New York einum leik frá því að eignast aftur meistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2024 13:02 Sabrina Ionescu fagnar sigurkörfu sinni fyrir New York Liberty í nótt. Getty/David Berding New York Liberty er í komið í 2-1 og þar með aðeins einum sigri frá því að tryggja sér WNBA meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liberty vann 80-77 sigur á Minnesota Lynx í þriðja leiknum í úrslitaeinvígi WNBA deildarinnar í körfubolta en leikurinn fór fram í Minneapolis í nótt. Hetja gestanna var Sabrina Ionescu sem skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndum leiksins. Ionescu tók skotið af mjög löngu færi eins og má sjá hér fyrir neðan. ONE OF THE BIGGEST SHOTS IN LIBERTY FINALS HISTORY FROM SABRINA IONESCU 😱🔥The Liberty takes Game 3! #WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/Whv0AMnNl9— WNBA (@WNBA) October 17, 2024 Lynx vann fyrsta leikinn í framlengingu en Liberty svaraði með fjórtán stiga sigri í leik tvö. Lynx var komið tíu stigum eftir fyrsta leikhlutann í nótt en gestirnir frá New Tork unnu sig inn í leikinn og tryggðu sér sigur. Breanna Stewart var atkvæðamest hjá Liberty með 30 stig, 11 fráköst og 4 varin skot en hún hitti úr öllum tíu vítaskotum sínum. Ionescu var með 13 stig og 6 stoðsendingar en þær Leonie Fiebich og Jonquel Jones skoruðu einnig 13 stig. Napheesa Collier var að venju í fararbroddi hjá Lynx með 22 stig, 9 fráköst og 5 stolna bolta en Kayla McBride skoraði 19 stig. New York Liberty hefur þrisvar áður komist í úrslitaeinvígið en alltaf tapað. Hinni áströlsku Sandy Brondello hefur tekist að setja saman öflugt lið sem er einum sigri frá því að færa New York borg fyrsta körfuboltatitil sinn í NBA eða WNBA síðan New York Knicks vann árið 1973. Breanna Stewart dropped a 30-ball to power the Liberty to a clutch Game 3 win 🔥30 PTS | 11 REB | 4 BLK#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/UFgGkhWeT7— WNBA (@WNBA) October 17, 2024 WNBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Liberty vann 80-77 sigur á Minnesota Lynx í þriðja leiknum í úrslitaeinvígi WNBA deildarinnar í körfubolta en leikurinn fór fram í Minneapolis í nótt. Hetja gestanna var Sabrina Ionescu sem skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndum leiksins. Ionescu tók skotið af mjög löngu færi eins og má sjá hér fyrir neðan. ONE OF THE BIGGEST SHOTS IN LIBERTY FINALS HISTORY FROM SABRINA IONESCU 😱🔥The Liberty takes Game 3! #WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/Whv0AMnNl9— WNBA (@WNBA) October 17, 2024 Lynx vann fyrsta leikinn í framlengingu en Liberty svaraði með fjórtán stiga sigri í leik tvö. Lynx var komið tíu stigum eftir fyrsta leikhlutann í nótt en gestirnir frá New Tork unnu sig inn í leikinn og tryggðu sér sigur. Breanna Stewart var atkvæðamest hjá Liberty með 30 stig, 11 fráköst og 4 varin skot en hún hitti úr öllum tíu vítaskotum sínum. Ionescu var með 13 stig og 6 stoðsendingar en þær Leonie Fiebich og Jonquel Jones skoruðu einnig 13 stig. Napheesa Collier var að venju í fararbroddi hjá Lynx með 22 stig, 9 fráköst og 5 stolna bolta en Kayla McBride skoraði 19 stig. New York Liberty hefur þrisvar áður komist í úrslitaeinvígið en alltaf tapað. Hinni áströlsku Sandy Brondello hefur tekist að setja saman öflugt lið sem er einum sigri frá því að færa New York borg fyrsta körfuboltatitil sinn í NBA eða WNBA síðan New York Knicks vann árið 1973. Breanna Stewart dropped a 30-ball to power the Liberty to a clutch Game 3 win 🔥30 PTS | 11 REB | 4 BLK#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/UFgGkhWeT7— WNBA (@WNBA) October 17, 2024
WNBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira