Åge bjartsýnn: „Verðum að stöðva Aktürkoglu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2024 15:32 Åge Hareide segir að allir leikmenn íslenska liðsins séu klárir í slaginn í kvöld fyrir utan Jón Dag Þorsteinsson og Stefán Teit Þórðarson sem taka út leikbann. vísir/sigurjón Åge Hareide vonast til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta nýti meðbyrinn frá því í seinni hálfleik gegn Wales í leiknum gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. „Mér líður vel því við enduðum síðasta leik vel. Við spiluðum mjög vel í seinni hálfleik. Ég held að strákarnir séu undirbúnir,“ sagði Åge í samtali við íþróttadeild í gær. Ljóst er að hann þarf að gera tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Wales, sem endaði með 2-2 jafntefli, þar sem Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í banni. Breytingar verða þó allavega þrjár því Logi Tómasson, hetjan frá leiknum gegn Wales, verður einnig í byrjunarliðinu. „Logi gerði mjög vel þegar hann kom inn á og hann byrjar. Við sjáum á morgun [í dag] hvaða liði við munum stilla upp. Við erum með leikmenn í hópnum sem geta komið inn og gert vel,“ sagði Åge og bætti við að engin meiðsli hefðu komið upp í íslenska hópnum frá leiknum gegn Wales á föstudaginn. „Við æfðum við frábærar aðstæður í Hafnarfirði og það hefur verið gott. Fyrst var endurheimt eftir erfiðan leik gegn Wales. Drengirnir líta ágætlega út og við hlökkum til leiksins.“ Klippa: Viðtal við Åge Hareide- Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tyrklandi, 3-1. Kerem Aktürkoglu skoraði öll mörk Tyrkja í leiknum í Izmir. „Við verðum að stöðva hann en það eru margir góðir leikmenn í tyrkneska liðinu,“ sagði Åge. „Við einbeitum okkur að okkar liði en vonandi getum við haldið þeim í skefjum og einnig boðið upp á sóknarfótbolta.“ Horfa má á viðtalið við Åge í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Landsleikurinn fer fram í kvöld Leikur Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni fer fram í kvöld. Laugardalsvöllurinn var metinn leikhæfur af dómurum leiksins. 14. október 2024 14:20 Logi fær sviðsljósið á miðlum UEFA Logi Tómasson var maður föstudagskvöldsins og fær væntanlega sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld. 14. október 2024 11:33 Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. 14. október 2024 10:56 „Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. 14. október 2024 10:31 Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14. október 2024 07:02 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira
„Mér líður vel því við enduðum síðasta leik vel. Við spiluðum mjög vel í seinni hálfleik. Ég held að strákarnir séu undirbúnir,“ sagði Åge í samtali við íþróttadeild í gær. Ljóst er að hann þarf að gera tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Wales, sem endaði með 2-2 jafntefli, þar sem Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í banni. Breytingar verða þó allavega þrjár því Logi Tómasson, hetjan frá leiknum gegn Wales, verður einnig í byrjunarliðinu. „Logi gerði mjög vel þegar hann kom inn á og hann byrjar. Við sjáum á morgun [í dag] hvaða liði við munum stilla upp. Við erum með leikmenn í hópnum sem geta komið inn og gert vel,“ sagði Åge og bætti við að engin meiðsli hefðu komið upp í íslenska hópnum frá leiknum gegn Wales á föstudaginn. „Við æfðum við frábærar aðstæður í Hafnarfirði og það hefur verið gott. Fyrst var endurheimt eftir erfiðan leik gegn Wales. Drengirnir líta ágætlega út og við hlökkum til leiksins.“ Klippa: Viðtal við Åge Hareide- Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tyrklandi, 3-1. Kerem Aktürkoglu skoraði öll mörk Tyrkja í leiknum í Izmir. „Við verðum að stöðva hann en það eru margir góðir leikmenn í tyrkneska liðinu,“ sagði Åge. „Við einbeitum okkur að okkar liði en vonandi getum við haldið þeim í skefjum og einnig boðið upp á sóknarfótbolta.“ Horfa má á viðtalið við Åge í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Landsleikurinn fer fram í kvöld Leikur Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni fer fram í kvöld. Laugardalsvöllurinn var metinn leikhæfur af dómurum leiksins. 14. október 2024 14:20 Logi fær sviðsljósið á miðlum UEFA Logi Tómasson var maður föstudagskvöldsins og fær væntanlega sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld. 14. október 2024 11:33 Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. 14. október 2024 10:56 „Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. 14. október 2024 10:31 Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14. október 2024 07:02 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira
Landsleikurinn fer fram í kvöld Leikur Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni fer fram í kvöld. Laugardalsvöllurinn var metinn leikhæfur af dómurum leiksins. 14. október 2024 14:20
Logi fær sviðsljósið á miðlum UEFA Logi Tómasson var maður föstudagskvöldsins og fær væntanlega sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld. 14. október 2024 11:33
Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. 14. október 2024 10:56
„Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. 14. október 2024 10:31
Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14. október 2024 07:02