Nýliðinn hetja Þýskalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2024 21:45 Sigurmarkinu fagnað. ANP/Getty Images Fjórir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta í kvöld. Frakkland vann Belgíu, Ítalía fór létt með Ísrael og Þýskaland lagði Holland. A-deild, riðill 2 Í Brussel voru það heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að komast yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar vítaspyrna var dæmd eftir að brotið var á Loïs Openda. Youri Tielemans fór á punktinn en spyrna hans hitti ekki markið og staðan enn markalaus. 🇧🇪 Openda 🤗#NationsLeague pic.twitter.com/ign6bmhWRL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á 35. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu. Randal Kolo Muani fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin, staðan orðin 0-1 og þannig var hún fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik jafnaði Openda metin eftir undirbúning Timothy Castagne. Manu Kone hélt hann hefði komið Frakklandi yfir eftir klukkutíma leik en markið dæmt af vegna rangstöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Kolo Muani gestunum yfir eftir sendingu Lucas Digne. Aurélien Tchouaméni fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og þar með rautt. Frakkar því manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að jafna metin og lokatölur í Belgíu 1-2. K⚽️l⚽️ Muani #NationsLeague pic.twitter.com/9GKzZQXcCR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á Ítalíu tóku heimamenn á móti Ísrael. Þar var staðan 1-0 í hálfleik eftir að Mateo Retegui skoraði úr vítaspyrnu á 41. mínútu. Giovanni Di Lorenzo tvöfaldaði forystu Ítalíu snemma í síðari hálfleik eftir sendingu Giacomo Raspadori. Davide Frattesi bætti þriðja markinu við eftir sendingu Federico Dimarco á 72. mínútu leiksins og sigurinn endanlega í höfn. Di Lorenzo bætti fjórða markinu við ekki löngu síðar og staðan orðin 4-1, reyndust það lokatölur leiksins. Giovanni Di Lorenzo bar fyrirliðaband Ítalíu í dag og lét til sín taka.Timothy Rogers/Getty Images Staðan í riðlinum er þannig að Ítalía er með 10 stig, Frakkland er með 9 stig, Belgía með 4 stig og Ísrael án stiga. A-deild, riðill 3 Þýskaland vann 1-0 sigur á Hollandi þökk sé marki Jamie Leweling í sínum fyrsta landsleik. Hann skoraði snemma leiks en það mark var dæmt af. Framherjinn var aftur á ferðinni á 63. mínútu og þá stóð markið. 🇩🇪 Leweling's dream debut ⚽️#NationsLeague pic.twitter.com/qyizjuhupv— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Ungverjaland sótti Bosníu og Hersegóvínu heim. Þar voru það gestirnir sem leiddu í hálfleik þökk sé marki Dominik Szoboszlai eftir undirbúning Zsolt Nagy og staðan 0-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Szoboszlai fór á punktinn og tvöfaldaði forystu gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 0-2. Staðan í riðlinum er þannig að Þýskaland er með 10 stig, Holland og Ungverjaland eru með 5 stig en Bosnía rekur lestina með eitt stig. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira
A-deild, riðill 2 Í Brussel voru það heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að komast yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar vítaspyrna var dæmd eftir að brotið var á Loïs Openda. Youri Tielemans fór á punktinn en spyrna hans hitti ekki markið og staðan enn markalaus. 🇧🇪 Openda 🤗#NationsLeague pic.twitter.com/ign6bmhWRL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á 35. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu. Randal Kolo Muani fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin, staðan orðin 0-1 og þannig var hún fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik jafnaði Openda metin eftir undirbúning Timothy Castagne. Manu Kone hélt hann hefði komið Frakklandi yfir eftir klukkutíma leik en markið dæmt af vegna rangstöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Kolo Muani gestunum yfir eftir sendingu Lucas Digne. Aurélien Tchouaméni fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og þar með rautt. Frakkar því manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að jafna metin og lokatölur í Belgíu 1-2. K⚽️l⚽️ Muani #NationsLeague pic.twitter.com/9GKzZQXcCR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á Ítalíu tóku heimamenn á móti Ísrael. Þar var staðan 1-0 í hálfleik eftir að Mateo Retegui skoraði úr vítaspyrnu á 41. mínútu. Giovanni Di Lorenzo tvöfaldaði forystu Ítalíu snemma í síðari hálfleik eftir sendingu Giacomo Raspadori. Davide Frattesi bætti þriðja markinu við eftir sendingu Federico Dimarco á 72. mínútu leiksins og sigurinn endanlega í höfn. Di Lorenzo bætti fjórða markinu við ekki löngu síðar og staðan orðin 4-1, reyndust það lokatölur leiksins. Giovanni Di Lorenzo bar fyrirliðaband Ítalíu í dag og lét til sín taka.Timothy Rogers/Getty Images Staðan í riðlinum er þannig að Ítalía er með 10 stig, Frakkland er með 9 stig, Belgía með 4 stig og Ísrael án stiga. A-deild, riðill 3 Þýskaland vann 1-0 sigur á Hollandi þökk sé marki Jamie Leweling í sínum fyrsta landsleik. Hann skoraði snemma leiks en það mark var dæmt af. Framherjinn var aftur á ferðinni á 63. mínútu og þá stóð markið. 🇩🇪 Leweling's dream debut ⚽️#NationsLeague pic.twitter.com/qyizjuhupv— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Ungverjaland sótti Bosníu og Hersegóvínu heim. Þar voru það gestirnir sem leiddu í hálfleik þökk sé marki Dominik Szoboszlai eftir undirbúning Zsolt Nagy og staðan 0-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Szoboszlai fór á punktinn og tvöfaldaði forystu gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 0-2. Staðan í riðlinum er þannig að Þýskaland er með 10 stig, Holland og Ungverjaland eru með 5 stig en Bosnía rekur lestina með eitt stig.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira