Heimir hristir upp í hlutunum: „Ég vil gera þetta svona“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2024 14:01 Heimir Hallgrímsson ræðir við írska blaðamenn. getty/Stephen McCarthy Til þess að freista þess að koma írska fótboltalandsliðinu á sigurbraut hefur Heimir Hallgrímsson hrist upp í hlutunum hjá því. Írar mæta Finnum í Helsinki í Þjóðadeildinni annað kvöld. Írska liðið æfði í morgun en ekki síðdegis eins og það hefur venjulega gert fyrir leiki. „Ég vil gera þetta svona. Segjum að margir þjálfarar æfi á sama tíma og leikir hefjast. Það myndi þýða að við værum bara að bíða eftir æfingunni. Í staðinn klárum við hana og leikmennirnir geta svo gert það sem þeir vilja. Sumir þurfa sennilega meiri svefn og þeir geta lagt sig eftir æfingu,“ sagði Heimir á blaðamannafundi í dag. Hann segir að það sé hluti af landsliðsþjálfarastarfinu að fá lítinn tíma til æfinga. „Eins og ég hef svo oft sagt er það svo frábrugðið að vera landsliðsþjálfari. Leikmenn spila á sunnudaginn, þeir koma svo og geta ekki æft á mánudegi svo í gær var eina alvöru æfingin okkar. Það er eina skiptið sem við höfum alla leikmennina þegar þeir líkamlega tilbúnir,“ sagði Heimir. „Í fyrramálið liðkum við okkur til og spilum svo um kvöldið. Ég vil gera þetta svona og ég held að það sé betra í því umhverfi sem við erum í og sérstaklega þegar við erum að ferðast. Ég held að það sé gott að æfa snemma og leikmennirnir geti svo valið hvað þeir gera það sem eftir er dagsins.“ Írar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Heimis og hafa tapað ellefu af síðustu þrettán keppnisleikjum sínum. „Ég myndi ekki segja að þetta sé taphrina en ef þú ert í erfiðleikum er gott að gera eitthvað öðruvísi í öðru landi, öðru umhverfi, hrista upp í hlutunum. Leikmennirnir eru meira saman og eru nánari. Það er gott fyrir liðið,“ sagði Heimir. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Írar mæta Finnum í Helsinki í Þjóðadeildinni annað kvöld. Írska liðið æfði í morgun en ekki síðdegis eins og það hefur venjulega gert fyrir leiki. „Ég vil gera þetta svona. Segjum að margir þjálfarar æfi á sama tíma og leikir hefjast. Það myndi þýða að við værum bara að bíða eftir æfingunni. Í staðinn klárum við hana og leikmennirnir geta svo gert það sem þeir vilja. Sumir þurfa sennilega meiri svefn og þeir geta lagt sig eftir æfingu,“ sagði Heimir á blaðamannafundi í dag. Hann segir að það sé hluti af landsliðsþjálfarastarfinu að fá lítinn tíma til æfinga. „Eins og ég hef svo oft sagt er það svo frábrugðið að vera landsliðsþjálfari. Leikmenn spila á sunnudaginn, þeir koma svo og geta ekki æft á mánudegi svo í gær var eina alvöru æfingin okkar. Það er eina skiptið sem við höfum alla leikmennina þegar þeir líkamlega tilbúnir,“ sagði Heimir. „Í fyrramálið liðkum við okkur til og spilum svo um kvöldið. Ég vil gera þetta svona og ég held að það sé betra í því umhverfi sem við erum í og sérstaklega þegar við erum að ferðast. Ég held að það sé gott að æfa snemma og leikmennirnir geti svo valið hvað þeir gera það sem eftir er dagsins.“ Írar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Heimis og hafa tapað ellefu af síðustu þrettán keppnisleikjum sínum. „Ég myndi ekki segja að þetta sé taphrina en ef þú ert í erfiðleikum er gott að gera eitthvað öðruvísi í öðru landi, öðru umhverfi, hrista upp í hlutunum. Leikmennirnir eru meira saman og eru nánari. Það er gott fyrir liðið,“ sagði Heimir.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira