Nýliðinn hetja Þýskalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2024 21:45 Sigurmarkinu fagnað. ANP/Getty Images Fjórir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta í kvöld. Frakkland vann Belgíu, Ítalía fór létt með Ísrael og Þýskaland lagði Holland. A-deild, riðill 2 Í Brussel voru það heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að komast yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar vítaspyrna var dæmd eftir að brotið var á Loïs Openda. Youri Tielemans fór á punktinn en spyrna hans hitti ekki markið og staðan enn markalaus. 🇧🇪 Openda 🤗#NationsLeague pic.twitter.com/ign6bmhWRL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á 35. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu. Randal Kolo Muani fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin, staðan orðin 0-1 og þannig var hún fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik jafnaði Openda metin eftir undirbúning Timothy Castagne. Manu Kone hélt hann hefði komið Frakklandi yfir eftir klukkutíma leik en markið dæmt af vegna rangstöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Kolo Muani gestunum yfir eftir sendingu Lucas Digne. Aurélien Tchouaméni fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og þar með rautt. Frakkar því manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að jafna metin og lokatölur í Belgíu 1-2. K⚽️l⚽️ Muani #NationsLeague pic.twitter.com/9GKzZQXcCR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á Ítalíu tóku heimamenn á móti Ísrael. Þar var staðan 1-0 í hálfleik eftir að Mateo Retegui skoraði úr vítaspyrnu á 41. mínútu. Giovanni Di Lorenzo tvöfaldaði forystu Ítalíu snemma í síðari hálfleik eftir sendingu Giacomo Raspadori. Davide Frattesi bætti þriðja markinu við eftir sendingu Federico Dimarco á 72. mínútu leiksins og sigurinn endanlega í höfn. Di Lorenzo bætti fjórða markinu við ekki löngu síðar og staðan orðin 4-1, reyndust það lokatölur leiksins. Giovanni Di Lorenzo bar fyrirliðaband Ítalíu í dag og lét til sín taka.Timothy Rogers/Getty Images Staðan í riðlinum er þannig að Ítalía er með 10 stig, Frakkland er með 9 stig, Belgía með 4 stig og Ísrael án stiga. A-deild, riðill 3 Þýskaland vann 1-0 sigur á Hollandi þökk sé marki Jamie Leweling í sínum fyrsta landsleik. Hann skoraði snemma leiks en það mark var dæmt af. Framherjinn var aftur á ferðinni á 63. mínútu og þá stóð markið. 🇩🇪 Leweling's dream debut ⚽️#NationsLeague pic.twitter.com/qyizjuhupv— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Ungverjaland sótti Bosníu og Hersegóvínu heim. Þar voru það gestirnir sem leiddu í hálfleik þökk sé marki Dominik Szoboszlai eftir undirbúning Zsolt Nagy og staðan 0-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Szoboszlai fór á punktinn og tvöfaldaði forystu gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 0-2. Staðan í riðlinum er þannig að Þýskaland er með 10 stig, Holland og Ungverjaland eru með 5 stig en Bosnía rekur lestina með eitt stig. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
A-deild, riðill 2 Í Brussel voru það heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að komast yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar vítaspyrna var dæmd eftir að brotið var á Loïs Openda. Youri Tielemans fór á punktinn en spyrna hans hitti ekki markið og staðan enn markalaus. 🇧🇪 Openda 🤗#NationsLeague pic.twitter.com/ign6bmhWRL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á 35. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu. Randal Kolo Muani fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin, staðan orðin 0-1 og þannig var hún fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik jafnaði Openda metin eftir undirbúning Timothy Castagne. Manu Kone hélt hann hefði komið Frakklandi yfir eftir klukkutíma leik en markið dæmt af vegna rangstöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Kolo Muani gestunum yfir eftir sendingu Lucas Digne. Aurélien Tchouaméni fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og þar með rautt. Frakkar því manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að jafna metin og lokatölur í Belgíu 1-2. K⚽️l⚽️ Muani #NationsLeague pic.twitter.com/9GKzZQXcCR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á Ítalíu tóku heimamenn á móti Ísrael. Þar var staðan 1-0 í hálfleik eftir að Mateo Retegui skoraði úr vítaspyrnu á 41. mínútu. Giovanni Di Lorenzo tvöfaldaði forystu Ítalíu snemma í síðari hálfleik eftir sendingu Giacomo Raspadori. Davide Frattesi bætti þriðja markinu við eftir sendingu Federico Dimarco á 72. mínútu leiksins og sigurinn endanlega í höfn. Di Lorenzo bætti fjórða markinu við ekki löngu síðar og staðan orðin 4-1, reyndust það lokatölur leiksins. Giovanni Di Lorenzo bar fyrirliðaband Ítalíu í dag og lét til sín taka.Timothy Rogers/Getty Images Staðan í riðlinum er þannig að Ítalía er með 10 stig, Frakkland er með 9 stig, Belgía með 4 stig og Ísrael án stiga. A-deild, riðill 3 Þýskaland vann 1-0 sigur á Hollandi þökk sé marki Jamie Leweling í sínum fyrsta landsleik. Hann skoraði snemma leiks en það mark var dæmt af. Framherjinn var aftur á ferðinni á 63. mínútu og þá stóð markið. 🇩🇪 Leweling's dream debut ⚽️#NationsLeague pic.twitter.com/qyizjuhupv— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Ungverjaland sótti Bosníu og Hersegóvínu heim. Þar voru það gestirnir sem leiddu í hálfleik þökk sé marki Dominik Szoboszlai eftir undirbúning Zsolt Nagy og staðan 0-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Szoboszlai fór á punktinn og tvöfaldaði forystu gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 0-2. Staðan í riðlinum er þannig að Þýskaland er með 10 stig, Holland og Ungverjaland eru með 5 stig en Bosnía rekur lestina með eitt stig.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira