„Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2024 14:02 Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður Bolton Wanderers á Englandi Vísir/Getty Jón Daði Böðvarsson var ekki spenntur fyrir því að spila í Bestu deildinni þegar samningur hans við Bolton Wanderers rann út í sumar en útilokar þó ekki að gera það næsta sumar. Hann er með hugann við að finna lið í janúar. Jón Daði hefur verið án liðs síðan samningur hans við Bolton á Englandi rann út í lok júní. Samningamál hans eru í lausu lofti eins og sakir standa. „Staðan er sú að ég er samningslaus og hef verið að halda mér í standi. Þetta er smá spurningamerki eins og er. Ég veit ekki alveg hvað er fram undan,“ segir Jón Daði í samtali við Jóhann Skúla Jónsson í hlaðvarpinu Draumaliðið. Hann leitist eftir því að finna sér nýtt lið þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. „Ég fókusa bara á janúar, það er það eina sem er í boði. Ég get í rauninni samið hvar sem er vegna þess að ég er án liðs. Það er miklu erfiðara þegar glugginn er lokaður af því að flestöll lið eru ekki að leita sér að styrkingu,“ segir Jón Daði. Með slökkt á símanum Jón Daði var orðaður við lið hér á landi í sumar og æfði meðal annars með KR. Hann segist ekki hafa verið spenntur fyrir hugmyndinni að spila heima þá en fjölskyldunnar vegna sé styttra en lengra í að hann flytji alfarið heim. „Ég loka aldrei neinum dyrum. Til að byrja með var ég ekki mjög hrifinn af því vegna þess að maður vill halda sér úti sem lengst. Ísland kallar alltaf til manns, líka bara út af fjölskyldunni og aðallega börnunum mínum,“ Draumaliðið · Jón Daði Böðvarsson „Stelpan mín fer bráðum að verða sex ára og ég vil fyrr en síðar að hún byrji fyrr en síðar á Íslandi í skóla. Ég loka ekki neinum dyrum,“ segir Jón Daði. Hann hafi þá haft gott af því að taka sér smá pásu í sumar. „Maður er líka hálfpartinn búinn að vera með slökkt á símanum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég hef verið svolítið leiðinlegur að svara ekki. Ég held það sé í lagi að viðurkenna það að maður var orðinn svolítið andlega lúinn,“ segir Jón Daði. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Jón Daði hefur verið án liðs síðan samningur hans við Bolton á Englandi rann út í lok júní. Samningamál hans eru í lausu lofti eins og sakir standa. „Staðan er sú að ég er samningslaus og hef verið að halda mér í standi. Þetta er smá spurningamerki eins og er. Ég veit ekki alveg hvað er fram undan,“ segir Jón Daði í samtali við Jóhann Skúla Jónsson í hlaðvarpinu Draumaliðið. Hann leitist eftir því að finna sér nýtt lið þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. „Ég fókusa bara á janúar, það er það eina sem er í boði. Ég get í rauninni samið hvar sem er vegna þess að ég er án liðs. Það er miklu erfiðara þegar glugginn er lokaður af því að flestöll lið eru ekki að leita sér að styrkingu,“ segir Jón Daði. Með slökkt á símanum Jón Daði var orðaður við lið hér á landi í sumar og æfði meðal annars með KR. Hann segist ekki hafa verið spenntur fyrir hugmyndinni að spila heima þá en fjölskyldunnar vegna sé styttra en lengra í að hann flytji alfarið heim. „Ég loka aldrei neinum dyrum. Til að byrja með var ég ekki mjög hrifinn af því vegna þess að maður vill halda sér úti sem lengst. Ísland kallar alltaf til manns, líka bara út af fjölskyldunni og aðallega börnunum mínum,“ Draumaliðið · Jón Daði Böðvarsson „Stelpan mín fer bráðum að verða sex ára og ég vil fyrr en síðar að hún byrji fyrr en síðar á Íslandi í skóla. Ég loka ekki neinum dyrum,“ segir Jón Daði. Hann hafi þá haft gott af því að taka sér smá pásu í sumar. „Maður er líka hálfpartinn búinn að vera með slökkt á símanum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég hef verið svolítið leiðinlegur að svara ekki. Ég held það sé í lagi að viðurkenna það að maður var orðinn svolítið andlega lúinn,“ segir Jón Daði.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira