Ef heimurinn virkaði eins og hljómsveit Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 13. október 2024 06:33 Hvað gerir samfélag sem er komið að þrotum vegna tengslaleysis, glæpa og ofbeldis sem nær hápunkti þegar grunnskóli hverfisins brennur til grunna vegna íkveikju? Þegar þessi staða kom upp í bænum Södertälje í Svíþjóð var ákveðið að byggja upp samfélagsmiðstöð á grunni skólans sem brann, samfélagsmiðstöð með áherslu á tengslamyndun í gegnum listir. Í þessari samfélagsmiðstöð, sem heitir Kúltúrskólinn (Kulturskolan), er meðal annars að finna mjög metnaðarfullt tónlistarnám sem er aðgengilegt öllum börnum í hverfinu án endurgjalds. Í yfir 50 ár hafa innflytjendur safnast saman í Södertälje, bæ sem er í hálftíma fjarlægð suður af Stokkhólmi, en innflytjendur eru mikill meirihluti þeirra sem þar búa. Lengi vel var ekki unnið markvisst að inngildingu og aðlögun innflytjenda og samfélagsins sem fyrir var. Það hafði þær afleiðingar í för með sér að mikil gengjamyndun átti sér stað með tilheyrandi glæpum, ofbeldi og óeiningu í samfélaginu sem náði hámarki fyrir rúmum áratug síðan, á sama tíma og kveikt var í skólanum sem brann til grunna. Tónlist tengir mann við sjálfan sig og aðra Nýlega hitti ég ungan mann sem ólst upp og býr í þessu hverfi. Hann sagði mér frá því hvernig tónlistin hafi hreinlega bjargað lífi hans. Þegar hann var 10 ára var verkefnið El Sistema að hefja göngu sína í Kúltúrskólanum þar sem börn gátu skráð sig í tónlistarnám, mætt oft í viku, fengið kennslu í hópum og tekið þátt í hljómsveitarstarfi. Það var margt hrífandi við frásögn hans. Eins og það hvernig ungmennin í tónlistarskólanum gengu í hlutverk ungra leiðtoga sem fól í sér að vera fyrirmynd fyrir ungu nemendurna sem voru að stíga sín fyrstu skref. Ungmennin tóku á móti þeim sem yngri voru, sátu hlið við hlið á hljómsveitaræfingum, sýndu þeim hvernig maður hagar sér og nær árangri í hljómsveit og voru til staðar ef börnin þurftu að ræða málin fyrir eða eftir æfingu. Þessi tengsl sem mynduðust blómstruðu líka úti í samfélaginu, þegar þau hittust í grunnskólanum eða í fótbolta. Unglingarnir pössuðu upp á krakkana sem á sama tíma eignuðust fyrirmyndir og vini í unglingunum. Eins og ungi maðurinn sagði: ,,Tónlist tengir mann við sjálfan sig og annað fólk”. Ég hitti líka fyrir nýjan aðalstjórnanda Konunglegu Fílharmóníusveitarinnar í Stokkhólmi, Ryan Bancroft. Hann sagði frá uppvexti sínum í Compton, hverfi í Los Angeles sem glímir við miklar áskoranir, fátækt, gengi og háa glæpatíðni. Ryan lagði mikla áherslu á það að hann eigi líf sitt að þakka tónlistinni og frábærum kennurum sem hvöttu hann áfram. Í dag er hann einn af eftirsóttustu hljómsveitarstjórum heims á sama tíma og bræður hans eru virkir meðlimir í gengjum á heimaslóðum þeirra. Tónlist breytir lífi fólks. Hvernig ætlum við að bæta líðan fólks, búa til tengsl og tryggja aðlögun ólíkra hópa? Nú er mikið rætt um ástandið í samfélaginu okkar; vanlíðan ungs fólks, ofbeldi hefur aukist og áskoranir eru uppi varðandi inngildingu og aðlögun ólíkra samfélagshópa. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir hefur kallað saman og hvetur okkur til að vera riddara kærleikans og stendur fyrir góðu samtali. Við sem samfélag þurfum líka að ákveða hvaða verkfæri við ætlum að gefa öllu því fólki sem er viljugt til þess að verða riddarar kærleikans. Hvernig ætlum við að bæta líðan fólks, búa til tengsl og tryggja aðlögun ólíkra hópa svo við lendum ekki í sömu stöðu og Södertälje á sínum tíma? Við stöndum á mikilvægum tímamótum þar sem nauðsynlegt að er að byrja strax að byrgja brunna og byggja brýr svo hér þróist ekki einhverskonar hliðarveruleiki þeirra sem búa við verri kjör og færri tækifæri. Við hljótum öll að vera sammála um að vilja heldur búa til blómlegt fjölmenningarsamfélag þar sem fólk á öllum aldri fær jöfn tækifæri, upplifir að það tilheyri og eigi sömu möguleika og aðrir á innihaldsríku lífi. Ég veit að ég tala fyrir hönd margra sem þekkja mátt tónlistar á eigin skinni þegar ég segi að tónlistariðkun í hverskonar hópum eykur vellíðan, býr til tengsl og eflir samfélög. Rannsóknir sem sýna fram á það eru líka fjölmargar. Eins og ungi maðurinn sagði, þá hefur tónlistin þann töframátt að hún hjálpar manni að tengjast sjálfum sér og öðru fólki. Í gegnum starf mitt hjá tónlistarhúsi þjóðarinnar, Hörpu, hitti ég reglulega fólk sem starfar í mörgum virtustu tónlistarhúsum í Evrópu og á það sameiginlegt að vera hluti af Samtökum evrópskra tónlistarhúsa. Eitt af aðal viðfangsefnum þessa funda er að ræða hlutverk tónlistarhúsa í breyttu samfélagi. Hvernig geta tónlistarhúsin beitt sér til þess að hafa jákvæð áhrif, sameina og efla samfélagið sem það er hluti af? Tölum um lausnir Í Hörpu hefur verið lögð áhersla á að gera það í gegnum eigin dagskrárgerð og alveg sérstaklega í gegnum fjölskyldudagskrá Hörpu sem er ókeypis og aðgengileg öllu fólki. Sagan af músinni í Hörpu, honum Maxímús er nú flutt á 6 tungumálum sem og skoðunarferðirnar um húsið sem ætlaðar eru fjölskyldum. Við höfum átt í góðu samstarfi við ólík hagsmunafélög eins og Rauða Krossinn og fleiri, sem hafa hjálpað til við að ná til þeirra samfélagshópa sem eru ekki endilega að fylgjast með auglýsingum frá Hörpu og einnig aðlagað viðburði í fjölskyldudagskrá að ólíkum þörfum. Upprásin er dæmi um annað verkefni þar sem ungt fólk og aðrir áhugasamir koma til þess að njóta þess sem grasrótin í íslensku tónlistarlífi hefur upp á að bjóða. Ég gæti haldið áfram að telja upp það sem Harpa er að leggja að mörkum en mig langar að beina sjónum aftur út í samfélagið. Verkefni eins og það sem fer fram í Kúltúrhúsinu í Södertälje, tónlistarskólinn El Sistema, er eitt af því sem ætti að skoða með fullri alvöru þegar við veltum fyrir okkur spurningunni sem brennur á okkur mörgum: Hvað getum við gert til að breyta þróuninni sem birtist okkur? El Sistema varð til í Venesúela árið 1975 í bílskúr José Abreu, stofnanda verkefnisins, í þeim tilgangi að vinna með tónlist í samfélögum þar sem miklar áskoranir eru fyrir hendi. Síðan þá hafa verið stofnaðar El Sistema hljómsveitir og kórar í yfir 60 löndum í fleiri en 400 tónlistarskólum. Öll kennsla fer fram í hópum, sem dæmi eru yfir 400 nemendur í El Sistema í Södertälje og 9 kennarar. Tónlistarnámið er ókeypis, greiðslan fyrir námið er í formi skuldbindingu foreldra og nemenda að sinna því. Vikulega eru foreldrakvöld, þar sem hluti foreldra kemur hverju sinni til þess að upplifa æfingu, hitta hvort annað og eiga samtal við kennara. Á Íslandi eigum við frábært tónlistarskólakerfi sem þarf að halda áfram að efla og styrkja en það er pláss fyrir aðrar aðferðir og samfélagslegar nálganir í tónlistarkennslu sem er vert að skoða. Það eru þónokkur verkefni í gangi nú þegar sem hafa þann tilgang að gefa tækifæri á þátttöku í tónlist og sköpun í þeim tilgangi að þroska og efla einstaklinga og samfélag. Mig langar að nefna Kordu Samfóníu sem heldur árlega tónleika í Hörpu og hæfileikakeppnina Skrekk sem Reykjavíkurborg hefur boðið nemendum í skólum sínum upp á í yfir 30 ár. Áhrif Skrekks hafa verið rannsökuð og leiddu niðurstöður í ljós að þátttaka í Skrekk hafði jákvæð áhrif á líðan og sjálfsmynd ungmenna sem og skólasamfélagið í heild. Á síðustu árum hafa samskonar hæfileikakeppnir orðið til fyrir ungmenni á Suðurlandi (Skjálftinn) og á Norðurlandi (Fiðringur). Á Íslandi erum við einnig ákaflega rík af öflugu kórastarfi og lúðrasveitir eru víða. Það væri spennandi að skoða það hvort hægt væri að opna betur dyrnar að þessum hópum fyrir nýbúum í landinu og auka þannig líkur þeirra á að komast inn í samfélagið. Þá fór nýlega í gang námsbraut í Listkennsludeild Listaháskóla Íslands sem heitir Listir og velferð og býður upp á MA nám sem miðar að því að leiða saman breiðan hóp fagfólks sem hefur áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Þekkingin og mannauðurinn til þess að efla þátttöku fólks á öllum aldri í tónlistarstarfi er til staðar. Vitneskjan um öll þau jákvæðu áhrif sem þátttaka fólks í tónlistarstarfi hefur á líf þess og samfélag er líka til staðar. Virkjum þennan mátt tónlistar og nýtum hann betur til þess að bæta líf fólks og samfélagið sem við tilheyrum öll. ,,Hljómsveit er eins og samfélag: ólíkt fólk, ólíkar raddir, ólíkir tónar. Öll hafa sitt hlutverk og öll tengjast hvert öðru. Hugsið ykkur ef heimurinn virkaði meira eins og hljómsveit. Þá væri hann sannarlega betri.” - Ron Davis Alvarez Höfundur er verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harpa Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Hvað gerir samfélag sem er komið að þrotum vegna tengslaleysis, glæpa og ofbeldis sem nær hápunkti þegar grunnskóli hverfisins brennur til grunna vegna íkveikju? Þegar þessi staða kom upp í bænum Södertälje í Svíþjóð var ákveðið að byggja upp samfélagsmiðstöð á grunni skólans sem brann, samfélagsmiðstöð með áherslu á tengslamyndun í gegnum listir. Í þessari samfélagsmiðstöð, sem heitir Kúltúrskólinn (Kulturskolan), er meðal annars að finna mjög metnaðarfullt tónlistarnám sem er aðgengilegt öllum börnum í hverfinu án endurgjalds. Í yfir 50 ár hafa innflytjendur safnast saman í Södertälje, bæ sem er í hálftíma fjarlægð suður af Stokkhólmi, en innflytjendur eru mikill meirihluti þeirra sem þar búa. Lengi vel var ekki unnið markvisst að inngildingu og aðlögun innflytjenda og samfélagsins sem fyrir var. Það hafði þær afleiðingar í för með sér að mikil gengjamyndun átti sér stað með tilheyrandi glæpum, ofbeldi og óeiningu í samfélaginu sem náði hámarki fyrir rúmum áratug síðan, á sama tíma og kveikt var í skólanum sem brann til grunna. Tónlist tengir mann við sjálfan sig og aðra Nýlega hitti ég ungan mann sem ólst upp og býr í þessu hverfi. Hann sagði mér frá því hvernig tónlistin hafi hreinlega bjargað lífi hans. Þegar hann var 10 ára var verkefnið El Sistema að hefja göngu sína í Kúltúrskólanum þar sem börn gátu skráð sig í tónlistarnám, mætt oft í viku, fengið kennslu í hópum og tekið þátt í hljómsveitarstarfi. Það var margt hrífandi við frásögn hans. Eins og það hvernig ungmennin í tónlistarskólanum gengu í hlutverk ungra leiðtoga sem fól í sér að vera fyrirmynd fyrir ungu nemendurna sem voru að stíga sín fyrstu skref. Ungmennin tóku á móti þeim sem yngri voru, sátu hlið við hlið á hljómsveitaræfingum, sýndu þeim hvernig maður hagar sér og nær árangri í hljómsveit og voru til staðar ef börnin þurftu að ræða málin fyrir eða eftir æfingu. Þessi tengsl sem mynduðust blómstruðu líka úti í samfélaginu, þegar þau hittust í grunnskólanum eða í fótbolta. Unglingarnir pössuðu upp á krakkana sem á sama tíma eignuðust fyrirmyndir og vini í unglingunum. Eins og ungi maðurinn sagði: ,,Tónlist tengir mann við sjálfan sig og annað fólk”. Ég hitti líka fyrir nýjan aðalstjórnanda Konunglegu Fílharmóníusveitarinnar í Stokkhólmi, Ryan Bancroft. Hann sagði frá uppvexti sínum í Compton, hverfi í Los Angeles sem glímir við miklar áskoranir, fátækt, gengi og háa glæpatíðni. Ryan lagði mikla áherslu á það að hann eigi líf sitt að þakka tónlistinni og frábærum kennurum sem hvöttu hann áfram. Í dag er hann einn af eftirsóttustu hljómsveitarstjórum heims á sama tíma og bræður hans eru virkir meðlimir í gengjum á heimaslóðum þeirra. Tónlist breytir lífi fólks. Hvernig ætlum við að bæta líðan fólks, búa til tengsl og tryggja aðlögun ólíkra hópa? Nú er mikið rætt um ástandið í samfélaginu okkar; vanlíðan ungs fólks, ofbeldi hefur aukist og áskoranir eru uppi varðandi inngildingu og aðlögun ólíkra samfélagshópa. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir hefur kallað saman og hvetur okkur til að vera riddara kærleikans og stendur fyrir góðu samtali. Við sem samfélag þurfum líka að ákveða hvaða verkfæri við ætlum að gefa öllu því fólki sem er viljugt til þess að verða riddarar kærleikans. Hvernig ætlum við að bæta líðan fólks, búa til tengsl og tryggja aðlögun ólíkra hópa svo við lendum ekki í sömu stöðu og Södertälje á sínum tíma? Við stöndum á mikilvægum tímamótum þar sem nauðsynlegt að er að byrja strax að byrgja brunna og byggja brýr svo hér þróist ekki einhverskonar hliðarveruleiki þeirra sem búa við verri kjör og færri tækifæri. Við hljótum öll að vera sammála um að vilja heldur búa til blómlegt fjölmenningarsamfélag þar sem fólk á öllum aldri fær jöfn tækifæri, upplifir að það tilheyri og eigi sömu möguleika og aðrir á innihaldsríku lífi. Ég veit að ég tala fyrir hönd margra sem þekkja mátt tónlistar á eigin skinni þegar ég segi að tónlistariðkun í hverskonar hópum eykur vellíðan, býr til tengsl og eflir samfélög. Rannsóknir sem sýna fram á það eru líka fjölmargar. Eins og ungi maðurinn sagði, þá hefur tónlistin þann töframátt að hún hjálpar manni að tengjast sjálfum sér og öðru fólki. Í gegnum starf mitt hjá tónlistarhúsi þjóðarinnar, Hörpu, hitti ég reglulega fólk sem starfar í mörgum virtustu tónlistarhúsum í Evrópu og á það sameiginlegt að vera hluti af Samtökum evrópskra tónlistarhúsa. Eitt af aðal viðfangsefnum þessa funda er að ræða hlutverk tónlistarhúsa í breyttu samfélagi. Hvernig geta tónlistarhúsin beitt sér til þess að hafa jákvæð áhrif, sameina og efla samfélagið sem það er hluti af? Tölum um lausnir Í Hörpu hefur verið lögð áhersla á að gera það í gegnum eigin dagskrárgerð og alveg sérstaklega í gegnum fjölskyldudagskrá Hörpu sem er ókeypis og aðgengileg öllu fólki. Sagan af músinni í Hörpu, honum Maxímús er nú flutt á 6 tungumálum sem og skoðunarferðirnar um húsið sem ætlaðar eru fjölskyldum. Við höfum átt í góðu samstarfi við ólík hagsmunafélög eins og Rauða Krossinn og fleiri, sem hafa hjálpað til við að ná til þeirra samfélagshópa sem eru ekki endilega að fylgjast með auglýsingum frá Hörpu og einnig aðlagað viðburði í fjölskyldudagskrá að ólíkum þörfum. Upprásin er dæmi um annað verkefni þar sem ungt fólk og aðrir áhugasamir koma til þess að njóta þess sem grasrótin í íslensku tónlistarlífi hefur upp á að bjóða. Ég gæti haldið áfram að telja upp það sem Harpa er að leggja að mörkum en mig langar að beina sjónum aftur út í samfélagið. Verkefni eins og það sem fer fram í Kúltúrhúsinu í Södertälje, tónlistarskólinn El Sistema, er eitt af því sem ætti að skoða með fullri alvöru þegar við veltum fyrir okkur spurningunni sem brennur á okkur mörgum: Hvað getum við gert til að breyta þróuninni sem birtist okkur? El Sistema varð til í Venesúela árið 1975 í bílskúr José Abreu, stofnanda verkefnisins, í þeim tilgangi að vinna með tónlist í samfélögum þar sem miklar áskoranir eru fyrir hendi. Síðan þá hafa verið stofnaðar El Sistema hljómsveitir og kórar í yfir 60 löndum í fleiri en 400 tónlistarskólum. Öll kennsla fer fram í hópum, sem dæmi eru yfir 400 nemendur í El Sistema í Södertälje og 9 kennarar. Tónlistarnámið er ókeypis, greiðslan fyrir námið er í formi skuldbindingu foreldra og nemenda að sinna því. Vikulega eru foreldrakvöld, þar sem hluti foreldra kemur hverju sinni til þess að upplifa æfingu, hitta hvort annað og eiga samtal við kennara. Á Íslandi eigum við frábært tónlistarskólakerfi sem þarf að halda áfram að efla og styrkja en það er pláss fyrir aðrar aðferðir og samfélagslegar nálganir í tónlistarkennslu sem er vert að skoða. Það eru þónokkur verkefni í gangi nú þegar sem hafa þann tilgang að gefa tækifæri á þátttöku í tónlist og sköpun í þeim tilgangi að þroska og efla einstaklinga og samfélag. Mig langar að nefna Kordu Samfóníu sem heldur árlega tónleika í Hörpu og hæfileikakeppnina Skrekk sem Reykjavíkurborg hefur boðið nemendum í skólum sínum upp á í yfir 30 ár. Áhrif Skrekks hafa verið rannsökuð og leiddu niðurstöður í ljós að þátttaka í Skrekk hafði jákvæð áhrif á líðan og sjálfsmynd ungmenna sem og skólasamfélagið í heild. Á síðustu árum hafa samskonar hæfileikakeppnir orðið til fyrir ungmenni á Suðurlandi (Skjálftinn) og á Norðurlandi (Fiðringur). Á Íslandi erum við einnig ákaflega rík af öflugu kórastarfi og lúðrasveitir eru víða. Það væri spennandi að skoða það hvort hægt væri að opna betur dyrnar að þessum hópum fyrir nýbúum í landinu og auka þannig líkur þeirra á að komast inn í samfélagið. Þá fór nýlega í gang námsbraut í Listkennsludeild Listaháskóla Íslands sem heitir Listir og velferð og býður upp á MA nám sem miðar að því að leiða saman breiðan hóp fagfólks sem hefur áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Þekkingin og mannauðurinn til þess að efla þátttöku fólks á öllum aldri í tónlistarstarfi er til staðar. Vitneskjan um öll þau jákvæðu áhrif sem þátttaka fólks í tónlistarstarfi hefur á líf þess og samfélag er líka til staðar. Virkjum þennan mátt tónlistar og nýtum hann betur til þess að bæta líf fólks og samfélagið sem við tilheyrum öll. ,,Hljómsveit er eins og samfélag: ólíkt fólk, ólíkar raddir, ólíkir tónar. Öll hafa sitt hlutverk og öll tengjast hvert öðru. Hugsið ykkur ef heimurinn virkaði meira eins og hljómsveit. Þá væri hann sannarlega betri.” - Ron Davis Alvarez Höfundur er verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun