Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 09:55 Halla Tómasdóttir ræddi við fréttamenn að loknum fundi hennar með Bjarna Benediktssyni á Bessastöðum í morgun. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gekk á fund forseta í morgun til þess að óska eftir því að þing verði rofið og boðað verði til kosninga í lok nóvember. Að fundinum loknum sagði Halla að hún hefði átt samtöl við Bjarna undanfarna daga og við formenn hinna stjórnarflokkanna í gærkvöldi, eftir að Bjarni tilkynnti að hann ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu. „Ég hyggst nú gefa mér tíma til að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ sagði Halla. Eftir það ætlaði hún sér að leggja mat á stöðu mála áður en hún tæki afstöðu til bónar Bjarna. Hún boðaði að hún gerði grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni. Halla gaf fréttamönnum ekki kost á að spyrja spurninga þar sem hún sagðist ekki hafa neinu við yfirlýsingu sína að bæta að sinni. Að fundinum loknum sendi forsetaembættið út yfirlýsingu þar sem fram kom dagskrá funda með leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna í dag. Kristrún Frostadóttir kemur á fund forseta kl. 10:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kemur á fund forseta kl. 11:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur á fund forseta kl. 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kemur á fund forseta kl. 16:45 Inga Sæland kemur á fund forseta kl. 16:00. Bjarni sagði fyrir fundinn að það hversu langan tíma það formsatriði að fá leyfi forseta fyrir þingrofi tæki hefði áhrif á hvort kosið yrði til Alþingis 23. nóvember eða 30. nóvember. Liggi ákvörðun forseta fyrir á morgun yrði kjördagur 23. nóvember en dragist það til miðvikudags yrði kosið viku síðar. Þá sagðist Bjarni gera ráð fyrir að forseti féllist á bón hans, annað yrði afar óvenjulegt. Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. 14. október 2024 09:22 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gekk á fund forseta í morgun til þess að óska eftir því að þing verði rofið og boðað verði til kosninga í lok nóvember. Að fundinum loknum sagði Halla að hún hefði átt samtöl við Bjarna undanfarna daga og við formenn hinna stjórnarflokkanna í gærkvöldi, eftir að Bjarni tilkynnti að hann ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu. „Ég hyggst nú gefa mér tíma til að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ sagði Halla. Eftir það ætlaði hún sér að leggja mat á stöðu mála áður en hún tæki afstöðu til bónar Bjarna. Hún boðaði að hún gerði grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni. Halla gaf fréttamönnum ekki kost á að spyrja spurninga þar sem hún sagðist ekki hafa neinu við yfirlýsingu sína að bæta að sinni. Að fundinum loknum sendi forsetaembættið út yfirlýsingu þar sem fram kom dagskrá funda með leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna í dag. Kristrún Frostadóttir kemur á fund forseta kl. 10:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kemur á fund forseta kl. 11:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur á fund forseta kl. 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kemur á fund forseta kl. 16:45 Inga Sæland kemur á fund forseta kl. 16:00. Bjarni sagði fyrir fundinn að það hversu langan tíma það formsatriði að fá leyfi forseta fyrir þingrofi tæki hefði áhrif á hvort kosið yrði til Alþingis 23. nóvember eða 30. nóvember. Liggi ákvörðun forseta fyrir á morgun yrði kjördagur 23. nóvember en dragist það til miðvikudags yrði kosið viku síðar. Þá sagðist Bjarni gera ráð fyrir að forseti féllist á bón hans, annað yrði afar óvenjulegt.
Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. 14. október 2024 09:22 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. 14. október 2024 09:22