„Við munum læra margt af þessu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2024 21:37 Craig Bellamy er fyrir miðju. Hann lítur frekar á leikinn sem lærdómsríka reynslu en svekkjandi niðurstöðu. „Þið pressuðuð bara hærra,“ sagði Craig Bellamy, þjálfari Wales, aðspurður hverju íslenska liðið hefði breytt í hálfleik til að snúa leiknum sér í vil. Wales var tveimur mörkum yfir og hafði verið mun hættulegri aðilinn þegar flautað var til hálfleiks, en Ísland jafnaði leikinn og komst grátlega nálægt því að setja sigurmarkið undir lokin. „Auðvitað [svekktur með niðurstöðuna]. Tveimur mörkum yfir og fengum færi til að skora þriðja markið, en við vissum alveg í hálfleik að þetta væri ekki búið. Við vitum hvernig lið Ísland er, með góðan þjálfara og leikmenn, því meira sem ég sá því hrifnari varð ég af þeim,“ sagði þjálfarinn eftir leik í viðtali við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég vissi að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og að Ísland myndi elta okkur. Þeir hentu fleiri mönnum fram og pressuðu okkur. Við leituðum lausna en fundum ekki. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en skil samt svekkelsið vel, þegar maður er tveimur mörkum yfir í hálfleik vill maður vinna leikinn, en þetta var fínasti leikur hjá okkur,“ hélt hann svo áfram. Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending frá Neco Williams sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir Harry Wilson í þverhlaupi. Greinilega eitthvað sem liðið hefur æft vel. „Við æfum marga hluti og þetta gekk upp í dag. Fengum annað frábært færi með sama hætti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og að það yrði ekki auðvelt að brjóta Ísland niður, það er ástæða fyrir því að Ísland hefur komist tvisvar á stórmót og þið voruð mjög óheppnir að komast ekki inn síðast [á EM í Þýskalandi í sumar]. Þetta var góður leikur og tvö góð lið sem börðust.“ Bellamy á hliðarlínunni á Laugardalsvelli.vísir / anton brink Bellamy hélt auðmjúkur áfram, hrósaði íslenska liðinu mikið og virkaði ekki mjög svekktur með að fá aðeins eitt stig. Hann lítur frekar á leikinn sem lærdómsríka reynslu en svekkjandi niðurstöðu. „Heilmikið [sem við lærðum af þessum leik], sérstaklega hvað varðar uppspilið úr öftustu línu. Þetta var erfiður seinni hálfleikur og við sáum fullt sem leikmennirnir geta lagað fyrir næstu leiki. Vonandi til lengri tíma litið, mun þessi leikur hjálpa okkur. Og ég trúi því raunverulega, ég er ekki að bulla þegar ég segi að þessi leikur hafi hjálpað liðinu heilmikið, við munum læra margt af þessu,“ sagði Bellamy að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
„Auðvitað [svekktur með niðurstöðuna]. Tveimur mörkum yfir og fengum færi til að skora þriðja markið, en við vissum alveg í hálfleik að þetta væri ekki búið. Við vitum hvernig lið Ísland er, með góðan þjálfara og leikmenn, því meira sem ég sá því hrifnari varð ég af þeim,“ sagði þjálfarinn eftir leik í viðtali við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég vissi að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og að Ísland myndi elta okkur. Þeir hentu fleiri mönnum fram og pressuðu okkur. Við leituðum lausna en fundum ekki. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en skil samt svekkelsið vel, þegar maður er tveimur mörkum yfir í hálfleik vill maður vinna leikinn, en þetta var fínasti leikur hjá okkur,“ hélt hann svo áfram. Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending frá Neco Williams sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir Harry Wilson í þverhlaupi. Greinilega eitthvað sem liðið hefur æft vel. „Við æfum marga hluti og þetta gekk upp í dag. Fengum annað frábært færi með sama hætti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og að það yrði ekki auðvelt að brjóta Ísland niður, það er ástæða fyrir því að Ísland hefur komist tvisvar á stórmót og þið voruð mjög óheppnir að komast ekki inn síðast [á EM í Þýskalandi í sumar]. Þetta var góður leikur og tvö góð lið sem börðust.“ Bellamy á hliðarlínunni á Laugardalsvelli.vísir / anton brink Bellamy hélt auðmjúkur áfram, hrósaði íslenska liðinu mikið og virkaði ekki mjög svekktur með að fá aðeins eitt stig. Hann lítur frekar á leikinn sem lærdómsríka reynslu en svekkjandi niðurstöðu. „Heilmikið [sem við lærðum af þessum leik], sérstaklega hvað varðar uppspilið úr öftustu línu. Þetta var erfiður seinni hálfleikur og við sáum fullt sem leikmennirnir geta lagað fyrir næstu leiki. Vonandi til lengri tíma litið, mun þessi leikur hjálpa okkur. Og ég trúi því raunverulega, ég er ekki að bulla þegar ég segi að þessi leikur hafi hjálpað liðinu heilmikið, við munum læra margt af þessu,“ sagði Bellamy að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira