Slæmt gengi Magdeburg í Evrópu heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2024 20:45 Gísli Þorgeir og Ómar Ingi áttu góðan leik sóknarlega í kvöld. Cathrin Mueller/Getty Images Magdeburg tapaði óvænt fyrir Nantes í Meistaradeild karla í handbolta í kvöld, lokatölur í Þýskalandi 28-32. Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði heimamanna en það dugði ekki í kvöld. Fyrir fram varef til vill búist við sigri heimamanna enda Magdeburg með betri liðum Evrópu síðustu ár. Þá höfðu liðin mæst sex sinnum fyrir leik kvöldsins og aldrei hafði Magdeburg tapað, það breyttist í kvöld. Gestirnir frá Frakklandi voru skrefi á undan nær allan fyrri hálfleikinn en á einhvern hátt tókst Magdeburg að leiða með einu marki í hálfleik, staðan þá 16-15. Halbzeit im Champions League Heimspiel gegen Nantes 🤩_____#SCMHUJA 💚❤️ I 📷 Franzi Gora pic.twitter.com/KwldITYJnN— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) October 16, 2024 Var það að mörgu leiti Ómar Inga og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni að þakka en þeir skoruðu eða lögðu upp fjögur síðustu mörk liðsins í fyrri hálfleik. Ómar Ingi skoraði svo tvö fyrstu mörk Magdeburg í seinni hálfleik en í stöðunni 18-17 skoruðu gestirnir fimm mörk í röð og skildi sá kafli liðin einfaldlega að í kvöld. Magdeburg tókst ekki að vinna sig inn í leikinn að því loknu og á endanum unnu gestirnir fjögurra marka sigur, lokatölur 28-32. Aymeric Minne var markahæstur í liði Nantes og raunar markahæstur allra á vellinum með 9 mörk. Ofan á það gaf hann 3 stoðsendingar. RESULT: All smiles for @HBCNantes, who clinch their first ever triumph against @SCMagdeburg in their 7th clash 🤯 Final score in Germany is 28:32.#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/dhWxBQHVJ0— EHF Champions League (@ehfcl) October 16, 2024 Ómar Ingi skoraði 7 mörk og gaf einnig 3 stoðsendingar á meðan Gísli Þorgeir skoraði 2 mörk og gaf 5 stoðsendingar. Þýska stórveldið hefur byrjað tímabilið hrikalega í Meistaradeild Evrópu og sigur nú í 6. sæti síns riðils með aðeins 3 stig að loknum 5 leikjum. Nantes er í 2. sæti með 6 stig og barcelona á toppnum með fullt hús stiga. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Fyrir fram varef til vill búist við sigri heimamanna enda Magdeburg með betri liðum Evrópu síðustu ár. Þá höfðu liðin mæst sex sinnum fyrir leik kvöldsins og aldrei hafði Magdeburg tapað, það breyttist í kvöld. Gestirnir frá Frakklandi voru skrefi á undan nær allan fyrri hálfleikinn en á einhvern hátt tókst Magdeburg að leiða með einu marki í hálfleik, staðan þá 16-15. Halbzeit im Champions League Heimspiel gegen Nantes 🤩_____#SCMHUJA 💚❤️ I 📷 Franzi Gora pic.twitter.com/KwldITYJnN— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) October 16, 2024 Var það að mörgu leiti Ómar Inga og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni að þakka en þeir skoruðu eða lögðu upp fjögur síðustu mörk liðsins í fyrri hálfleik. Ómar Ingi skoraði svo tvö fyrstu mörk Magdeburg í seinni hálfleik en í stöðunni 18-17 skoruðu gestirnir fimm mörk í röð og skildi sá kafli liðin einfaldlega að í kvöld. Magdeburg tókst ekki að vinna sig inn í leikinn að því loknu og á endanum unnu gestirnir fjögurra marka sigur, lokatölur 28-32. Aymeric Minne var markahæstur í liði Nantes og raunar markahæstur allra á vellinum með 9 mörk. Ofan á það gaf hann 3 stoðsendingar. RESULT: All smiles for @HBCNantes, who clinch their first ever triumph against @SCMagdeburg in their 7th clash 🤯 Final score in Germany is 28:32.#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/dhWxBQHVJ0— EHF Champions League (@ehfcl) October 16, 2024 Ómar Ingi skoraði 7 mörk og gaf einnig 3 stoðsendingar á meðan Gísli Þorgeir skoraði 2 mörk og gaf 5 stoðsendingar. Þýska stórveldið hefur byrjað tímabilið hrikalega í Meistaradeild Evrópu og sigur nú í 6. sæti síns riðils með aðeins 3 stig að loknum 5 leikjum. Nantes er í 2. sæti með 6 stig og barcelona á toppnum með fullt hús stiga.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira