Fannst Inter besti kosturinn: „Ekkert að því að búa í Mílanó“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2024 09:01 Cecilía Rán Rúnarsdóttir gerði lánssamning við Inter út þetta tímabil. getty/Mattia Pistoia Cecilía Rán Rúnarsdóttir nýtur sín vel hjá Inter. Hún hefur byrjað af krafti hjá liðinu og átti meðal annars stórleik gegn Ítalíumeisturum Roma á dögunum. Cecilía segir að Inter sé enn talsvert á eftir félögum á borð við Bayern München en stefnan á þeim bænum sé sett hátt. Eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna hnémeiðsla var Cecilía lánuð frá Bayern til Inter í sumar. Hún kveðst ánægð með fyrstu mánuðina í Mílanó. „Þetta hefur verið vonum framar. Ég kom ekki hingað út með miklar væntingar. Inter er stórlið en ég vissi svo sem ekkert hvernig ítalska deildin væri og hvernig væri hugsað um hana. Þetta hefur verið geggjað og ekkert að því að búa í Mílanó,“ sagði Cecilía í samtali við Vísi. Hún segir að um sameiginlega ákvörðun hennar og Bayern hafi verið að ræða, að hún færi á lán. Hún hafi þurft að spila eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Cecilía ræðir við Beatrix Fördos, ungverskan samherja sinn hjá Inter.getty/Francesco Scaccianoce „Þetta voru viðræður milli mín og Bayern. Ég var auðvitað meidd allt síðasta ár þannig við vorum sammála um að ég þyrfti að fara eitthvað til að spila. Svo kom Inter upp og mér fannst það lang mest spennandi kosturinn. Eftir það gekk það nokkuð hratt fyrir sér,“ sagði Cecilía. Spjarar sig án Íslendinganna Hjá Bayern lék hún með samherjum sínum í íslenska landsliðinu, Glódísi Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Mikil samgangur var á milli þeirra en Cecilía segist spjara sig ágætlega án þeirra. „Ég hef alltaf haft einhverja Íslendinga með mér í liði en núna hef ég Linu Magull sem kom frá Bayern í vetur þannig ég þekkti einhverja. Svo erum við nokkrar stelpur á mínum aldri og við náum allar ótrúlega vel saman. Mér finnst við hafa smellpassað saman, það er gott að hafa þær og mér líður ótrúlega vel hérna úti,“ sagði Cecilía. Cecilía hefur verið í atvinnumennsku frá 2021.getty/Image Photo Agency Hún hefur leikið fjóra af sex leikjum Inter í ítölsku úrvalsdeildinni. Liðið er í 3. sæti, er enn ósigrað og aðeins fengið á sig fjögur mörk. „Það hefur gengið ágætlega og það er jákvætt. Við eigum erfiðan leik á sunnudaginn gegn Juventus. Vonandi höldum við áfram að vera taplausar og höldum inn í landsleikjahléið á jákvæðum nótum,“ sagði Cecilía sem spilaði ekki síðasta leik Inter, sem var 0-1 sigur á Como. „Auðvitað vill maður spila alla leiki en þetta var bara ákvörðun hjá þjálfaranum. Vonandi spila ég alla leiki sem eru eftir en það kemur í ljós,“ sagði Cecilía. Færi ekki nema ég vissi að ég myndi spila En fékk hún skilaboð fyrir tímabilið, að hún væri markvörður númer eitt hjá Inter? „Auðvitað er aldrei hægt að segja beint út að maður sé markvörður númer eitt. Það er alltaf samkeppni. En það var ýjað að því og auðvitað myndi maður ekki fara neitt á lán nema maður vissi að maður myndi spila,“ sagði Cecilía. Hún átti stórleik um þarsíðustu helgi, þegar Inter gerði 1-1 jafntefli við meistara Roma. Cecilía bjargaði Inter margsinnis í leiknum og varði alls átta skot. „Þetta var að mínu mati frekar jafn leikur. Þær áttu sína góðu kafla og við áttum okkar góðu kafla. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik. Roma var svolítið með yfirhöndina í fyrri hálfleik og þá þurfti maður nokkrum sinnum að stíga upp. Svo vörðumst við líka mjög vel og áttum að klára leikinn í seinni hálfleik. En við virðum stigið,“ sagði Cecilía. Hún segir að ítalska deildin sé mun sterkari en hún gerði ráð fyrir. Cecilía grípur boltann í grannaslag gegn AC Milan.getty/Daniela Porcelli „Við kepptum við Roma með Bayern í Meistaradeildinni á síðasta tímabili og þá sá maður hvað bestu liðin á Ítalíu eru góð. En mér finnst ítalska deildin ótrúlega jöfn og mjög mörg lið sem eru virkilega góð. Hún kemur mjög skemmtilega á óvart og margir mjög góðir leikmenn hérna,“ sagði Cecilía. Ætla að leggja pening og metnað í kvennaliðið Hún segir þó að Inter sé ekki komið jafn langt og félög á borð við Bayern þegar horft er á umgjörð og aðstöðu. „Hún mætti svo sem vera aðeins betri en mér finnst þetta vera á hraðri uppleið. Liðið var búið til fyrir 5-6 árum. Þau vilja setja pening og metnað í kvennaliðið hjá Inter og ég held að það muni vaxa á næstu árum. Bayern er komið á undan en á næstu árum fer þetta að verða jafnara,“ sagði Cecilía að lokum. Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna hnémeiðsla var Cecilía lánuð frá Bayern til Inter í sumar. Hún kveðst ánægð með fyrstu mánuðina í Mílanó. „Þetta hefur verið vonum framar. Ég kom ekki hingað út með miklar væntingar. Inter er stórlið en ég vissi svo sem ekkert hvernig ítalska deildin væri og hvernig væri hugsað um hana. Þetta hefur verið geggjað og ekkert að því að búa í Mílanó,“ sagði Cecilía í samtali við Vísi. Hún segir að um sameiginlega ákvörðun hennar og Bayern hafi verið að ræða, að hún færi á lán. Hún hafi þurft að spila eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Cecilía ræðir við Beatrix Fördos, ungverskan samherja sinn hjá Inter.getty/Francesco Scaccianoce „Þetta voru viðræður milli mín og Bayern. Ég var auðvitað meidd allt síðasta ár þannig við vorum sammála um að ég þyrfti að fara eitthvað til að spila. Svo kom Inter upp og mér fannst það lang mest spennandi kosturinn. Eftir það gekk það nokkuð hratt fyrir sér,“ sagði Cecilía. Spjarar sig án Íslendinganna Hjá Bayern lék hún með samherjum sínum í íslenska landsliðinu, Glódísi Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Mikil samgangur var á milli þeirra en Cecilía segist spjara sig ágætlega án þeirra. „Ég hef alltaf haft einhverja Íslendinga með mér í liði en núna hef ég Linu Magull sem kom frá Bayern í vetur þannig ég þekkti einhverja. Svo erum við nokkrar stelpur á mínum aldri og við náum allar ótrúlega vel saman. Mér finnst við hafa smellpassað saman, það er gott að hafa þær og mér líður ótrúlega vel hérna úti,“ sagði Cecilía. Cecilía hefur verið í atvinnumennsku frá 2021.getty/Image Photo Agency Hún hefur leikið fjóra af sex leikjum Inter í ítölsku úrvalsdeildinni. Liðið er í 3. sæti, er enn ósigrað og aðeins fengið á sig fjögur mörk. „Það hefur gengið ágætlega og það er jákvætt. Við eigum erfiðan leik á sunnudaginn gegn Juventus. Vonandi höldum við áfram að vera taplausar og höldum inn í landsleikjahléið á jákvæðum nótum,“ sagði Cecilía sem spilaði ekki síðasta leik Inter, sem var 0-1 sigur á Como. „Auðvitað vill maður spila alla leiki en þetta var bara ákvörðun hjá þjálfaranum. Vonandi spila ég alla leiki sem eru eftir en það kemur í ljós,“ sagði Cecilía. Færi ekki nema ég vissi að ég myndi spila En fékk hún skilaboð fyrir tímabilið, að hún væri markvörður númer eitt hjá Inter? „Auðvitað er aldrei hægt að segja beint út að maður sé markvörður númer eitt. Það er alltaf samkeppni. En það var ýjað að því og auðvitað myndi maður ekki fara neitt á lán nema maður vissi að maður myndi spila,“ sagði Cecilía. Hún átti stórleik um þarsíðustu helgi, þegar Inter gerði 1-1 jafntefli við meistara Roma. Cecilía bjargaði Inter margsinnis í leiknum og varði alls átta skot. „Þetta var að mínu mati frekar jafn leikur. Þær áttu sína góðu kafla og við áttum okkar góðu kafla. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik. Roma var svolítið með yfirhöndina í fyrri hálfleik og þá þurfti maður nokkrum sinnum að stíga upp. Svo vörðumst við líka mjög vel og áttum að klára leikinn í seinni hálfleik. En við virðum stigið,“ sagði Cecilía. Hún segir að ítalska deildin sé mun sterkari en hún gerði ráð fyrir. Cecilía grípur boltann í grannaslag gegn AC Milan.getty/Daniela Porcelli „Við kepptum við Roma með Bayern í Meistaradeildinni á síðasta tímabili og þá sá maður hvað bestu liðin á Ítalíu eru góð. En mér finnst ítalska deildin ótrúlega jöfn og mjög mörg lið sem eru virkilega góð. Hún kemur mjög skemmtilega á óvart og margir mjög góðir leikmenn hérna,“ sagði Cecilía. Ætla að leggja pening og metnað í kvennaliðið Hún segir þó að Inter sé ekki komið jafn langt og félög á borð við Bayern þegar horft er á umgjörð og aðstöðu. „Hún mætti svo sem vera aðeins betri en mér finnst þetta vera á hraðri uppleið. Liðið var búið til fyrir 5-6 árum. Þau vilja setja pening og metnað í kvennaliðið hjá Inter og ég held að það muni vaxa á næstu árum. Bayern er komið á undan en á næstu árum fer þetta að verða jafnara,“ sagði Cecilía að lokum.
Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti