Klemmdar rasskinnar Brynjars Níelssonar Einar Baldvin Árnason skrifar 11. október 2024 15:01 Ég skrifaði greinilega sannleikann um Áslaugu Örnu og Sjálfstæðisflokkinn um daginn því það leið ekki á löngu fyrr en sjálfur Brynjar Níelsson var ræstur úr Valhöll og gerður út á stúfana til að vinna skítverk drottnara sinna. Líkt og önnur gömul Sjálfstæðisvélmenni hefur hann ekki hugarflug í annað en að sletta rauðri málningu og skapa sér algjörlega ímyndaðan óvin: einhverskonar misheppnaðan marxískan listamann með Berlínarmúrsblæti. Ég viðurkenni að skrif Brynjars hreyfðu við mér. Höfðu Sovétmenn kannski sitthvað til síns máls? Mér þætti amk ekki verra að geta bara sent Brynjar í vinnu- og endurhæfingarbúðir í stað þess að neyðast til að eiga við hann orðastað í frjálsu samfélagi. En að öllu gamni slepptu, þá er reyndar ekki svo að allir þeir sem gagnrýni Sjálfstæðisflokkinn, græðgi hans, vanhæfni og spillingu, séu marxistar. Því fer fjarri, enda er gagnrýni á græðgi og efnishyggju, að ekki sé talað um spillingu, töluvert eldri og göfugri hefð. En það er auðvelt að mála Marx-skrattann á vegginn og Sjálfstæðismenn hafa komist upp með þann einfeldningslega málfutning mjög lengi sem eini hægriflokkurinn á Íslandi. Þeim tíma er þó lokið, og þegar Sjálfstæðisflokkurinn dettur loksins af þingi er ekki ólíklegt það skapist rúm fyrir eitthvað töluvert áhugaverðara. Það sem stendur þó mest í mér úr skrifum Brynjars er þó ekkert af þessu, heldur sú staðreynd að hann skyldi ætla að ég hefði skrifað greinina mína með klemmdar rasskinnar. Hví ætli hann haldi það? Á því er bara ein sálfræðileg skýring - Brynjar er vanur að klemma þær sjálfur, daginn út og inn - í þeirri veiku von að hans eigin flokkur hætti að ríða honum í rassgatið. Brynjar er nefnilega í óþægilegri stöðu, eins og allir aðrir íhaldsmenn í flokknum. Forystan, sem er fyrst og fremst í kapphlaupi við tíðarandann, og að skara eld að eigin köku, hatar hann og hugmyndir hans og niðurlægir hann stöðugt, vitandi að hann hefur ekki kjark til að fara annað (þó margir aðrir sem hegða sér ekki eins og meðlimir í kommúnistaflokki hafi það). Það er raunar afar kaldhæðnislegt að Brynjar skuli rísa upp af hnjánum til að verja hæfni Áslaugar Örnu, þegar það var einmitt gengið fram hjá honum sjálfum þegar hún var skipuð sem dómsmálaráðherra. En menn þurfa jú auðvitað að verja hagsmuni sína, og þeir eru ríkir hjá Brynjari. Hann ætlar nefnilega að sjúga ríkisspenann til æviloka - nú í nýrri vinnu hjá mannréttindaráði vinstri grænna. Það er vinna við hæfi, því þetta er auðvitað Sjálfstæðisstefnan í hnotskurn: að nota ríkisvaldið til þess að skapa vinnu fyrir vini sína. Ég vil þó viðurkenna að lokum að ég hef oft haft gaman að Brynjari í gegnum tíðina, og jafnvel stundum þótt mikið til hans koma. Ég tók fyrst eftir honum í Icesave deilunni og dáðist að málflutningi og þekkingu hans þar. Ég taldi vera á ferð mikinn prinsippmann, sem væri óhræddur að standa með skoðunum sínum. En hafi sá Brynjar einhverntíman verið til, þá er hann löngu dauður, kæfður af flokki sem heldur honum í gíslingu sem nytsömum sakleysingja, bolabít sem fær stundum að fara út og gelta og góla sig hásan, svo fólk geti ekki heyrt það sem almenningur og jafnvel flokksmenn hvísla og hrópa nú hærra og hærra - að Sjálfstæðisflokkurinn vinni ekki fyrir fólkið í landinu. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði greinilega sannleikann um Áslaugu Örnu og Sjálfstæðisflokkinn um daginn því það leið ekki á löngu fyrr en sjálfur Brynjar Níelsson var ræstur úr Valhöll og gerður út á stúfana til að vinna skítverk drottnara sinna. Líkt og önnur gömul Sjálfstæðisvélmenni hefur hann ekki hugarflug í annað en að sletta rauðri málningu og skapa sér algjörlega ímyndaðan óvin: einhverskonar misheppnaðan marxískan listamann með Berlínarmúrsblæti. Ég viðurkenni að skrif Brynjars hreyfðu við mér. Höfðu Sovétmenn kannski sitthvað til síns máls? Mér þætti amk ekki verra að geta bara sent Brynjar í vinnu- og endurhæfingarbúðir í stað þess að neyðast til að eiga við hann orðastað í frjálsu samfélagi. En að öllu gamni slepptu, þá er reyndar ekki svo að allir þeir sem gagnrýni Sjálfstæðisflokkinn, græðgi hans, vanhæfni og spillingu, séu marxistar. Því fer fjarri, enda er gagnrýni á græðgi og efnishyggju, að ekki sé talað um spillingu, töluvert eldri og göfugri hefð. En það er auðvelt að mála Marx-skrattann á vegginn og Sjálfstæðismenn hafa komist upp með þann einfeldningslega málfutning mjög lengi sem eini hægriflokkurinn á Íslandi. Þeim tíma er þó lokið, og þegar Sjálfstæðisflokkurinn dettur loksins af þingi er ekki ólíklegt það skapist rúm fyrir eitthvað töluvert áhugaverðara. Það sem stendur þó mest í mér úr skrifum Brynjars er þó ekkert af þessu, heldur sú staðreynd að hann skyldi ætla að ég hefði skrifað greinina mína með klemmdar rasskinnar. Hví ætli hann haldi það? Á því er bara ein sálfræðileg skýring - Brynjar er vanur að klemma þær sjálfur, daginn út og inn - í þeirri veiku von að hans eigin flokkur hætti að ríða honum í rassgatið. Brynjar er nefnilega í óþægilegri stöðu, eins og allir aðrir íhaldsmenn í flokknum. Forystan, sem er fyrst og fremst í kapphlaupi við tíðarandann, og að skara eld að eigin köku, hatar hann og hugmyndir hans og niðurlægir hann stöðugt, vitandi að hann hefur ekki kjark til að fara annað (þó margir aðrir sem hegða sér ekki eins og meðlimir í kommúnistaflokki hafi það). Það er raunar afar kaldhæðnislegt að Brynjar skuli rísa upp af hnjánum til að verja hæfni Áslaugar Örnu, þegar það var einmitt gengið fram hjá honum sjálfum þegar hún var skipuð sem dómsmálaráðherra. En menn þurfa jú auðvitað að verja hagsmuni sína, og þeir eru ríkir hjá Brynjari. Hann ætlar nefnilega að sjúga ríkisspenann til æviloka - nú í nýrri vinnu hjá mannréttindaráði vinstri grænna. Það er vinna við hæfi, því þetta er auðvitað Sjálfstæðisstefnan í hnotskurn: að nota ríkisvaldið til þess að skapa vinnu fyrir vini sína. Ég vil þó viðurkenna að lokum að ég hef oft haft gaman að Brynjari í gegnum tíðina, og jafnvel stundum þótt mikið til hans koma. Ég tók fyrst eftir honum í Icesave deilunni og dáðist að málflutningi og þekkingu hans þar. Ég taldi vera á ferð mikinn prinsippmann, sem væri óhræddur að standa með skoðunum sínum. En hafi sá Brynjar einhverntíman verið til, þá er hann löngu dauður, kæfður af flokki sem heldur honum í gíslingu sem nytsömum sakleysingja, bolabít sem fær stundum að fara út og gelta og góla sig hásan, svo fólk geti ekki heyrt það sem almenningur og jafnvel flokksmenn hvísla og hrópa nú hærra og hærra - að Sjálfstæðisflokkurinn vinni ekki fyrir fólkið í landinu. Höfundur er listamaður.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun