Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 14:02 Albert Guðmundsson hefur farið vel af stað með sínu nýja liði Fiorentina og hann skoraði sigurmark gegn AC Milan um síðustu helgi. Getty/Giuseppe Maffia Fótboltamaðurinn Albert Guðmundsson hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Honum er létt eftir erfitt ár, og kveðst afar þakklátur fjölskyldu og vinum. „Saklaus! Það er skýr niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem kveðinn var upp í dag. Þó að ég hafi alla tíð verið sannfærður um jákvæða útkomu úr þessu máli þá fylgir þessum dómi ákveðinn léttir,“ segir Albert í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum. Albert var kærður í fyrrasumar og hefur frá þeim tíma til að mynda ekki mátt spila með íslenska landsliðinu, nema í tveimur leikjum í mars eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og síðan þá hefur Albert beðið endanlegrar niðurstöðu en á sama tíma spilað með liðum sínum á Ítalíu, fyrst Genoa og svo Fiorentina í haust. Yfirlýsing Alberts birtist á samfélagsmiðlum. „Þetta er búið að vera erfitt ár, í alvöru sagt, og ekki auðvelt að eiga við það andlega en ég hef lært það að fjölskylda mín og vinir eru mér allt, og ég verð þeim ævinlega þakklátur,“ segir Albert og bætir við: „Að lokum langar mig að undirstrika að ég mun aldrei samþykkja ofbeldi af neinu tagi. Sem faðir tveggja barna, þar á meðal ungrar dóttur, og með þrjár yngri systur, þá vona ég innilega að þetta mál skaði ekki konur sem sannarlega hafa orðið fórnarlömb ofbeldis. Núna get ég haldið áfram lífi mínu og einbeitt mér að því sem ég geri best. Ein ást, Albert.“ Albert kemur nú til greina í landsliðið að nýju en liðið mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og Tyrklandi á sama stað á mánudagskvöld. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir að nú ráði Åge Hareide landsliðsþjálfari því hvort Albert verði fenginn inn í hópinn en Hareide gat ekki svarað því á blaðamannafundi í dag hvort það yrði gert. Landslið karla í fótbolta Ítalski boltinn Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
„Saklaus! Það er skýr niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem kveðinn var upp í dag. Þó að ég hafi alla tíð verið sannfærður um jákvæða útkomu úr þessu máli þá fylgir þessum dómi ákveðinn léttir,“ segir Albert í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum. Albert var kærður í fyrrasumar og hefur frá þeim tíma til að mynda ekki mátt spila með íslenska landsliðinu, nema í tveimur leikjum í mars eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og síðan þá hefur Albert beðið endanlegrar niðurstöðu en á sama tíma spilað með liðum sínum á Ítalíu, fyrst Genoa og svo Fiorentina í haust. Yfirlýsing Alberts birtist á samfélagsmiðlum. „Þetta er búið að vera erfitt ár, í alvöru sagt, og ekki auðvelt að eiga við það andlega en ég hef lært það að fjölskylda mín og vinir eru mér allt, og ég verð þeim ævinlega þakklátur,“ segir Albert og bætir við: „Að lokum langar mig að undirstrika að ég mun aldrei samþykkja ofbeldi af neinu tagi. Sem faðir tveggja barna, þar á meðal ungrar dóttur, og með þrjár yngri systur, þá vona ég innilega að þetta mál skaði ekki konur sem sannarlega hafa orðið fórnarlömb ofbeldis. Núna get ég haldið áfram lífi mínu og einbeitt mér að því sem ég geri best. Ein ást, Albert.“ Albert kemur nú til greina í landsliðið að nýju en liðið mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og Tyrklandi á sama stað á mánudagskvöld. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir að nú ráði Åge Hareide landsliðsþjálfari því hvort Albert verði fenginn inn í hópinn en Hareide gat ekki svarað því á blaðamannafundi í dag hvort það yrði gert.
Landslið karla í fótbolta Ítalski boltinn Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira