Hlaupa Bleiku slaufuna í sólarhring Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. október 2024 19:41 Þátttakendur hafa skipt með sér tímum en einhver hleypur eða gengur Úlfarfellið á hverjum klukkutíma í nótt. Aðsend „Þetta verður í 24 tíma því að krabbameinið sefur aldrei, hvort sem það er nótt eða dagur. Það er fólk búið að skrá sig á alla tímanna í nótt. Þetta gengur frábærlega.“ Þetta segir Kjartan Long, einn skipuleggjanda Styrkleikanna sem fara nú fram á Úlfarsfelli. Styrkleikarnir eru haldnir í fyrsta sinn í ár en þeir ganga út á það að hátt í hundrað manns hafa skráð sig til leiks og skiptast á að ganga og hlaupa ákveðna leið um Úlfarsfell sem er í laginu eins og Bleika slaufan, í raun hefur leiðinni verið gefið nafnið Bleika slaufan. Leiðin sem hlaupið og gengið er um.aðsend Kjartan segir verkefnið vera táknrænt fyrir það að það fæst engin hvíld frá krabbameini og ítrekar að fólk sem tekst á við krabbamein geri það allan sólarhringinn. Hlaupið er til að sýna stuðning og safna fé til rannsókna á Krabbameinum. Hlaupið hófst klukkan níu í morgun og mun ljúka í fyrramálið á sama tíma. Hægt er að heita á þáttakendur hér en einnig er hægt að heita á hópinn í gegnum Aur með númerinu 1235401900. „Þessi leið er alveg eins og Bleika slaufan. Þetta er samstarfsverkefni milli Krabbameinsfélagsins og verkefnis sem heitir 100 Úllar 2024, þar sem fólk er að klífa Úlfarsfell hundrað sinnum á árinu. Við sameinuðum þetta í einn viðburð þar sem er hlaupið í sólarhring. Þetta er svona hálfgert boðhlaup. Það er alltaf einhver á fjallinu. Sumir taka bara eina ferð og sumir taka tíu.“ Þátttakendur í verkefninu á toppi Úlfarsfells.Aðsend Kjartan tekur fram að mikill samhugur sé meðal þátttakenda og að ýmsir taki þátt í verkefninu af persónulegum ástæðum. Kjartan ítrekar að hver sem er geti skráð sig í hlaupið og hvetur fólk til að taka þátt. Hægt er að skrá sig hér. „Hérna klukkan þrjú var fjölskylda sem missti mjög náin einstakling fyrir nokkrum dögum úr krabbameini. Það er búinn að vera mikill samhugur en líka mikil gleði. Krabbameinsfélagið er hérna á bílastæðinu með bás og er að bjóða upp á kaffi, kakó og kleinur.“ aðsend. Klukkan átta fer fram ljósaganga hjá hópnum þar sem um 50 manns munu safnast saman. Hver og einn þátttakandi verður þá með ljós og fara allir þátttakendur samferða leiðina. Krabbamein Reykjavík Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Þetta segir Kjartan Long, einn skipuleggjanda Styrkleikanna sem fara nú fram á Úlfarsfelli. Styrkleikarnir eru haldnir í fyrsta sinn í ár en þeir ganga út á það að hátt í hundrað manns hafa skráð sig til leiks og skiptast á að ganga og hlaupa ákveðna leið um Úlfarsfell sem er í laginu eins og Bleika slaufan, í raun hefur leiðinni verið gefið nafnið Bleika slaufan. Leiðin sem hlaupið og gengið er um.aðsend Kjartan segir verkefnið vera táknrænt fyrir það að það fæst engin hvíld frá krabbameini og ítrekar að fólk sem tekst á við krabbamein geri það allan sólarhringinn. Hlaupið er til að sýna stuðning og safna fé til rannsókna á Krabbameinum. Hlaupið hófst klukkan níu í morgun og mun ljúka í fyrramálið á sama tíma. Hægt er að heita á þáttakendur hér en einnig er hægt að heita á hópinn í gegnum Aur með númerinu 1235401900. „Þessi leið er alveg eins og Bleika slaufan. Þetta er samstarfsverkefni milli Krabbameinsfélagsins og verkefnis sem heitir 100 Úllar 2024, þar sem fólk er að klífa Úlfarsfell hundrað sinnum á árinu. Við sameinuðum þetta í einn viðburð þar sem er hlaupið í sólarhring. Þetta er svona hálfgert boðhlaup. Það er alltaf einhver á fjallinu. Sumir taka bara eina ferð og sumir taka tíu.“ Þátttakendur í verkefninu á toppi Úlfarsfells.Aðsend Kjartan tekur fram að mikill samhugur sé meðal þátttakenda og að ýmsir taki þátt í verkefninu af persónulegum ástæðum. Kjartan ítrekar að hver sem er geti skráð sig í hlaupið og hvetur fólk til að taka þátt. Hægt er að skrá sig hér. „Hérna klukkan þrjú var fjölskylda sem missti mjög náin einstakling fyrir nokkrum dögum úr krabbameini. Það er búinn að vera mikill samhugur en líka mikil gleði. Krabbameinsfélagið er hérna á bílastæðinu með bás og er að bjóða upp á kaffi, kakó og kleinur.“ aðsend. Klukkan átta fer fram ljósaganga hjá hópnum þar sem um 50 manns munu safnast saman. Hver og einn þátttakandi verður þá með ljós og fara allir þátttakendur samferða leiðina.
Krabbamein Reykjavík Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira