Innlent

Við­brögð lands­manna: „Er hægt að kaupa flug­elda?“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá Stjórnarráðinu í dag eftir að Bjarni tilkynnti um að hann hyggist rjúfa þing og boða til kosniga í nóvember.
Frá Stjórnarráðinu í dag eftir að Bjarni tilkynnti um að hann hyggist rjúfa þing og boða til kosniga í nóvember. vísir/vilhelm

Ýmis konar viðbrögð berast frá landsmönnum vegna stórtíðinda dagsins um að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri sprungin. Vísir tók saman það helsta af samfélagsmiðlum.

Margir eru spenntir fyrir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem hefur verið á flugi í skoðanakönnunum undanfarið. 

Aðrir eru spenntir fyrir Kristrúnu Frostadóttur, sem segir þjóðina loks fá tækifæri.

Einhverjir telja annað hafa legið að baki ákvörðun Bjarna en málefnaágreiningur. 

Hrafn Jónsson segir Vinstri græna hafa misst af gullnu tækifæri. 

Halla Gunnarsdóttir var einn flutningsamaður tillögu á landsfundi VG um að kjósa í vor. Hún segir muninn á flokkunum hafa kristallast í mismunandi áherslum síðustu vikur. 

Gunnar Smári Egilsson framkvæmdastjóri Sósíalistaflokks Íslands segir kominn tími á róttækar breytingar. 

Tíðindunum er fagnað innilega.

Bjarni hefur áður verið í sömu stöðu, líkt og Sóley Tómasdóttir minnir á - bæði sem forsætisráðherra árið 2016 og árið 2017

Fylgst er með öllum vendingum í vaktinni sem nálgast má hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×