„Þetta er saga af villigötum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. október 2024 17:01 SAKI í tónlistarmyndbandi við lagið Missa vitið. Íslenski tónlistarmaðurinn SAKI hefur gefið frá sér sína fyrstu plötu, plötuna Dauðvona. Hann segir plötuna vera sögu af villigötum en innblásturinn sótti hann í eigin lífsreynslu. „Þetta er saga, saga af villigötum, af því þegar þú ert á vitlausri leið en nærð svo loksins að finna ljósið,“ segir Ísak Dagur Kristjánsson, tónlistarmaðurinn SAKI í samtali við Vísi. Hann segist lengi hafa unnið í plötunni, síðastliðið eina og hálfa árið. Plötuna hefur hann gert ásamt félaga sínum Snorra Péturssyni sem fram kemur í nokkrum lögum. Á plötunni eru níu lög og er hún sett upp á ákveðinn hátt til að koma sögunni til skila. Sækir innblástur í eigin tilfinningar „Ég lagði ekki upp með það að hafa þetta svona, þetta var ekki planað. Ég ákvað þetta í raun bara allt saman í lokin, þá fattaði ég hvernig ég gæti lagt lögin upp á plötunni til þess að segja þessa sögu. Þetta er sönn saga, þó sumt sé ýkt, þá er þetta allt eitthvað sem varð mér raunverulegur innblástur,“ útskýrir Ísak. Hann segist sækja mikið í tónlist þegar honum líði illa. Með því að semja tónilist fái hann útrás fyrir tilfinningar sínar. Ísak segir að honum finnist því eðli málsins samkvæmt vænt um lögin á plötunni. „Þau minna mig auðvitað á þennan tíma. Hvert lag hefur sína sögu fyrir mér og sína merkingu. Eitt af þeim byrjaði ég að semja í fyrra, lagið „Missa vitið.“ Svo kláraði ég það ekki fyrr en í ár og þá var það komið með nýja meiningu fyrir mér, sem er kannski eitthvað sem ég vil ekki endilega deila.“ Ísak segist fyrst og fremst vera sáttur á þessum tímamótum, að hafa loksins gefið út sína fyrstu plötu. Með plötunni fylgir tónlistarmyndband við lagið Missa vitið en því er leikstýrt af Magnúsi Rönne. „Ég hlakka til að leyfa fólki loksins að sjá það, við lögðum alvöru vinnu í þetta.“ Hann segist engan veginn hættur. Hann einbeiti sér nú að því að fylgja þessari plötu úr hlaði en segist strax byrjaður að semja lög á þá næstu. „Ég er með nokkur í bígerð og vonast til þess að gefa þau út á næsta ári.“ Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er saga, saga af villigötum, af því þegar þú ert á vitlausri leið en nærð svo loksins að finna ljósið,“ segir Ísak Dagur Kristjánsson, tónlistarmaðurinn SAKI í samtali við Vísi. Hann segist lengi hafa unnið í plötunni, síðastliðið eina og hálfa árið. Plötuna hefur hann gert ásamt félaga sínum Snorra Péturssyni sem fram kemur í nokkrum lögum. Á plötunni eru níu lög og er hún sett upp á ákveðinn hátt til að koma sögunni til skila. Sækir innblástur í eigin tilfinningar „Ég lagði ekki upp með það að hafa þetta svona, þetta var ekki planað. Ég ákvað þetta í raun bara allt saman í lokin, þá fattaði ég hvernig ég gæti lagt lögin upp á plötunni til þess að segja þessa sögu. Þetta er sönn saga, þó sumt sé ýkt, þá er þetta allt eitthvað sem varð mér raunverulegur innblástur,“ útskýrir Ísak. Hann segist sækja mikið í tónlist þegar honum líði illa. Með því að semja tónilist fái hann útrás fyrir tilfinningar sínar. Ísak segir að honum finnist því eðli málsins samkvæmt vænt um lögin á plötunni. „Þau minna mig auðvitað á þennan tíma. Hvert lag hefur sína sögu fyrir mér og sína merkingu. Eitt af þeim byrjaði ég að semja í fyrra, lagið „Missa vitið.“ Svo kláraði ég það ekki fyrr en í ár og þá var það komið með nýja meiningu fyrir mér, sem er kannski eitthvað sem ég vil ekki endilega deila.“ Ísak segist fyrst og fremst vera sáttur á þessum tímamótum, að hafa loksins gefið út sína fyrstu plötu. Með plötunni fylgir tónlistarmyndband við lagið Missa vitið en því er leikstýrt af Magnúsi Rönne. „Ég hlakka til að leyfa fólki loksins að sjá það, við lögðum alvöru vinnu í þetta.“ Hann segist engan veginn hættur. Hann einbeiti sér nú að því að fylgja þessari plötu úr hlaði en segist strax byrjaður að semja lög á þá næstu. „Ég er með nokkur í bígerð og vonast til þess að gefa þau út á næsta ári.“
Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira