Fótbolti

Mögu­leiki á að Albert komi til móts við lands­liðið: „Verðum bara að bíða og sjá“

Aron Guðmundsson skrifar
Albert Guðmundsson og Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands
Albert Guðmundsson og Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Samsett mynd

Mögu­leiki er á því að Albert Guð­munds­son komi til móts við ís­lenska lands­liðið í yfir­standandi lands­liðs­verk­efni. Þetta segir Age Hareide lands­liðs­þjálfari Ís­lands.

Líkt og greint var frá fyrr í dag var Albert, sem er leik­maður ítalska úr­vals­deildar­fé­lagsins Fiorentina, sýknaður af á­kæru um nauðgun í héraðs­dómi Reykja­víkur í dag. Ekki hefur verið tekin á­kvörðun um það hvort málinu verði á­frýjað.

Niður­staða dagsins gerir það að verkum að velja má Albert á nýjan leik í ís­lenska lands­liðið. Þor­valdur Ör­lygs­son, for­maður KSÍ, greindi frá því í sam­tali við Vísi í dag eftir að niður­staðan í máli Alberts var ljós að það væri nú í höndum Age Hareide, lands­liðs­þjálfara Ís­lands, að á­kveða hvort kallað yrði í Albert núna.

Í upp­færðri við­bragðs­á­ætlun Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands vegna meintra al­var­legra brota ein­stak­linga, sem sam­þykkt var í júní fyrra á þessu ári, segir að:

Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknu­dómi, þá megi ein­stak­lingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til með­ferðar frá þeim tíma­punkti. Það eigi við þó svo á­kvörðun um niður­fellingu sé kærð eða sýknu­dómi á­frýjað.

Ís­land mætir Wa­les á Laugar­dals­velli annað kvöld og svo Tyrk­landi á mánu­daginn kemur. Mögu­leiki er fyrir hendi að Albert verði kallaður inn í lands­liðs­hópinn þó það verði að teljast ó­lík­legt að hann verði mættur frá Ítalíu á Laugar­dals­völl strax á morgun. Nokkur flækju­stig eru fyrir hendi líkt og Hareide tjáði sig um í sam­tali við Stöð 2 Sport eftir blaða­manna­fund Ís­lands í dag.

„Við þurfum fyrst að líta á reglurnar sem gilda þegar að lands­lið vilja fá leik­menn frá fé­lags­liðum í lands­liðs­verk­efni,“ sagði Hareide. „Kerfið er þannig að við þurfum að til­kynna fé­lags­liðum okkar lands­liðs­manna að við ætlum okkur kannski að velja þá í lands­liðs­verk­efni. Þetta eru reglur settar af Evrópska knatt­spyrnu­sam­bandinu. Við þurfum fyrst og fremst að komast að því hvort það sé í raun og veru mögu­leiki fyrir okkur að fá Albert inn í lands­liðs­hópinn núna.“

Þannig að það er mögu­leiki á að Albert komi til móts við lands­liðið og spili fyrir Ís­land í þessu lands­liðs­verk­efni?

„Ég veit það ekki á þessari stundu. En við þurfum að komast að því. Við þurfum líka að ræða við Albert. Þetta er knappur tími. En auð­vitað er mögu­leikinn til staðar. Við verðum bara að bíða og sjá.“

Hefurðu verið í sam­bandi við Albert undan­farna daga eða vikur?

„Ekki undan­farna daga. Ég talaði við hann þegar að hann var að glíma við meiðsli í upp­hafi tíma­bilsins. Ég ræddi ekkert við hann fyrir þetta til­tekna verk­efni því ég vissi að ég mætti ekki velja hann. Ég þurfti því að ein­beita mér að þeim leik­mönnum sem ég mátti velja.“

Leikur Ís­lands og Wa­les í Þjóða­deild UEFA á föstu­daginn kemur verður sýndur í beinni út­sendingu og í opinni dag­skrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upp­hitun hefst hálf­tíma fyrr á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×