Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 13:28 Albert Guðmundsson hefur verið að spila afar vel með Fiorentina á Ítalíu. Hann kom ekki til Íslands til að vera viðstaddur dómsuppkvaðningu í dag. Getty/Rafal Oleksiewicz Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide svaraði því ekki hvort reynt yrði að freista þess að fá Albert Guðmundsson inn í landsliðshópinn sem mætir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, í Þjóðadeildinni í fótbolta. Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og fyrsta spurning var um stöðu Alberts sem fyrr í dag var sýknaður af nauðgunarákæru. Ljóst er að til að taka Albert inn í hópinn þyrfti annar leikmaður frá að hverfa, auk þess sem Albert er núna staddur á Ítalíu og rétt rúmur sólarhringur í leikinn við Wales. „Ég hef ekki íhugað það,“ svaraði Hareide aðspurður hvort Albert yrði kallaður inn í íslenska hópinn. „Við þyrftum að tala við félagið hans og vita hvað KSÍ segir. Það gæti verið ómögulegt,“ sagði Hareide. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði þó við Vísi rétt fyrir fundinn að það væri í höndum Hareide að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Reglur sambandsins kæmu ekki lengur í veg fyrir að hann spilaði fyrir landsliðið. Albert hefur spilað þrjá leiki fyrir sitt nýja félag Fiorentina og nú þegar skorað þrjú mörk fyrir liðið. Hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn AC Milan um síðustu helgi. Albert kom ekki til greina í landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun í fyrrasumar, fyrir utan leikina tvo í EM-umspilinu í mars sem hann spilaði eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður skömmu fyrir leikina. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og var Albert þá ekki lengur gjaldgengur, samkvæmt reglum KSÍ. Hareide var spurður hvernig honum liði með það að Albert væri nú aftur tiltækur í landsliðinu. „Það er komin niðurstaða. Ég hef ekki hugsað mikið út í þetta, við höfum verið uppteknir við æfingar og leikurinn við Wales á hug minn allan. Við verðum að leyfa þessu að koma í ljós,“ sagði Hareide. Hann staðfesti að allir leikmenn væru klárir í slaginn en mesta óvissan hefur verið varðandi Gylfa Þór Sigurðsson, vegna bakmeiðsla. „Allir eru klárir í slaginn. Eini vafinn var varðandi Gylfa en hann hefur verið að æfa án vandræða. Og allir aðrir eru klárir í slaginn. Staðan er betri núna en fyrir síðustu leiki.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og fyrsta spurning var um stöðu Alberts sem fyrr í dag var sýknaður af nauðgunarákæru. Ljóst er að til að taka Albert inn í hópinn þyrfti annar leikmaður frá að hverfa, auk þess sem Albert er núna staddur á Ítalíu og rétt rúmur sólarhringur í leikinn við Wales. „Ég hef ekki íhugað það,“ svaraði Hareide aðspurður hvort Albert yrði kallaður inn í íslenska hópinn. „Við þyrftum að tala við félagið hans og vita hvað KSÍ segir. Það gæti verið ómögulegt,“ sagði Hareide. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði þó við Vísi rétt fyrir fundinn að það væri í höndum Hareide að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Reglur sambandsins kæmu ekki lengur í veg fyrir að hann spilaði fyrir landsliðið. Albert hefur spilað þrjá leiki fyrir sitt nýja félag Fiorentina og nú þegar skorað þrjú mörk fyrir liðið. Hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn AC Milan um síðustu helgi. Albert kom ekki til greina í landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun í fyrrasumar, fyrir utan leikina tvo í EM-umspilinu í mars sem hann spilaði eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður skömmu fyrir leikina. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og var Albert þá ekki lengur gjaldgengur, samkvæmt reglum KSÍ. Hareide var spurður hvernig honum liði með það að Albert væri nú aftur tiltækur í landsliðinu. „Það er komin niðurstaða. Ég hef ekki hugsað mikið út í þetta, við höfum verið uppteknir við æfingar og leikurinn við Wales á hug minn allan. Við verðum að leyfa þessu að koma í ljós,“ sagði Hareide. Hann staðfesti að allir leikmenn væru klárir í slaginn en mesta óvissan hefur verið varðandi Gylfa Þór Sigurðsson, vegna bakmeiðsla. „Allir eru klárir í slaginn. Eini vafinn var varðandi Gylfa en hann hefur verið að æfa án vandræða. Og allir aðrir eru klárir í slaginn. Staðan er betri núna en fyrir síðustu leiki.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira