék ekki að ákveðnum málsástæðum Málatilbúnaður Siegel gekk út á að hann hefði keypt borðið einmitt vegna þess að hann taldi að það hefði verið notað í einvígi Spasskí og Fischer, nánar tiltekið frá sjöundu skákinni upp í þá 21. Hann sagði Pál hafa, gegn betri vitund, veitt sér rangar upplýsingar. Þá vísaði Siegel til ógildingarreglna samningsréttar sem að hans mati leiða til þess að samningurinn teljist ógildur. Héraðsdómur vék ekkert að þessum málsástæðum. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af dómnum hvers vegna væri talið óþarft að leysa úr þeim og því sendi hann málið aftur í hérað.
Dómsmál Einvígi aldarinnar Skák Bandaríkin Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira