Býður upp á ítalska Haggis-pítsu til heiðurs McTominay og Gilmour Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 07:03 Billy Gilmour og Scott McTominay leika báðir með Napoli á Ítalíu. Vísir/Getty Flestum þykja ítalskar pítsur mikið lostgæti. Mikilvægt þykir að fylgja ýmsum reglum sem tilheyra því að gera ekta ítalska pítsu en eigandi veitingastaðar eins í Glasgow lætur slíkt ekki stoppa sig í pítsugerðinni. Löndin Skotland og Ítalía eiga ekkert sérstaklega mikið sameiginlegt og allra síst hvað varðar matreiðslu. Ítalska veitingastaði er þó að finna í Skotlandi líkt og flestum öðrum löndum og eigandi staðarins Vita Bella í Glasgow hefur fundið frumlega leið til að tengja matarmenningu landanna saman. Mimmo Rossi er eigandi Vita Bella og sömuleiðis mikill aðdáandi skosku knattspyrnumannanna Scott McTominay og Billy Gilmour en báðir leika þeir með uppáhaldsliði hans Napoli í Serie A deildinni á Ítalíu. Hann ákvað því að hanna pítsu á matseðil Vita Bella til heiðurs þeim McTominay og Gilmour og óhætt er að segja að hún sé engri lík. „Spenningurinn er álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir“ Á pítsuna setur hann nefnilega haggis, skoska þjóðarréttinn sem ekki er ólíkt íslenska slátrinu. Pítsan er kölluð GilMctominay og á henni er einnig mozzarella ostur, ítalskar kjötbollur, viskísósa og mascarponesósa. Hugmyndin með pítsunni er að sameina ást Rossi á Skotlandi og nýju leikmönnum Napoli en hann er mikill stuðningsmaður liðsins. „Ég hef séð hvað hann hefur gert fyrir landsliðið og fyrir Manchester United, ég hugsaði með mér af hverju þeir hafi selt hann Þegar þeir gerðu það og við fengum hann var spenningurinn álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir samning við Napoli,“ sagði Rossi en hann er líklegast einn af fáum sem borið hefur saman Scott McTominay við goðsögnina Diego Maradona. Maradona lék með Napoli árin 1984-1991. How Scott McTominay and Billy Gilmour have inspired a new pizza! 🍕 pic.twitter.com/ZevahQweEq— Sky Sports Football (@SkyFootball) October 11, 2024 „Ég var fjórtán ára strákur og þetta var það besta sem hafði gerst í lífi mínu. Maður vissi að eitthvað sérstakt myndi gerast og ég held að að þessir tveir leikmenn geti gert frábæra hluti saman fyrir Napoli.“ Napoli varð ítalskur meistari árið 2023 og Rossi var mættur til að fagna sigrinum og að sjálfsögðu í skotapilsi. „Ég fór þangað með syni mínum og var í skotapilsinu mínu. Ég var í pilsinu í þrjá daga í Napolí þegar við unnum deildina og ég held ég geri það aftur þegar við vinnum næst.“ Ítalía Skotland Ítalski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira
Löndin Skotland og Ítalía eiga ekkert sérstaklega mikið sameiginlegt og allra síst hvað varðar matreiðslu. Ítalska veitingastaði er þó að finna í Skotlandi líkt og flestum öðrum löndum og eigandi staðarins Vita Bella í Glasgow hefur fundið frumlega leið til að tengja matarmenningu landanna saman. Mimmo Rossi er eigandi Vita Bella og sömuleiðis mikill aðdáandi skosku knattspyrnumannanna Scott McTominay og Billy Gilmour en báðir leika þeir með uppáhaldsliði hans Napoli í Serie A deildinni á Ítalíu. Hann ákvað því að hanna pítsu á matseðil Vita Bella til heiðurs þeim McTominay og Gilmour og óhætt er að segja að hún sé engri lík. „Spenningurinn er álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir“ Á pítsuna setur hann nefnilega haggis, skoska þjóðarréttinn sem ekki er ólíkt íslenska slátrinu. Pítsan er kölluð GilMctominay og á henni er einnig mozzarella ostur, ítalskar kjötbollur, viskísósa og mascarponesósa. Hugmyndin með pítsunni er að sameina ást Rossi á Skotlandi og nýju leikmönnum Napoli en hann er mikill stuðningsmaður liðsins. „Ég hef séð hvað hann hefur gert fyrir landsliðið og fyrir Manchester United, ég hugsaði með mér af hverju þeir hafi selt hann Þegar þeir gerðu það og við fengum hann var spenningurinn álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir samning við Napoli,“ sagði Rossi en hann er líklegast einn af fáum sem borið hefur saman Scott McTominay við goðsögnina Diego Maradona. Maradona lék með Napoli árin 1984-1991. How Scott McTominay and Billy Gilmour have inspired a new pizza! 🍕 pic.twitter.com/ZevahQweEq— Sky Sports Football (@SkyFootball) October 11, 2024 „Ég var fjórtán ára strákur og þetta var það besta sem hafði gerst í lífi mínu. Maður vissi að eitthvað sérstakt myndi gerast og ég held að að þessir tveir leikmenn geti gert frábæra hluti saman fyrir Napoli.“ Napoli varð ítalskur meistari árið 2023 og Rossi var mættur til að fagna sigrinum og að sjálfsögðu í skotapilsi. „Ég fór þangað með syni mínum og var í skotapilsinu mínu. Ég var í pilsinu í þrjá daga í Napolí þegar við unnum deildina og ég held ég geri það aftur þegar við vinnum næst.“
Ítalía Skotland Ítalski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira