Um 200 tilkynningar um tjón vegna rafmagnsleysis Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2024 15:14 Áhrifasvæði rafmagnstruflunar 2. október 2024 Rarik Hátt í 200 manns hafa tilkynnt tjón til Rarik vegna rafmagnsleysis sem varð á Norður- og Austurlandi þann 2. október. Þá varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma. Samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Vöku Helgadóttur, sérfræðingur á sviði samskipta og samfélags varða tilkynningarnar bilun á ýmsum raftækjum eins og sjónvörpum, ísskápum og jafnvel dælur fyrir gólfhita. Hún segir tilkynningarnar enn vera að berast. „Við báðum fólk að gefa þessu góðan tíma. Þannig þetta er að mjatlast inn hægt og rólega á meðan fólk er að meta.“ Í tilkynningu frá Rarik eftir að bilunin var löguð kom fram að rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi í dreifikerfi Rarik varð á svæðinu frá aðveitustöð á Glerárskógum á Vesturlandi, á öllu Norðurlandi og á Austurlandi til og með aðveitustöðvar þeirra á Eyvindará á Egilsstöðum. Þá leysti einnig út útgangur frá aðveitustöð á Höfn sem fæðir Suðursveitina. Í tilkynningu frá fulltrúum sveitastjórnar Þingeyjarsveitar í dag kom fram að þau hefðu fundað með Rarik vegna bilunarinnar. Mikið tjón hafi orðið í Mývatnssveit. Út fyrir öll mörk Í tilkynningu frá Þingeyjarsveit kom fram að augnabliksgildi spennu og tíðni fóru út fyrir öll mörk og að það hefði hæglega getað valið tjóni á raftækjum og öðrum búnaði. Í tilkynningu Þingeyjarsveitar kom jafnframt fram að á fundi með Rarik hafði verið ákveðið að endurskoða og samræma varnarprinsipp í aðveitustöðinni í Reykjahlíð, bæði á 11 kV Landsnetsrofa sem er staðsettur í Kröflu og á innkomandi rofa Rarik með það að markmiði að minnka áhrif á viðskiptavini Rarik þegar svona sveiflur ganga yfir landskerfið. Þá þurfi einnig að endurskoða stillingar á spennuvörnum í öðrum aðveitustöðvum á þessu svæði. Norðurausturhornið virðist vera viðkvæmasti hluti landskerfisins. Enn er hægt að tilkynna tjón til RARIK en leiðbeiningar um það er að finna hér. Tryggingafélag Landsnets, Sjóvá, gerir upp það tjón sem kemur til uppgjörs. Orkumál Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31 Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum Áhrif rafmagnsleysisins á helmingi landsins í dag gætti eðli málsins samkvæmt víða. Meðal annars í Vaðlaheiðargöngum þar sem ljós blikkuðu svo eftir var tekið. Rafmagn komst aftur á um tvöleytið í dag en RARIK hvetur þau sem orðið hafa fyrir tjóni eða enn eru í vandræðum til þess að hafa samband. 2. október 2024 16:24 Ráðlagt að slökkva á rafmagnstækjum Íbúum þar sem nú er rafmagnslaust er ráðlagt að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og valdið geta tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK en þar kemur einnig fram að heimilistæki hafi sumstaðar eyðilagst við höggið. 2. október 2024 14:11 Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Vöku Helgadóttur, sérfræðingur á sviði samskipta og samfélags varða tilkynningarnar bilun á ýmsum raftækjum eins og sjónvörpum, ísskápum og jafnvel dælur fyrir gólfhita. Hún segir tilkynningarnar enn vera að berast. „Við báðum fólk að gefa þessu góðan tíma. Þannig þetta er að mjatlast inn hægt og rólega á meðan fólk er að meta.“ Í tilkynningu frá Rarik eftir að bilunin var löguð kom fram að rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi í dreifikerfi Rarik varð á svæðinu frá aðveitustöð á Glerárskógum á Vesturlandi, á öllu Norðurlandi og á Austurlandi til og með aðveitustöðvar þeirra á Eyvindará á Egilsstöðum. Þá leysti einnig út útgangur frá aðveitustöð á Höfn sem fæðir Suðursveitina. Í tilkynningu frá fulltrúum sveitastjórnar Þingeyjarsveitar í dag kom fram að þau hefðu fundað með Rarik vegna bilunarinnar. Mikið tjón hafi orðið í Mývatnssveit. Út fyrir öll mörk Í tilkynningu frá Þingeyjarsveit kom fram að augnabliksgildi spennu og tíðni fóru út fyrir öll mörk og að það hefði hæglega getað valið tjóni á raftækjum og öðrum búnaði. Í tilkynningu Þingeyjarsveitar kom jafnframt fram að á fundi með Rarik hafði verið ákveðið að endurskoða og samræma varnarprinsipp í aðveitustöðinni í Reykjahlíð, bæði á 11 kV Landsnetsrofa sem er staðsettur í Kröflu og á innkomandi rofa Rarik með það að markmiði að minnka áhrif á viðskiptavini Rarik þegar svona sveiflur ganga yfir landskerfið. Þá þurfi einnig að endurskoða stillingar á spennuvörnum í öðrum aðveitustöðvum á þessu svæði. Norðurausturhornið virðist vera viðkvæmasti hluti landskerfisins. Enn er hægt að tilkynna tjón til RARIK en leiðbeiningar um það er að finna hér. Tryggingafélag Landsnets, Sjóvá, gerir upp það tjón sem kemur til uppgjörs.
Orkumál Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31 Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum Áhrif rafmagnsleysisins á helmingi landsins í dag gætti eðli málsins samkvæmt víða. Meðal annars í Vaðlaheiðargöngum þar sem ljós blikkuðu svo eftir var tekið. Rafmagn komst aftur á um tvöleytið í dag en RARIK hvetur þau sem orðið hafa fyrir tjóni eða enn eru í vandræðum til þess að hafa samband. 2. október 2024 16:24 Ráðlagt að slökkva á rafmagnstækjum Íbúum þar sem nú er rafmagnslaust er ráðlagt að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og valdið geta tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK en þar kemur einnig fram að heimilistæki hafi sumstaðar eyðilagst við höggið. 2. október 2024 14:11 Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3. október 2024 11:31
Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum Áhrif rafmagnsleysisins á helmingi landsins í dag gætti eðli málsins samkvæmt víða. Meðal annars í Vaðlaheiðargöngum þar sem ljós blikkuðu svo eftir var tekið. Rafmagn komst aftur á um tvöleytið í dag en RARIK hvetur þau sem orðið hafa fyrir tjóni eða enn eru í vandræðum til þess að hafa samband. 2. október 2024 16:24
Ráðlagt að slökkva á rafmagnstækjum Íbúum þar sem nú er rafmagnslaust er ráðlagt að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og valdið geta tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK en þar kemur einnig fram að heimilistæki hafi sumstaðar eyðilagst við höggið. 2. október 2024 14:11
Sló út við reglubundið viðhald Útsláttur á rafmagni á framleiðslusvæðinu varð við reglubundið viðhald hjá Norðuráli á Grundartanga sem varð til þess að rafmagnstruflanir urðu á hálfu landinu. Ekki er lengur rafmagnslaust í verksmiðjunni. 2. október 2024 14:05