Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 13:28 Albert Guðmundsson hefur verið að spila afar vel með Fiorentina á Ítalíu. Hann kom ekki til Íslands til að vera viðstaddur dómsuppkvaðningu í dag. Getty/Rafal Oleksiewicz Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide svaraði því ekki hvort reynt yrði að freista þess að fá Albert Guðmundsson inn í landsliðshópinn sem mætir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, í Þjóðadeildinni í fótbolta. Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og fyrsta spurning var um stöðu Alberts sem fyrr í dag var sýknaður af nauðgunarákæru. Ljóst er að til að taka Albert inn í hópinn þyrfti annar leikmaður frá að hverfa, auk þess sem Albert er núna staddur á Ítalíu og rétt rúmur sólarhringur í leikinn við Wales. „Ég hef ekki íhugað það,“ svaraði Hareide aðspurður hvort Albert yrði kallaður inn í íslenska hópinn. „Við þyrftum að tala við félagið hans og vita hvað KSÍ segir. Það gæti verið ómögulegt,“ sagði Hareide. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði þó við Vísi rétt fyrir fundinn að það væri í höndum Hareide að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Reglur sambandsins kæmu ekki lengur í veg fyrir að hann spilaði fyrir landsliðið. Albert hefur spilað þrjá leiki fyrir sitt nýja félag Fiorentina og nú þegar skorað þrjú mörk fyrir liðið. Hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn AC Milan um síðustu helgi. Albert kom ekki til greina í landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun í fyrrasumar, fyrir utan leikina tvo í EM-umspilinu í mars sem hann spilaði eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður skömmu fyrir leikina. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og var Albert þá ekki lengur gjaldgengur, samkvæmt reglum KSÍ. Hareide var spurður hvernig honum liði með það að Albert væri nú aftur tiltækur í landsliðinu. „Það er komin niðurstaða. Ég hef ekki hugsað mikið út í þetta, við höfum verið uppteknir við æfingar og leikurinn við Wales á hug minn allan. Við verðum að leyfa þessu að koma í ljós,“ sagði Hareide. Hann staðfesti að allir leikmenn væru klárir í slaginn en mesta óvissan hefur verið varðandi Gylfa Þór Sigurðsson, vegna bakmeiðsla. „Allir eru klárir í slaginn. Eini vafinn var varðandi Gylfa en hann hefur verið að æfa án vandræða. Og allir aðrir eru klárir í slaginn. Staðan er betri núna en fyrir síðustu leiki.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og fyrsta spurning var um stöðu Alberts sem fyrr í dag var sýknaður af nauðgunarákæru. Ljóst er að til að taka Albert inn í hópinn þyrfti annar leikmaður frá að hverfa, auk þess sem Albert er núna staddur á Ítalíu og rétt rúmur sólarhringur í leikinn við Wales. „Ég hef ekki íhugað það,“ svaraði Hareide aðspurður hvort Albert yrði kallaður inn í íslenska hópinn. „Við þyrftum að tala við félagið hans og vita hvað KSÍ segir. Það gæti verið ómögulegt,“ sagði Hareide. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði þó við Vísi rétt fyrir fundinn að það væri í höndum Hareide að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Reglur sambandsins kæmu ekki lengur í veg fyrir að hann spilaði fyrir landsliðið. Albert hefur spilað þrjá leiki fyrir sitt nýja félag Fiorentina og nú þegar skorað þrjú mörk fyrir liðið. Hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn AC Milan um síðustu helgi. Albert kom ekki til greina í landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun í fyrrasumar, fyrir utan leikina tvo í EM-umspilinu í mars sem hann spilaði eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður skömmu fyrir leikina. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og var Albert þá ekki lengur gjaldgengur, samkvæmt reglum KSÍ. Hareide var spurður hvernig honum liði með það að Albert væri nú aftur tiltækur í landsliðinu. „Það er komin niðurstaða. Ég hef ekki hugsað mikið út í þetta, við höfum verið uppteknir við æfingar og leikurinn við Wales á hug minn allan. Við verðum að leyfa þessu að koma í ljós,“ sagði Hareide. Hann staðfesti að allir leikmenn væru klárir í slaginn en mesta óvissan hefur verið varðandi Gylfa Þór Sigurðsson, vegna bakmeiðsla. „Allir eru klárir í slaginn. Eini vafinn var varðandi Gylfa en hann hefur verið að æfa án vandræða. Og allir aðrir eru klárir í slaginn. Staðan er betri núna en fyrir síðustu leiki.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira