„Verið að selja Gummersbach-treyjur á svarta markaðnum í Eyjum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2024 12:31 Elliði Snær Viðarsson og félagar hans í Gummersbach eru klárir í slaginn gegn FH. stöð 2 Elliði Snær Viðarsson, leikmaður Gummersbach, hlakkar til leiksins gegn FH í Evrópudeildinni. Hann á von á því að þýska liðið fái góðan stuðning frá Eyjamönnum í kvöld og segir FH-inga verðuga andstæðinga. Boðið verður upp á sannkallaða handboltaveislu í Kaplakrika í dag en þá mæta Valur og Íslandsmeistarar FH tveimur Íslendingaliðum, Porto og Gummersbach, í Evrópudeildinni. Guðjón Valur Sigurðsson stýrir Gummersbach og Elliði leikur með liðinu. „Síðasta þriðjudag var fyrsti Evrópuleikurinn minn og að koma strax til Íslands er ótrúlega sérstakt og gaman og verðugt verkefni,“ sagði Elliði í samtali við Val Pál Eiríksson. Elliði hefur leikið með Gummersbach síðan 2020 og hefur tekið þátt í miklum uppgangi hjá liðinu. „Það er búið að vera markmiðið hjá mér persónulega að fara að komast í Evrópukeppni og það er frábært að ná því með liðinu sínu. Ég er að fara á fimmta tímabil með því og við stefndum alltaf á að komast í Evrópukeppnina. Það er búinn að vera ótrúlegur uppgangur hjá okkur síðustu ár og að við séum búin að ná þessu úr annarri deildinni á fjórum árum; ég get eiginlega ekki verið stoltari af liðinu og öllu í kringum það,“ sagði Elliði en Gummersbach vann Sävehof í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni. Ísrúntur á rútu Gummersbach kom til landsins í fyrradag og Guðjón Valur fór með liðið á heimaslóðir, í Neslaugina, og svo í ísbúð. „Liðið fór allt saman í Seltjarnarneslaugina í gærkvöldi [í fyrradag] og fengum okkur svo ís. Það var ný upplifun að fara á ísrúnt á rútu. Það var mjög skemmtilegt,“ sagði Elliði. „Það var langur dagur í gær [í fyrradag]. Í dag [í gær] reynir maður að hitta vini og ættingja en maður þarf líka að koma sér yfir á íslenska tímann svo maður verði ekki sofnaður þegar leikurinn byrjar. Hann er full seint á þýskum tíma, klukkan 22:30, en við hljótum að lifa það af.“ Taka á sig tveggja daga ferðalag Elliði og samherjar hans fá góðan stuðning frá sveitungum hans úr Vestmannaeyjum í leiknum í dag. „Það er verið að selja Gummersbach-treyjur á svarta markaðnum í Eyjum hef ég verið að heyra,“ sagði Elliði léttur. Elliði hefur átt stóran þátt í uppgangi Gummersbach síðustu ár.gummersbach „Það eru einhverjir Vestmannaeyingar á leiðinni og bara ágætis fjöldi held ég. Það er ótrúlega gaman hvað það eru margir tilbúnir að taka á sig tveggja daga ferðalag. Þú kemst ekki heim um kvöldið. Ég er ótrúlega þakklátur og stoltur af þeir vilji koma og horfa á Gummersbach og þessa handboltaveislu.“ Komu á óvart gegn Toulouse FH bíður Gummersbach í kvöld en Íslandsmeistararnir stóðu uppi í hárinu á Toulouse í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni, þrátt fyrir að vera án Arons Pálmarssonar. Elliði segir að Gummersbach taki verkefni kvöldsins mjög alvarlega. Klippa: Viðtal við Elliða „Það eru búin að vera mörg spurningarmerki, hverjir spila og hverjir ekki, en við gerum bara fastlega ráð fyrir því allir séu með og undirbúum okkur svoleiðis. Þetta er mjög verðugt verkefni,“ sagði Elliði. „Þeir komu mjög á óvart á móti þessu Toulouse-liði. Þeir hækkuðu sig sem lið og voru ótrúlega góðir á móti Toulouse þannig ég á von á að þeir verði fullmannaðir og mæti stemmdir og tilbúnir í alvöru tempóleik.“ Horfa má á viðtalið við Elliða í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta FH Þýski handboltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira
Boðið verður upp á sannkallaða handboltaveislu í Kaplakrika í dag en þá mæta Valur og Íslandsmeistarar FH tveimur Íslendingaliðum, Porto og Gummersbach, í Evrópudeildinni. Guðjón Valur Sigurðsson stýrir Gummersbach og Elliði leikur með liðinu. „Síðasta þriðjudag var fyrsti Evrópuleikurinn minn og að koma strax til Íslands er ótrúlega sérstakt og gaman og verðugt verkefni,“ sagði Elliði í samtali við Val Pál Eiríksson. Elliði hefur leikið með Gummersbach síðan 2020 og hefur tekið þátt í miklum uppgangi hjá liðinu. „Það er búið að vera markmiðið hjá mér persónulega að fara að komast í Evrópukeppni og það er frábært að ná því með liðinu sínu. Ég er að fara á fimmta tímabil með því og við stefndum alltaf á að komast í Evrópukeppnina. Það er búinn að vera ótrúlegur uppgangur hjá okkur síðustu ár og að við séum búin að ná þessu úr annarri deildinni á fjórum árum; ég get eiginlega ekki verið stoltari af liðinu og öllu í kringum það,“ sagði Elliði en Gummersbach vann Sävehof í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni. Ísrúntur á rútu Gummersbach kom til landsins í fyrradag og Guðjón Valur fór með liðið á heimaslóðir, í Neslaugina, og svo í ísbúð. „Liðið fór allt saman í Seltjarnarneslaugina í gærkvöldi [í fyrradag] og fengum okkur svo ís. Það var ný upplifun að fara á ísrúnt á rútu. Það var mjög skemmtilegt,“ sagði Elliði. „Það var langur dagur í gær [í fyrradag]. Í dag [í gær] reynir maður að hitta vini og ættingja en maður þarf líka að koma sér yfir á íslenska tímann svo maður verði ekki sofnaður þegar leikurinn byrjar. Hann er full seint á þýskum tíma, klukkan 22:30, en við hljótum að lifa það af.“ Taka á sig tveggja daga ferðalag Elliði og samherjar hans fá góðan stuðning frá sveitungum hans úr Vestmannaeyjum í leiknum í dag. „Það er verið að selja Gummersbach-treyjur á svarta markaðnum í Eyjum hef ég verið að heyra,“ sagði Elliði léttur. Elliði hefur átt stóran þátt í uppgangi Gummersbach síðustu ár.gummersbach „Það eru einhverjir Vestmannaeyingar á leiðinni og bara ágætis fjöldi held ég. Það er ótrúlega gaman hvað það eru margir tilbúnir að taka á sig tveggja daga ferðalag. Þú kemst ekki heim um kvöldið. Ég er ótrúlega þakklátur og stoltur af þeir vilji koma og horfa á Gummersbach og þessa handboltaveislu.“ Komu á óvart gegn Toulouse FH bíður Gummersbach í kvöld en Íslandsmeistararnir stóðu uppi í hárinu á Toulouse í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni, þrátt fyrir að vera án Arons Pálmarssonar. Elliði segir að Gummersbach taki verkefni kvöldsins mjög alvarlega. Klippa: Viðtal við Elliða „Það eru búin að vera mörg spurningarmerki, hverjir spila og hverjir ekki, en við gerum bara fastlega ráð fyrir því allir séu með og undirbúum okkur svoleiðis. Þetta er mjög verðugt verkefni,“ sagði Elliði. „Þeir komu mjög á óvart á móti þessu Toulouse-liði. Þeir hækkuðu sig sem lið og voru ótrúlega góðir á móti Toulouse þannig ég á von á að þeir verði fullmannaðir og mæti stemmdir og tilbúnir í alvöru tempóleik.“ Horfa má á viðtalið við Elliða í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta FH Þýski handboltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira