„Við vorum bara niðurlægðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. október 2024 23:36 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn og þótti leiðinlegt að liðið hafi ekki geta veitt þeim meiri skemmtun. Vísir / Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, upplifði sig niðurlægðan í Kaplakrika í kvöld þegar Gummersbach gjörsigraði heimamenn með nítján mörkum, 40-21. Hann telur tapið ekki marka heimsendi en segir unga leikmenn liðsins eiga mikla vinnu framundan. „Þetta var mjög vont. Við vorum bara niðurlægðir. Töpuðum fyrir frábæru liði sem sýndi þessu verkefni svakalega virðingu, hvernig þeir nálguðust leikinn og kláruðu leikinn, mikið hrós á þá. En að sama skapi jafn leiðinlegt hvernig við féllum í sundur og brotnuðum saman,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Fyrir leik hafði hann hins vegar vonast til þess að geta veitt Gummersbach meiri samkeppni. „Maður hafði allavega einhverja trú fyrir leik að það væri ekki [stórt tap í vændum] en það molnar svolítið undan þessu. Aron [Pálmarsson] dettur út inni í klefa, var með í gær og átti að spila, ætlaði að spila og reyndi allt sem hann gat til að spila. Svo verður þetta bara einn af öðrum, Ólafur [Gústafsson] dettur út og Ásbjörn [Friðriksson] dettur út. Liðið grípur þetta ekki nógu vel, við föllum saman.“ Þeir þrír sem þjálfarinn taldi upp eru leikmenn sem liðið mátti alls ekki við að missa. „Já þetta var stór biti og mikil reynsla [sem við missum úr liðinu]. En að sama skapi eigum við unga leikmenn sem stefna langt og ætla sér að verða atvinnumenn. Þeir fengu hér að sjá atvinnumannalið í dag og já, það er mikil vinna framundan. Þeir sjá hvað þarf til líkamlega, hvernig þeir sækja á og vinna menn og hvað þeir eru miskunnarlausir í öllum sínum árásum. Þetta er enginn heimsendir en ofboðslega leiðinlegt hvernig fór í kvöld.“ Stóðu ekki við sitt eins og aðrir sem komu að leiknum Þrátt fyrir slæmt tap var ánægjulegt að upplifa Evrópudeildarleik, hvað þá tvo, í Kaplakrika sem var stútfullur af fólki í allt kvöld. „Svekkjandi fyrir okkur alla og allt okkar fólk, ég vil nota tækifærið þrátt fyrir þessa útreið og þakka fólkinu sem fjölmennti og öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem bjuggu til þennan stórkostlega dag. Því miður náðum við ekki að standa undir okkar.“ Þá er ekki úr vegi að bæta áhorfendum þetta upp næsta þriðjudag, þegar Savehof heimsækir FH í Evrópudeildinni. „Það er ekkert öðruvísi en Grótta fyrst á föstudaginn,“ sagði Sigursteinn að lokum. Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira
„Þetta var mjög vont. Við vorum bara niðurlægðir. Töpuðum fyrir frábæru liði sem sýndi þessu verkefni svakalega virðingu, hvernig þeir nálguðust leikinn og kláruðu leikinn, mikið hrós á þá. En að sama skapi jafn leiðinlegt hvernig við féllum í sundur og brotnuðum saman,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Fyrir leik hafði hann hins vegar vonast til þess að geta veitt Gummersbach meiri samkeppni. „Maður hafði allavega einhverja trú fyrir leik að það væri ekki [stórt tap í vændum] en það molnar svolítið undan þessu. Aron [Pálmarsson] dettur út inni í klefa, var með í gær og átti að spila, ætlaði að spila og reyndi allt sem hann gat til að spila. Svo verður þetta bara einn af öðrum, Ólafur [Gústafsson] dettur út og Ásbjörn [Friðriksson] dettur út. Liðið grípur þetta ekki nógu vel, við föllum saman.“ Þeir þrír sem þjálfarinn taldi upp eru leikmenn sem liðið mátti alls ekki við að missa. „Já þetta var stór biti og mikil reynsla [sem við missum úr liðinu]. En að sama skapi eigum við unga leikmenn sem stefna langt og ætla sér að verða atvinnumenn. Þeir fengu hér að sjá atvinnumannalið í dag og já, það er mikil vinna framundan. Þeir sjá hvað þarf til líkamlega, hvernig þeir sækja á og vinna menn og hvað þeir eru miskunnarlausir í öllum sínum árásum. Þetta er enginn heimsendir en ofboðslega leiðinlegt hvernig fór í kvöld.“ Stóðu ekki við sitt eins og aðrir sem komu að leiknum Þrátt fyrir slæmt tap var ánægjulegt að upplifa Evrópudeildarleik, hvað þá tvo, í Kaplakrika sem var stútfullur af fólki í allt kvöld. „Svekkjandi fyrir okkur alla og allt okkar fólk, ég vil nota tækifærið þrátt fyrir þessa útreið og þakka fólkinu sem fjölmennti og öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem bjuggu til þennan stórkostlega dag. Því miður náðum við ekki að standa undir okkar.“ Þá er ekki úr vegi að bæta áhorfendum þetta upp næsta þriðjudag, þegar Savehof heimsækir FH í Evrópudeildinni. „Það er ekkert öðruvísi en Grótta fyrst á föstudaginn,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira