Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 08:01 Lögreglumenn á æfingu við notkun rafbyssa. Vísir/Arnar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. Fram kemur í umsögninni að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir 3,7 prósenta aukningu á fjárframlögum til lögreglunnar. Tekið er fram að lögreglan hafi verið undanskilin aðhaldskröfu á tímabilinu 2025 til 2029 en að öðru leyti hafi að litlu leyti verið komið til móts við breytt starfsumhverfi og krefjandi aðstæður löggæslunnar síðustu ár. Gert er ráð fyrir fjárheimild til embættis ríkislögreglustjóra upp á 4,5 milljarða. Þar af er gert ráð fyrir 3,6 milljarðar framlagi úr ríkissjóði en um 900 milljóna rekstrartekjum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Í umsögn sinni áætlar embætti ríkislögreglustjóra að um 493 milljónir þurfi til að efla viðbragðs- og greiningargetu lögreglunnar til að tryggja að sérsveit geti mætt alvarlegum vopnaútköllum þar með talið með kaupum á búnaði og endurnýjun á bifreiðum og greiningardeild ríkislögreglustjóra með ásættanlegum hætti. 439 milljónir í búnað og bíla fyrir sérsveit Í umsögn embættisins er að því loknu farið yfir ólík verkefni þess og hvað þau muni kosta. Sérstaklega er fjallað um alvarlegra ofbeldi og önnur afbrot. Þar kemur fram að rannsóknir lögreglu og eftirlit til að draga úr brotastarfsemi hafi þyngs verulega og að áhættu vegna skipulagðrar brotastarfsemi teljist mjög mikil á Íslandi. Þá segir að aukin notkun brotahópa á stafrænni tækni hafi aukið álag á ýmsum sviðum löggæslunnar. Því er talið nauðsynlegt að efla viðbragðs- og greiningargetu lögreglunnar til að tryggja að sérsveit geti mætt alvarlegum vopnaútköllum, þar með talið, með kaupum á búnaði og endurnýjun á bifreiðum og greiningardeild ríkislögreglustjóra með ásættanlegum hætti. Áætlaður kostnaður við slíkt er 439,75 milljónir króna árið 2025. Tíðari mótmæli vegna átaka á Gasa Þá er einnig í umsögn embættisins talað um öryggi æðstu stjórnar og að á grundvelli laga hafi ríkislögreglustjóri fengið sérstaka fjárveitingu á síðustu fjárlögum til að sinna löggæslu á Alþingi. Samningurinn muni falla sjálfkrafa úr gildi sé ekki gert ráð fyrir hinum í fjárlögum. Í nýju fjárlagafrumvarpi sé ekki gert ráð fyrir fjárveitingu. Lögreglan telur hins vegar að vegna til dæmis fjölgunar mótmæla vegna átaka á Gasa og fjölgunar heimsóknar erlendra gesta þurfi að tryggja áframhaldandi fjárveitingu. „Er það mat embættisins að nauðsynlegt er að gera ráð fyrir áframhaldandi öryggisgæslu á vegum embættisins í þinghúsinu og gagnvart æðstu stjórn,“ segir í umsögninni og óskað eftir 165 milljónum til að gera það. 250 milljónir í verkefni tengt brottvísunum Þá er einnig í umsögninni bent á að ekki sé gert ráð í fjárlagafrumvarpinu fyrir fjármagni fyrir heimferðar- og fylgdardeild, áður stoðdeild, en deildin tók við ýmsum verkefnum er varðar brottvísun þeirra sem hafa fengið endanlega synjun um vernd á landinu. Þar með talið rekstur húsnæðis í Hafnarfirði. Áætlaður kostnaður er metinn 250 milljónir. Í umsögninni er einnig fjallað um gæðastjóra lögreglunnar og sálfræðiþjónustu og er í umsögninni bent á að árlegur kostnaður vegna gæðastjóra sé um 68,5 milljónir og að tryggja þurfi varanlega fjárveitingu. Þá óskar embættið eftir því að 20 milljónir verði festar í fjárlög til að tryggja lögreglumönnum og öðru starfsfólki sálfræðiþjónustu. Þurfi að stækka og færa gagnaver lögreglunnar Þá er einnig í umsögninni fjallað um landamæraeftirlit. Þar segir að viðfangsefnin landamæra á sviði löggæslu séu orðin mjög krefjandi og að vegna álags sé skilvirkt landamæraeftirlit „í raun ógerlegt“. Það geti leitt af sér aukna öryggisógn. Vísað er í nýja áætlun ráðherra og að vinnu við kostnaðargreiningu sé ólokið. Áætlað sé að hann verði um 2,5 milljarðar. Sjá einnig: Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Þá er að lokum fjallað um uppbyggingu tækniinnviða lögreglunnar og bent á að síðustu árum hafi mikilvægi gagna aukist verulega í löggæslu. Bæði gagna sem er aflað við rannsókn og gagnavinnslugetu. Þá hafi notkun ýmiss búnaðar eins og dróna og búkmyndavéla aukist síðustu ár. Gagnaver lögreglunnar þurfi því að stækka og flytja. Ekki sé gert ráð fyrir því í fjárheimildum til lögreglunnar. Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Sjá meira
Fram kemur í umsögninni að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir 3,7 prósenta aukningu á fjárframlögum til lögreglunnar. Tekið er fram að lögreglan hafi verið undanskilin aðhaldskröfu á tímabilinu 2025 til 2029 en að öðru leyti hafi að litlu leyti verið komið til móts við breytt starfsumhverfi og krefjandi aðstæður löggæslunnar síðustu ár. Gert er ráð fyrir fjárheimild til embættis ríkislögreglustjóra upp á 4,5 milljarða. Þar af er gert ráð fyrir 3,6 milljarðar framlagi úr ríkissjóði en um 900 milljóna rekstrartekjum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Í umsögn sinni áætlar embætti ríkislögreglustjóra að um 493 milljónir þurfi til að efla viðbragðs- og greiningargetu lögreglunnar til að tryggja að sérsveit geti mætt alvarlegum vopnaútköllum þar með talið með kaupum á búnaði og endurnýjun á bifreiðum og greiningardeild ríkislögreglustjóra með ásættanlegum hætti. 439 milljónir í búnað og bíla fyrir sérsveit Í umsögn embættisins er að því loknu farið yfir ólík verkefni þess og hvað þau muni kosta. Sérstaklega er fjallað um alvarlegra ofbeldi og önnur afbrot. Þar kemur fram að rannsóknir lögreglu og eftirlit til að draga úr brotastarfsemi hafi þyngs verulega og að áhættu vegna skipulagðrar brotastarfsemi teljist mjög mikil á Íslandi. Þá segir að aukin notkun brotahópa á stafrænni tækni hafi aukið álag á ýmsum sviðum löggæslunnar. Því er talið nauðsynlegt að efla viðbragðs- og greiningargetu lögreglunnar til að tryggja að sérsveit geti mætt alvarlegum vopnaútköllum, þar með talið, með kaupum á búnaði og endurnýjun á bifreiðum og greiningardeild ríkislögreglustjóra með ásættanlegum hætti. Áætlaður kostnaður við slíkt er 439,75 milljónir króna árið 2025. Tíðari mótmæli vegna átaka á Gasa Þá er einnig í umsögn embættisins talað um öryggi æðstu stjórnar og að á grundvelli laga hafi ríkislögreglustjóri fengið sérstaka fjárveitingu á síðustu fjárlögum til að sinna löggæslu á Alþingi. Samningurinn muni falla sjálfkrafa úr gildi sé ekki gert ráð fyrir hinum í fjárlögum. Í nýju fjárlagafrumvarpi sé ekki gert ráð fyrir fjárveitingu. Lögreglan telur hins vegar að vegna til dæmis fjölgunar mótmæla vegna átaka á Gasa og fjölgunar heimsóknar erlendra gesta þurfi að tryggja áframhaldandi fjárveitingu. „Er það mat embættisins að nauðsynlegt er að gera ráð fyrir áframhaldandi öryggisgæslu á vegum embættisins í þinghúsinu og gagnvart æðstu stjórn,“ segir í umsögninni og óskað eftir 165 milljónum til að gera það. 250 milljónir í verkefni tengt brottvísunum Þá er einnig í umsögninni bent á að ekki sé gert ráð í fjárlagafrumvarpinu fyrir fjármagni fyrir heimferðar- og fylgdardeild, áður stoðdeild, en deildin tók við ýmsum verkefnum er varðar brottvísun þeirra sem hafa fengið endanlega synjun um vernd á landinu. Þar með talið rekstur húsnæðis í Hafnarfirði. Áætlaður kostnaður er metinn 250 milljónir. Í umsögninni er einnig fjallað um gæðastjóra lögreglunnar og sálfræðiþjónustu og er í umsögninni bent á að árlegur kostnaður vegna gæðastjóra sé um 68,5 milljónir og að tryggja þurfi varanlega fjárveitingu. Þá óskar embættið eftir því að 20 milljónir verði festar í fjárlög til að tryggja lögreglumönnum og öðru starfsfólki sálfræðiþjónustu. Þurfi að stækka og færa gagnaver lögreglunnar Þá er einnig í umsögninni fjallað um landamæraeftirlit. Þar segir að viðfangsefnin landamæra á sviði löggæslu séu orðin mjög krefjandi og að vegna álags sé skilvirkt landamæraeftirlit „í raun ógerlegt“. Það geti leitt af sér aukna öryggisógn. Vísað er í nýja áætlun ráðherra og að vinnu við kostnaðargreiningu sé ólokið. Áætlað sé að hann verði um 2,5 milljarðar. Sjá einnig: Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Þá er að lokum fjallað um uppbyggingu tækniinnviða lögreglunnar og bent á að síðustu árum hafi mikilvægi gagna aukist verulega í löggæslu. Bæði gagna sem er aflað við rannsókn og gagnavinnslugetu. Þá hafi notkun ýmiss búnaðar eins og dróna og búkmyndavéla aukist síðustu ár. Gagnaver lögreglunnar þurfi því að stækka og flytja. Ekki sé gert ráð fyrir því í fjárheimildum til lögreglunnar.
Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“