Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2024 10:56 Leikurinn gegn Tyrklandi verður sá síðasti á Laugardalsvelli áður en blandað gras verður lagt á völlinn. Ekki liggur þó fyrir hvort leikurinn fer fram í kvöld eða á morgun. vísir/anton Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. Í gær var greint frá óvissu um hvort leikur Íslands og Tyrklands gæti farið fram í kvöld eins og til stóð vegna frosts í jörðu. Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og er því afar viðkvæmur fyrir næturfrosti eins og var í nótt. Lið Íslands og Tyrklands æfðu inni í knatthúsi Stjörnunnar, Miðgarði í gær, og síðdegis funduðu eftirlitsmaður UEFA, stjórnendur KSÍ og starfsmenn Laugardalsvallar um hvort leikurinn gæti farið fram í kvöld. Engin ákvörðun var þó tekin íum frestun. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar munu dómarar leiksins skoða Laugardalsvöll klukkan 14:00 og í kjölfarið ákveða hvort hann sé leikhæfur. Ef ekki verður leiknum frestað til morguns. Svigrúm er til þess en landsleikjaglugginn verður opinn fram á þriðjudagskvöld. Dúkur hefur verið yfir Laugardalsvelli síðustu daga til að halda sem mestum hita á grasinu. Dúkurinn var tekinn af skömmu fyrir leikinn gegn Wales á föstudaginn en settur aftur á eftir leik. Ekki hefur verið æft á Laugardalsvelli undanfarna daga en fyrir leikinn gegn Wales æfði íslenska liðið á blönduðu grasi FH-inga í Kaplakrika. Walesverjar æfðu heima fyrir áður en þeir flugu til Íslands daginn fyrir leik. Laugardalsvöllur KSÍ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. 14. október 2024 10:31 Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14. október 2024 07:02 Sýndu Kolbeini hve góður hann hefur verið: „Er með marga vini í kringum sig“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide segir að bakvörðurinn Kolbeinn Finnsson hafi fengið góðan stuðning frá reyndum liðsfélögum eftir að hafa átt slæman dag í leiknum við Wales í Þjóðadeildinni á föstudaginn. 13. október 2024 22:17 KSÍ vildi fá Albert sem bað um hvíld Åge Hareide sagði á blaðamannafundi fyrir landsleik Íslands og Tyrklands á morgun að KSÍ hefði rætt við Albert Guðmundsson um að koma til liðs við landsliðshópinn fyrir leikinn annað kvöld. 13. október 2024 15:32 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Tyrkjum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik karlalandsliðsins gegn Tyrklandi í B-deild Þjóðadeildarinnar annað kvöld. 13. október 2024 14:31 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Í gær var greint frá óvissu um hvort leikur Íslands og Tyrklands gæti farið fram í kvöld eins og til stóð vegna frosts í jörðu. Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og er því afar viðkvæmur fyrir næturfrosti eins og var í nótt. Lið Íslands og Tyrklands æfðu inni í knatthúsi Stjörnunnar, Miðgarði í gær, og síðdegis funduðu eftirlitsmaður UEFA, stjórnendur KSÍ og starfsmenn Laugardalsvallar um hvort leikurinn gæti farið fram í kvöld. Engin ákvörðun var þó tekin íum frestun. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar munu dómarar leiksins skoða Laugardalsvöll klukkan 14:00 og í kjölfarið ákveða hvort hann sé leikhæfur. Ef ekki verður leiknum frestað til morguns. Svigrúm er til þess en landsleikjaglugginn verður opinn fram á þriðjudagskvöld. Dúkur hefur verið yfir Laugardalsvelli síðustu daga til að halda sem mestum hita á grasinu. Dúkurinn var tekinn af skömmu fyrir leikinn gegn Wales á föstudaginn en settur aftur á eftir leik. Ekki hefur verið æft á Laugardalsvelli undanfarna daga en fyrir leikinn gegn Wales æfði íslenska liðið á blönduðu grasi FH-inga í Kaplakrika. Walesverjar æfðu heima fyrir áður en þeir flugu til Íslands daginn fyrir leik.
Laugardalsvöllur KSÍ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. 14. október 2024 10:31 Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14. október 2024 07:02 Sýndu Kolbeini hve góður hann hefur verið: „Er með marga vini í kringum sig“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide segir að bakvörðurinn Kolbeinn Finnsson hafi fengið góðan stuðning frá reyndum liðsfélögum eftir að hafa átt slæman dag í leiknum við Wales í Þjóðadeildinni á föstudaginn. 13. október 2024 22:17 KSÍ vildi fá Albert sem bað um hvíld Åge Hareide sagði á blaðamannafundi fyrir landsleik Íslands og Tyrklands á morgun að KSÍ hefði rætt við Albert Guðmundsson um að koma til liðs við landsliðshópinn fyrir leikinn annað kvöld. 13. október 2024 15:32 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Tyrkjum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik karlalandsliðsins gegn Tyrklandi í B-deild Þjóðadeildarinnar annað kvöld. 13. október 2024 14:31 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
„Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. 14. október 2024 10:31
Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. 14. október 2024 07:02
Sýndu Kolbeini hve góður hann hefur verið: „Er með marga vini í kringum sig“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide segir að bakvörðurinn Kolbeinn Finnsson hafi fengið góðan stuðning frá reyndum liðsfélögum eftir að hafa átt slæman dag í leiknum við Wales í Þjóðadeildinni á föstudaginn. 13. október 2024 22:17
KSÍ vildi fá Albert sem bað um hvíld Åge Hareide sagði á blaðamannafundi fyrir landsleik Íslands og Tyrklands á morgun að KSÍ hefði rætt við Albert Guðmundsson um að koma til liðs við landsliðshópinn fyrir leikinn annað kvöld. 13. október 2024 15:32
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Tyrkjum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik karlalandsliðsins gegn Tyrklandi í B-deild Þjóðadeildarinnar annað kvöld. 13. október 2024 14:31