Dagbjört stendur við færsluna sem hún eyddi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. október 2024 18:52 Dagbjört segist standa við færsluna. Vísir/Vilhelm Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist standa við það sem hún sagði í færslu sem hún eyddi af samfélagsmiðlum um helgina. Hún segir þau hörðu viðbrögð sem færslan fékk einkennast af misskilningi og fréttaflutning af henni misvísandi. Dagbjört Hákonardóttir birti færslu á laugardaginn síðasta þar sem hún gerði athugasemd við ummæli Svandísar Svavarsdóttur, innviðaráðherra og formann Vinstri grænna. Ummæli ráðherrans voru á þann veg að það væri mennska fólgin í þeirri ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hringja í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í því skyni að stöðva tilvonandi brottvísun Yazans Tamimi sem nú hefur hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Færslan hafi eingöngu snúið að ummælum Svandísar Í færslunni segir Dagbjört það varhugavert að Svandís skuli setja það í jákvætt samhengi að ráðherra stígi inn í einstök mál út frá pólitískum þrýstingi. Hún líkir afskiptum Guðmundar Inga við Lekamálið, Ásmundarsalsmálið og söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka og segir málin eiga það öll sameiginlegt að ráðherrar hafi haft óeðlileg afskipti af stjórnsýslunni. Í samtali við fréttastofu áréttar Dagbjört að færslan hafi aðeins og einungis snúið að ummælum Svandísar og afskiptum félags- og vinnumarkaðsráðherra og engan veginn að máli Yazans Tamimi. „Ég er umfram allt mjög glöð yfir því að Yazan búi hér og hafi fengið fyrirsjáanleika í sitt líf. Ummælin snerust alls ekki að því,“ segir Dagbjört. Stendur við færsluna Hún segist standa við ummæli sín en segir að hún hafi fundið sig knúna til að eyða færslunni. „Það er ágætt að horfa til þess að ummælin sem voru látin þarna falla voru í fullkomnu ósamræmi við innihald og í staðinn fyrir að fara að svara hverjum og einum ákvað ég að best væri að láta kyrrt liggja. Ég tók mér dagskrárvald þarna,“ segir Dagbjört. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mál Yazans Samfylkingin Hælisleitendur Vinstri græn Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Dagbjört Hákonardóttir birti færslu á laugardaginn síðasta þar sem hún gerði athugasemd við ummæli Svandísar Svavarsdóttur, innviðaráðherra og formann Vinstri grænna. Ummæli ráðherrans voru á þann veg að það væri mennska fólgin í þeirri ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hringja í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í því skyni að stöðva tilvonandi brottvísun Yazans Tamimi sem nú hefur hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Færslan hafi eingöngu snúið að ummælum Svandísar Í færslunni segir Dagbjört það varhugavert að Svandís skuli setja það í jákvætt samhengi að ráðherra stígi inn í einstök mál út frá pólitískum þrýstingi. Hún líkir afskiptum Guðmundar Inga við Lekamálið, Ásmundarsalsmálið og söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka og segir málin eiga það öll sameiginlegt að ráðherrar hafi haft óeðlileg afskipti af stjórnsýslunni. Í samtali við fréttastofu áréttar Dagbjört að færslan hafi aðeins og einungis snúið að ummælum Svandísar og afskiptum félags- og vinnumarkaðsráðherra og engan veginn að máli Yazans Tamimi. „Ég er umfram allt mjög glöð yfir því að Yazan búi hér og hafi fengið fyrirsjáanleika í sitt líf. Ummælin snerust alls ekki að því,“ segir Dagbjört. Stendur við færsluna Hún segist standa við ummæli sín en segir að hún hafi fundið sig knúna til að eyða færslunni. „Það er ágætt að horfa til þess að ummælin sem voru látin þarna falla voru í fullkomnu ósamræmi við innihald og í staðinn fyrir að fara að svara hverjum og einum ákvað ég að best væri að láta kyrrt liggja. Ég tók mér dagskrárvald þarna,“ segir Dagbjört.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mál Yazans Samfylkingin Hælisleitendur Vinstri græn Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira